Reiða fólkið; vinstrimenn eða hægri?

Eftir hrun bar töluvert á reiðu fólki í samfélaginu. Reiða fólkið efndi til ofbeldiskenndra mótmæla þar sem kastað var eggjum, grjóti og saur á sameign okkar, alþingi og lögreglu. Vinstrimenn voru þar í meirihluta en flestir hægrimenn sátu heima, sumir hnípnir en aðrir höfðu einfaldlega ekki áhuga á mótmælum.

Því er þetta rifjað upp að vinstrimenn reyna að skrifa reiði inn í sálarlíf hægrimanna, t.d. Snæbjörn Brynjarsson rithöfundur. Ef hægrimenn voru reiðir síðasta kjörtímabili, þegar vinstristjórn réð hér ríkjum, þá fóru þeir fjarska vel með þá reiði. Mótmælin sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fékk á sig voru til muna hófstilltari en ofbeldismótmælin veturinn 2009.

Flokkar hægrimanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, eru að upplagi hægfara og íhaldssamir. Þeir eru elstu starfandi stjórnmálaflokkar landsins og eru almennt skipaðir borgaralega sinnuðu fólki hlynnt hefðum og stofnunum.

Flokkar vinstrimanna, Samfylking, Vinstri grænir og Björt framtíð, eru nýir flokkar sem standa á róttækum merg sósíaldemókrata og kommúnista. Grunnt er á byltingarhugsjóninni og andúðinni á gömlum gildum og hefðum.  

Og liggur þá ekki í augum uppi hvar reiða fólki á heima?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband