Enginn pólitískur valkostur við ríkisstjórnina

Stjórnarandstaðan er ekki pólitískur valkostur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ekki heldur er raunhæfur kostur að annar hvor stjórnarflokkanna taki upp meirihlutasamstarf við stjórnarandstöðuflokka. Þetta eru góðu fréttirnar fyrir stjórnina.

Slæmu fréttirnar eru að ríkisstjórnin sýnir trekk í trekk pólitíska taugaveiklun sem veikir stöðu hennar. Eftirgjöf gagnvart ESB-sinnum í afstöðunni til þess hvort draga eigi umboðslausu ESB-umsóknina tilbaka eða ekki stendur það hæst.

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar spyrja sig eðlilega fyrir hvaða pólitík stjórnin stendur þegar hún heykist á því að koma í höfn þeim meginmálum sem stjórnarflokkarnir fengu kosningu út á.


mbl.is Spáir hörðum pólitískum vetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessi ríkisstjórn fékk í öllu falli ekki kosningu útá að draga ESB-umsóknina tilbaka.

Hún fékk kosningu út á að lofa að gefa (sumu) fólki peninga, og ætlar að gera það, raunar aðeins minna en var lofað.

Ert þú ósáttur við að hún gefi ekki sumu fólki enn meira úr ríkissjóði?

Skeggi Skaftason, 17.8.2014 kl. 08:35

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Páll

Þarna rataðist þér sannarlega satt orð á munn, því öll afstaða og hegðun stjórnar og ekki síður stjórnarandstöðu er með öllu órökrétt og óskiljanleg

Auðvitað er linkan gagnvart staðfastri höfnun á þessari svikaumsókn auðvitað eðlileg, miðað við hve margir áhrifamenn á þingi og utan hafa að því virðist verið keyptir eins og hvert annað glingur, eins og augljóslega má sjá á verkum þeirra og afstöðu allri og er þessi hlægilega stjórnarandstaða einungis enn spilltari hvað það snertir, ef eitthvað er.

Gott dæmi um ástandið er staðfastur stuðningur þessa svokallaða utanríkisráðherra okkar við leppstjórnina í Úkraínu og í kjölfarið óskiljanleg umkvörtun Katrínar Jakobsdóttur yfir því að við (þjóðin) skulum ekki vera á lista Rússa yfir lönd í viðskiptabanni þeirra.

Veit þetta fólk ekki að fyrir mannsaldri síðan var það einmitt núverandi þungamiðja og höfuðríki ESB sem var vondi karlinn í mannkynssögunni og Rússar börðust eins og ljón með okkur "góðu körlunum"við að sigra hið kvalasjúka illmenni og óþokka sem fór fyrir Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari?

Er ekki eitthvað undarlegt ósamræmi í þessum skyndilega móðursýkislega stuðningi okkar við aðgerðir þær allar er beinast nú gegn Rússum?

Jónatan Karlsson, 17.8.2014 kl. 10:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Utanríkisráðherra er ekki sjálfrátt, varla getur þessi framkoma talist brella af hans hálfu og varla tekur hann þessa ákvörðun án samráðs við a.m.k. forsætisráðherra.- Ef þeir snúa ekki blaðinu við,eru komin upp patt-staða,rétt eins og Páll skýrir í pistli sínum. - “Dugar ekki að mótmæla ríkisstjórninni,ekkert skjól að flýja í” Viljun við það?

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2014 kl. 15:08

4 Smámynd: Sólbjörg

Ríkistjórnin er hrædd eins og héri við bitvarga stjórnarandstöðunnar. Veit sem er að hvorki duga, rök, staðreyndir eða skynsemi í samskiptum ef sá gállinn er á stjórnarandstöðunni. Öllu er snúið á haus og skrumskælt þegar það hentar. Það eina sem virkar er staðfesta, heilindi og muna eftir kjósendum sem kusu þessa stjórn til að afturkalla ESB umsóknina, lækka skatta og fleira.

Sólbjörg, 17.8.2014 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband