Hjarðhegðun, hagfræði og fjármál

Hagfræði er að hluta gisk á hvaða hjarðhegðun sé líklegust á hlutabréfamörkuðum í það og það skiptið. Síðustu daga eru engir þeir stóratburðir á ferðinni sem einir og sér geta útskýrt fall hlutabréfa.

Á hinn bóginn er vitað að peningaflæði frá bandaríska seðlabankanum hélt uppi verði hlutabréfa á alþjóðamörkuðum og bjó í leiðinni til pappírsauðæfi. Í Washington var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að ódýrir dollarar yrðu ekki lengur í boði.

Um tíma var haldið að evrópski seðlabankinn hlypi í skarið fyrir þann bandaríska og byði upp á peninga eins og hver vildi á núllvöxtum. Það reyndist óskhyggja.

Pappírsauðæfin hverfa þess dagana án þess að nokkur gæti séð það fyrir með vissu. Það segir nokkra sögu um þau órökrétta hjarðhegðun í heimi fjármála.  


mbl.is Adam var ekki lengi í Paradís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nema það, sem er aðalatriðið í þessu tilfelli, - að þessi umræða er alveg útí bláinn og eg hef marg, margsagt fólki það.

Það er ekkert ,,fall" í gangi eða hrun bla bla eins og moggi og fleiri vilja meina.

Bréfatölur eru svona. Fara upp og niður út og suður.

Það er eðli slíkra bréfatalna.

Þetta er ekkert merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2014 kl. 10:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, það hefur verið sígandi verð á Evrópska hlutabréfamarkaði nú í rúma tvo mánuði en í gær og fyrradag kom hrun.  En miðað við það sem þú skrifar, ættir þú að hugsa um eitthvað annað en hlutabréfamarkaðinn..............

Jóhann Elíasson, 16.10.2014 kl. 16:38

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þú ert framsóknarkjáni.

Það er þitt böl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.10.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband