Árni Páll hatar ekki Ísland (lengur)

Haldið ykkur fast, en Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar sagði þetta í dag, skv. heimasíðu Samfylkingar

Mikilvægasta verkefnið andspænis vonleysi og vantrú er að gera lýðveldisbygginguna að hjartfólgnu heimili okkar allra. Til þess þurfum við sóknarstefnu fyrir sjálfstætt Ísland. 

Maðurinn sem helst er þekktur fyrir að tala um ónýta Ísland með ónýtu krónuna (stöðugasta mynt í heimi nú um stundir) og vildi íslenskt fullveldi feigt í faðmi Brussel segir núna ,,Við getum ekki gefist upp á Íslandi."

Jæja, Árni Páll, viðurkenndu að ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 var mistök og sýndu stuðning við að afturkalla hana formlega. Þá skulum við tala saman.

 

 

 


mbl.is Markmiðið er að skemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Drottin minn hvað honum hlýtur að líða illa að hætta í svip að stara á dýrð sambandsins.  Þetta var allt pólitík hjá honum.  Þau í Samfó eru svona ódýr, 1 lúsarbleðill frá Jóni Jóhannesar hinum siðvillta dugir víst fyrir þau.

Elle_, 2.11.2014 kl. 00:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fékk hann hugljómun á frumbyggja fundi í Kópavogi sem haldin var í dag?

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2014 kl. 02:34

3 Smámynd: Elle_

Verð að laga villuna að ofan en skrifaði óvart Drottinn vitlaust.

Elle_, 2.11.2014 kl. 12:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðernis sósíalismi. Athyglisvert nýmæli hjá Samfylkingunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.11.2014 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband