Kristni er ekki trúboð heldur menning

Lítill minnihlutahópur með gott aðgengi að vinstripólitíkusum stundar menningarlegt skemmdarverk á uppeldi og skólastarfi með því að gera samskipti kirkju og skóla tortryggilega.

Í þúsund ár er allt andlegt líf þjóðarinnar samofið kristni. Að útiloka samskipti kirkju og grunnskóla er afmenntun og stappar nærri afmennskun.

Án kristni er ekki hægt að skilja íslenska menningu. Það hefur nákvæmlega ekkert með trúboð að gera að börn fari í kirkju en allt með það að gera að börnin skilji arfleifð sína.

Ekki er hægt að líða að menningarlegt jaðarfólk stundi hryðjuverk á skólastarfi.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér kæri Páll.

Spurningin er líka - hvers vegna er þtta frétt ? Nema ef væri til að undrast yfir svona yfirlýsingum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.12.2014 kl. 17:06

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju að láta duga að senda börnin í kirkju einu sinni á ári? Af hverju ekki í hverjum mánuði? Þannig myndi boðskapur kristninnar festast betur í hugum barnanna. Er nóg að hugsa um Jesús bara á jólunum?

Skeggi Skaftason, 10.12.2014 kl. 17:14

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Svo er þetta ekki skylda.

Þeir sem ekki vilja fara í heimsókn í kirjuna geta verið í skólanum áfram.

Kennarar sjá um að gera eitthvað skemmtilegt.

Og það eru foreldrarnir sem ákveða þetta.

Varafulltrúinn er bara að ná sér í athygli. sem er miklu verri synd !

Birgir Örn Guðjónsson, 10.12.2014 kl. 17:18

4 identicon

Get ekki sagt að ég sé sammála þér. Af hverju er ekki hægt að tala um kristnina bara í skólum á einhvern hlutlausan hátt? Ég hata VG gjörsamlega en samt er ég sammála hér.

Málefnin (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 17:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Páll

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 17:29

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grunnskólakrakkar á Reyðarfirði fóru í heimsókn í munkaklaustrið á Kollaleiru. Tilgangurinn var að kynnast starfinu í klaustrinu sem er hið eina sinnar tegundar á landinu. Ef moska væri á Reyðarfirði, yrði hún örugglega heimsótt líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 17:33

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinstripólitíkin vinnur að því markvisst að rjúfa tengsl ungmenna við sína þjóðlegu arfleifð. Þannig er hægt að telja ungmennum landsins trú um að við eigum betur heima í trúlausa ESB sem nú siglir hraðbyr inn í íslamska yfirráðasvæði.

Ragnhildur Kolka, 10.12.2014 kl. 17:51

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Trúboð í almennum skólum telst mannréttindabrot bæði í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er því eðlilegt að unnið sé gegn trúboði í skólum í Reykjavík. 

Það er hins vegar engin að hafa neitt á móti trúarbragfræðslu og það dugar til að skilja íslenska menningu. 

Við getum hins vegar deilt til eilifðarnóns hvar mörkin milli fræðslu og innrætingar eru.

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2014 kl. 18:30

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er ég ekki trúaður en er að velta fyrir mér eftirfarandi:

    • Kristni er það þá öll trúarbrögð sem fela í sér trú á að Jesú hafi verið sérstakur fulltrú Guðs á Jörðinni? Eða hvað eru menn að tala um. Nú var hér t.d. Bæði Ásatrú og Kaþólska við líði frá 1000 til 1200 eða lengur. Núverandi trúarbrögð er jú staðfærð af Lúter og ekki nema þá um 500 ára gömul og þar með kirkjulegar athafnir eins og þær tíðkast í dag og þær jafnvel enn yngri.

    • Í stjórnarskrá segir: VI.
      62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
      Breyta má þessu með lögum.

    • Og þar segir líka:VII.
      65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

    Segir þetta ekki að það er hér aðens evangeliska lúterska kirkja sem nú er talin vera þjóðkirkja okka. En hér eru sértrúarsöfnuðir þar sem leiðtogar þeirra túka Biblíuna á allt annan hátt en þjóðkirkjan. Eru þeir byggðir á einhvern hátt á 1000 ára hefð? Og bannar stjórnarskráinn ekki að börnum sé mismunað og það með því að þvinga þau til að sækja athöfn í krikju ákveðis safnaðar. Því væntanlega fer þar fram boðun túrarinnar!

    Annars held ég að fá börn hljóti nú skaða af. Væri kannski rétt að einn skóladagur í Desember væri dagur trúarbragða í Skólum og börn gæti valið hvaða söfnuð þeir sækja!

    Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2014 kl. 18:42

    10 Smámynd: Landfari

    Sigurður, þú hlýtur að vita muninn á trúboði í skólum og heimsókn í kirkju, eða hvað?

    Landfari, 10.12.2014 kl. 18:50

    11 Smámynd: NonniV

    Magnús Helgi, geturðu nefnt tvo "sértrúarsöfnuði" á Íslandi sem túlka Biblíuna á allt annan hátt en Þjóðkirkjan?

    NonniV, 10.12.2014 kl. 19:47

    12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

    Heimsókn barna í höfuðstövar Vinstri Grænna væri kannski ágætis hugmynd. Veita þeim smá innsýn í stjórnmálastarfið.

    Guðmundur Pétursson, 10.12.2014 kl. 20:18

    13 Smámynd: Hvumpinn

    Hvað er Reykjavíkurborg að gera með "mannréttindaráð"?  Og hver setti þessa kommageit þar í forsvar?

    Hvumpinn, 10.12.2014 kl. 23:10

    14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Landfari. Þegar börn fara á vegum skólans í kirkjumn þá telst gilda lög um trúboð í skólum í þeirri heimsókn.

    Sigurður M Grétarsson, 11.12.2014 kl. 18:07

    15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Sigurður M., getur þú vísað í þann lagakrók sem bannar heimsóknir skóla í kirkjur.... moskur, bænahús? 

    Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 19:11

    16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

    Er trúboð allt í einu orðin "menning"? Hahahaha

    Á hvaða plánetu lifir þú Páll? Kanski þú ættir að vera í ákveðnum fylkjum USA þar sem enginn fær opinbert starf nema að trúa á hinn ímyndaða vin (guð)...

    Með kveðju og von um góða siði án ímyndaðra vina...

    Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2014 kl. 20:05

    17 identicon

    NonniV, öðruvísi söfnuðir á Íslandi væru til dæmis Vottar Jehóva og Mormónar. Kaþólsku og orthadox kirkjunar eru ekki jafn öðruvísi en við erum ósammála skilningi þeirra á nokkrum grundvallar atriðum.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 20:54

    18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ó.B.Ó. Hér er verið að tala um íslenska menningu,ekki BNA.-- Án kristni er ekki hægt að skilja íslenska menningu.

    Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2014 kl. 02:02

    19 Smámynd: Svartinaggur

    Ég tel það fráleitt að ríkisvald (opinberir aðilar) séu að vasast með fyrirbæri, sem aldrei hefur verið sannað að sé yfirhöfuð til - þ.e.a.s. að standa fyrir dýrkun hvers kyns guða. Hvað þá að innræta börnum um að maður hafi verið guð. Þetta hlýtur að tilheyra heimilum og kirkjum ÁN íhlutunar opinberra aðila, í þessu tilfelli menntastofnana.

    Svartinaggur, 12.12.2014 kl. 08:16

    20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Halda sjallar, framsóknarmenn og almennir hægri-ögfamenn, að hér hafi verið almennur skóli í 1000 ár?  Er ekki í lagi!

    Það er bara ný tilkomið.  Það tók um 1000 ár fyrir almenning að berja framsjallaelítuna hérna til hlýðni og neyða hana til að fallast á að almenningur ætti sjálfsagðan rétt á menntun.

    Það var ekki fyrr en rétt fyrir miðja síðustu öld að þokkalegt skikk komst á menntunarmál til handa almenningi eftir að það þurfti að berjast við sjallaelítuna götu úr götu, hús úr húsi.

    Síðan eftir að nokkuð trygg lög komust í gegn 1946, minnir mig, - þá 1951 komu framsóknarmenn eins og jólajeppar upp á þingi og vildu afnema rétt almennings að stóru leiti.  

    Með ólíkindum, ÓLÍKINDUM, hvernig framsjallaelítan hefur hagað sér alla tíð, í 1000 ár.  

    Framsjallar virðast bókstaflega hata almenning.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.12.2014 kl. 11:37

    21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Gunnar Th Gunnarsson. Ég hef ekki haldið því fram að kirkjuheimsóknir séu bannaðar. Það eina sem ég hef sagt er að ef staðið er fyrir slíkum heimsóknum á vegum skóla þá gilda lög um að trúboð sé bannað í slíkri hesókn. Því er það lögbrot að skóli fari með börn í heimsókn í kirkju nema það sé gengið frá því við prestinn að hann sé ekki með neitt sem getur flokkast undir trúboð í þeirri messu og að það sé á hreinu að hann fari ekki fram á eða hvetji börnin til að vera þátttakendur í atöfninni. Þau eiga aðeins að vera áhorfendur.

    Sigurður M Grétarsson, 12.12.2014 kl. 21:29

    22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Fræðsla í kirkju þarf ekki endilega að vera trúboð. Fín lína þarna. 

    Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2014 kl. 21:38

    23 Smámynd: Mofi

    Ég hef farið í mosku, kirkju Votta Jehóva, kirkju Mormóna, alls konar kirkjur sem tilheyra ekki mínum söfnuði... það sem ég heyrði þar var þeirra skoðun og ég sá hvernig þetta fólk stundaði sína tilbeiðslu.  Þetta var mjög forvitnilegt og fræðandi.  Mér finnst eins og vegna trúarbragða fordóma þá er að koma upp kynslóðir sem vita ekkert um trúarbrögð, skilja ekki trúað fólk því það hefur ekki talað við þannig fólk og svo framvegis.  Þetta er uppskrift af fáfræði og heilaþvætti.

    Mofi, 12.12.2014 kl. 23:38

    24 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Gunnar. Það er rétt að það er hægt að vera með messu án trúboðs. Það er þess vegna sem kirkjuheimsóknir skólabarna eru ekki bannðar. En það þarf að halda sig innan þeirrar línu og foreldlrar verða að geta treyst því að ekki sé farið yfir hana. En þá þarf skýr silgreininga að vera til staðar og það tel ég að skorti mikið á en þó hefur borgarstjórn Reykjavíkur verið að reyna að gera það og hlotið skömm fyrir. Það er því ekki auðvelt að koma þeirri skilglreiningu á og það er þess vegna sem margir eru á móti þessum kirkjuheimsóknum,.

    Gleymum því ekki að þessar kirkjuheimsóknir eru nýtt frirbrigði. Þær voru ekki til staðar þegar ég var í skóla og ég þekki fólk fætt í kringum 1975 sem hefur sagt mér að þær hafi ekki tíðkast þegar það var í skóla. Það er því ljóst að í flestum skólum var þessi siður tekin upp á þessari öld og sennilega á seinasta áratug nýliðinnar aldar hjá þeim sem byrjuðu á þessu fyrir aldamót. Það er því ekki verið að vega að sið sem byggir á langti hefð.

    Sigurður M Grétarsson, 13.12.2014 kl. 13:13

    25 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

    Mofi. Þarna kemur þú að kjarna málsins. Ef við ætlum að byggja trúarbragðakennslu á heimsóknum eins og þessum kirkjuheimsóknum þá þurfum við líka að heimdækja söfnuði tengda öðrum trúarbrögðum í aðdraganda stórra hátíða hjá þeim. Þá ættum við til dæmis að heimsækja söfnuð félags múslima á Íslandi í aðdraganda ramöndunar svo dæmi sé tekið. 

    Sigurður M Grétarsson, 13.12.2014 kl. 13:15

    26 Smámynd: Mofi

    Sigurður, akkúrat og ég sé ekkert að því.

    Mofi, 13.12.2014 kl. 13:49

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband