800-manna þjóðin tekur æðiskast

800-manna þjóðin, þessi sem mótmælti á mánudag á Austurvelli, tók æðiskast í gærkveldi, eftir viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á mbl.is. Vísir tekur saman æðiskastið

Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlunum í gærkvöldi í kjölfar ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, en hann tjáði sig við mbl.is um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Æðisprestur 800-manna þjóðarinnar, Illugi Jökulsson, bloggar um málið og nær ekki upp í nef sér af hneykslun yfir orðum forsætisráðherra.

800-manna þjóðin telur sig öllu ráða á Íslandi og tekur því vægast sagt illa ef forsætisráðherra situr ekki og stendur eins og 800-manna þjóðin krefst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki enn búinn að átta mig á hvað það var sem SDG sagði, sem fer svo í taugar vinstrafólksins.

Vissulega nefnir hann hatursumræðuna sem hefur sýkt þjóðina, en hann fór þó svo vægt í þá gagnrýni að sérstakann hugsanahátt þarf til að æðrast yfir því. Hefði gjarnan mátt kveða sterkar að orði.

Sumum finnist hann kannski hafa hoggið helst til nærri sér, einhverjir vita kannski upp á sig sökina. Það má vissulega skilja að þeim mislíki.

En er það ekki bara af hinu góða?  

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2014 kl. 17:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Svo vill til að ég skrifaði dálítið um þennan söfnuð í greininni „Þjóðin, það er ég!“ í Þjóðmál í kjölfar „búsáhaldabyltingarinnar“. Sú grein stendur enn alveg fyrir sínu. http://vey.blog.is/blog/vey/entry/836913/

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.11.2014 kl. 19:36

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona ef menn fatta það ekki þá var það þetta sem fór í taugarnar á fólki: Sigmundur sagði eftir að Hanna sagði af sér: "Það sem þurf­um á að halda er meiri umræða um staðreynd­ir og þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau. Sem sagt raun­veru­lega póli­tíska rök­ræðu og minna af hatr­inu.“

Að það hefi þurft öll þessi læti til að upplýsa mál sem aðilar innan stjórnarinnar og ráðuneytisins hlutu að vita frá upphafi og ásamt afskiptum ráðherra að rannsókninni sýnir að það er ekki allt í lagi og það þýðir ekki þó að Sigmundur Davíð sjái peninga í vændum að hægt sé að kaupa sig framhjá því að það þarf að gera ráðstafanir til að svona og svipuð mál komi ekki upp. Þ.e.að það þurfi að toga sannleikann upp með töngum. Síðan minni ég menn á að það voru senniega á annað þúsund manns á Austurvelli síðasta mánudag. Man ekki eftir að hafa heyrt af þvílíkum fjölda t.d. hjá Heimssýn en þó telja þeir sig þess umkomna að tala fyrir hönd þjóðarinnar.  Og um leið bendi ég á lætinn fyrir nokkrum árum þegar Ingibjörg Sólrún sagði að 900 manns í Háskólabíó gæti nú ekki talið sig fulltrúa þjóðarinnar! Þá töluðu menn ekki svona niðrandi um okkur sem mættum niður á Austurvöll. Og ef menn efast um áhrifin! Þá voru fréttir í dag um að það eigi að auka fjármagn til heilbrigðis- og menntamála. Þrátt fyrir að forvígismenn stjórnarinnar hafi verið að leggja frumvarp fram fyrir mánuði sem gerði ráð fyrir aðhaldi og niðurskurði. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2014 kl. 22:07

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hatursumræðan var nú út um alla vefmiðla,enda mér oft bent á hana. 
 Maggi ertu að metast um fjölda mótmælenda við Heimssýn.Það er nú þannig að það þarf heilmikið til að koma sumum á mótmælafund,sérstaklega hægri mönnum. Samfylkingin hefur komið sér upp hávaðasömum,öflugum her sem er alltsf tilbúinn þegar útkall kemur.-- En metið eiga Sjálfstæðismenn/hægrimenn og verður seint slegið. Akkurat þegar þjóðníðingar hugðust kæra Geir Haarde fyrir Landsdómi,hafandi verið sjálfir með honum í stjórn eins og alþjóð er kunnugt. Ekki færri en u.þ.b. !0.000 voru þar,þó ekki allir í einu því margir stóðu stutt við,en það var hreyfing á fólki frá kirkjunni,sífelldur staumur niður Túngötu,og það kom úr öllum áttum,út um allan völl.-Eini hávaðinn var frá trommum í magnara frá gömlum skemmtistað(sem ég man ekki hvað heitir),allir voru þá búnir að fá nóg af Jóhönnustjórn ákveðnir en prúðir.- Ein svona mótmæli til,hefði riðið jóhönnu stjórn að fullu.Vildi sjá svona samstöðufund með Heimssýn,þegar við höfum sótt "umsóknina" illa þokkuðu til baka,þá verða alvöru VG menn með okkur.     

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2014 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband