Lýðveldishagfræðin og jafnaðarmaður Íslands

Stundum þarf útlendinga til að segja Íslendingum sjálfsagða hluti. Hér á eyjunni er frá stofnun lýðveldis, og raunar nokkru fyrr, rekin lýðveldishagfræði þar sem ríkisvaldið í samvinnu við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur móta móta efnahagsstefnu og launakjör.

Tvö meginmarkmið lýðveldishagfræðinnar eru full atvinna og sæmilegur launajöfnuður. Þjóðarsamstaða var um lýðveldishagfræðina enda forsenda þjóðfélagsfriðar. Í þágu lýðveldishagfræðinnar var öðrum hagstærðum fórnað, eins og gengisstöðugleika. Þegar á bjátar í efnahagsbúskapnum er krónan látin taka höggið, ekki atvinnustigið og launajöfnuðurinn. Krónan er réttnefnd jafnaðarmaður Íslands.

Útrásin yfirskyggði lýðveldishagfræðina um hríð og var um það bil að ganga að öðru meginmarkmiðinu dauðu, þ.e. launajöfnuði, þegar blessað hrunið kom í veg fyrir að öfgarnar skytu rótum.

Í kjölfar hrunins reyndu ýmis öfl í þjóðfélaginu að skipta út lýðveldishagfræðinni fyrir evrópsk sjónarmið um stöðugt gengi og fast tíu prósent atvinnuleysi með möguleika á hækkun. Samfylkingin var aðalheimili þessara sjónarmiða, sem nutu nokkurs stuðnings strax eftir hrun og leiddu til ESB-umsóknar. Þjóðin sagði álit sitt á samfylkingartilrauninni í síðustu þingkosningunum með því að skera fylgi flokksins niður við trog, úr 30 prósentum í 12,9.

Skrifstofuliðið á ASÍ er veikt fyrir evrópupólitíkinni með stöðugu gengi og föstu atvinnuleysi. Ástæðan er sú  að samtökin reyna ítrekað að krefjast hærri launa en samfélagið stendur undir og við það fellur gengið. Árinni kennir illur ræðari en forysta ASÍ lýgur eigin handvömm upp á krónuna. Skrifstofuliðið nýtur ekki stuðnings hins almenna launamanns enda ASÍ aldrei þorað að bera ESB-línuna undir félagsmenn.

Í stað þess að gangast við lýðveldishagfræðinni og hornsteinum hennar stundar ASÍ forystan samfylkingarpólitík sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti í síðustu þingkosningum. 

Lýðveldishagfræðin stendur sterkum fótum. Vegna hennar voru sett lög á flugstéttirnar, sem reyndu í krafti sterkrar stöðu að brjóta upp launajöfnuðinn.

Erlendur prófessor sem segir okkur að velferð þjóðarinnar byggir á nánum tengslum ríkisvalds, launþegasamtaka og atvinnurekenda færir okkur almælt tíðindi - en stundum þarf útlending að til upplýsa sjálfsagða hluti.

 


mbl.is Bankar geta ekki án ríkisins verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fátt er svo með öllu illt,að ei boði gott. Menn fara að trúa,af því Barry Eichengreen segir það.

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2014 kl. 01:05

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvernig í ósköpunum færð þú það út að því fylgi fast 10% atvinnuleysi að vera með stöðugan gjaldmiðil Þvílíkt bull. Það eru ríki innan Evru samstarfsims með lítið atvinnuleysi og einnig ríki með mikið atvinnuleysi rétt eins og í þeim ríkjum sem eru ekki með stöðugan gjaldmiðil.

Stöðugleiki í efnahagslífi er það sem best laðar að fjárfestingar bæði erlendra og innlendra fjárfesta. Sveiflukenndur gjaldmiðill hefur þvi mun meiri galla en kosti við það markmið að halda uppi góðum lífskjörum og fjölbreyttu atvinnulífi sem er forsenda þess að við höldum í unga fólkið okkar.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2014 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband