Samfylking í 20 ára gömlum leiðindum

EES-samningurinn tók gildi 1994 og fullseint fyrir Samfylkinguna að efast um hvort samningurinn standist stjórnarskrána 20 árum seinna.

EES-samningurinn þótti skásti kosturinn í viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins á þeim tíma. Ef samningnum verður sagt upp þá taka gildi fyrri samningar um fríverslun Íslands og ESB.

Með því að rótast í EES-samningnum reynir Samfylkingin að bæta sér upp gjörtapaða vígstöðu í Evrópumálum. Meiri reisn væri yfir Samfylkingunni að viðurkenna mistök sín og styðja afturköllun umboðslausu ESB-umsóknarinnar frá 16. júlí 2009.

En reisn og Samfylking eiga ekki samleið núna frekar en fyrri daginn.


mbl.is Telja EES-samninginn ekki standast stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áhangendur Samfylkingar gefa ekkert fyrir reisn flokksins. Það var bara gleði í bæ,þegar þeir spörkuðu í samstarfsflokkinn við hrunið,afvegaleiddu valdasjúka Vg,menn og lofuðu síðan ESb,ið eins og þinghús Íslendinga væri þeirra bænahús. Reisn!!!

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2014 kl. 13:29

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það sem hefur gerst er að þær reglur sem EES samningurinn nær til hafa breyst með þeim hætti að vafi er á hvort það standist stjórnarsrá Íslands að taka þær upp hér. Þessar reglur voru ekki með þeim hætti þegar samningirnn var undirritaður á sínum tíma. Þessar breytingar er frekar nýlegar og snúa einna helst að reglum um fármálastofnanir sem settar voru eftir hrun og færði ákveðið vald yfir þeim til stofnanna ESB þar með talið vald til að beita þær viðurlögum ef þær gerast brotlegar við EES reglur. Að taka þær reglur upp hér er að sumra mati ákveðin útvistun á dómsvaldi sem ekki standist stjórnarskrá.

Það sem fyrst og fremst væri lítil reysn í væri að slíta viðræðum við ESB og ómerkja þannig alla þá vinnu sem sett hefur verið í aðildarumsóknina. Það veit engin hvort þjóðin muni samþykkja eða hafna aðildarsamningi þegar hann liggur fyrir og því er það engin afsökun fyrir slitum á samningum að skoðanakannanir blási þannig núna meðan ekki liggur fyrir samningur að meirihlut þjóðarinnar sé á móti inngöngu í ESB. Í því efni má benda á að samvæmt skoðanakönnunum ári fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning í Svíþjóð var aðeins 26% stiðningur við ESB aðild samkvæmt skoðanakönnunum. Sv skulum við ekki gleyma því að milli 70 og 80% þjóðarinnar vilja klára aðildarsamningin og kjósa um hann þannig að það væri ekki bara lítil reysn yfir því að draga umsóknina til baka heldur líka í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.

En það hefur aldrei verið mikil reysn yfir lýðræðisvilja núverandi stjórnarflokka.

Sigurður M Grétarsson, 17.10.2014 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband