Egill vill ESB-sinna í ráðherrastól

Egill Helgason, sem tilheyrir 800-manna þjóðinni, og er eindreginn talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu vill Ragnheiði Ríkharðsdóttur í ráðherrastól í stað Hönnu Birnu.

Ragnheiður er ESB-sinni, annar af tveim í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Ef Ragnheiður verður ráðherra jafngildir það yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins að ESB-sinnar stjórni ferðinni í þingflokki og forystu. Slík yfirlýsing er ekki heppileg, svo vægt sé til orða tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kemur heim og saman við það sem ég ætlaði að gerðist í gær. Hendum umsókninni. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 22:34

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll, það er hrikaleg útkoma ef eini yfirlýsti gallharði ESB- sinninn í þingmannahópi Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, verður innanríkisráðherra aðallega af þeirri ástæðu að svo vill til að hún er kona.

Þá getum við kvatt voninu um að ESB- umsóknin verði dregin til baka, fyrir utan það að ráðuneytið fer á fullt í að klára innleiðingu haugs af tilgangslausum ESB- reglugerðum. Hitt aðalatriðið sem þarf að gerast, Ísland út úr Schengen- samstarfinu, mun þá ekki eiga sér stað.

Ívar Pálsson, 23.11.2014 kl. 00:08

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er nú greinilega STÓR 800 manna hópur.  allavega er ég hreykinn að vera talin með þeim.  

Rafn Guðmundsson, 23.11.2014 kl. 00:36

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur og dugandiskona, sem gegna mun þingmennsku fyrir Hönnu Birnu, meðan hún er að jafna sig, getur vel tekið á sig innanríkisráðuneytið þann tíma. Síðan gæti Unnur Brá Konráðsdóttir tekið að sér starfið.

En "megi" karlmaður fá ráðherrastólinn, er Birgir Ármannsson tilvalinn. Þar mælir t.d. með honum, að hann greiddi atkvæði gegn Buchheit-samningnum hans Svavars, Steingríms, Össurar, Jóhönnu og Bjarna Ben. (samningi sem nú væri búinn að kosta okkur 75 milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri og það bara í vexti og meira af svo ísköldu yfirvofandi*), en þar að auki er Birgir Ármannsson lögfræðingur og forstandsmaður og hefur stýrt utanríkismálanefnd m.m. og er sannur fullveldissinni eins og konurnar tvær, sem ég stakk upp á. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er hins vegar óhæf vegna ótrúnaðar við lýðveldið, bæði í Icesave- og Evrópusambands-málunum.

Sjá hér: http://samstadathjodar.123.is/page/32915

Jón Valur Jensson, 23.11.2014 kl. 04:27

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Endrum og sinnum er ég sammála Jóni Val Jenssyni og á það nú við um ágæta uppástungu hans um að skipa Birgi Ármannsson í þetta krefjandi embætti.

Er það ekki einmitt jafnrétti í sinni tærustu mynd að skipa hæfasta einstaklinginn hverju sinni - án tillits til kynferðis?

Jónatan Karlsson, 23.11.2014 kl. 10:01

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Tek heilshugar undir með ykkur í þessu, Jón Valur og Jónatan. Birgir væri vel að þessu embætti kominn.

Ívar Pálsson, 23.11.2014 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband