Frjálslyndi, annað orð yfir vinstripólitík

ESB-sinninn Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, brýndi sjálfstæðismenn á kjördag með þeim orðum að tryggja yrði Áslaugu Friðriksdóttur sæti í borgarstjórn. Ívar Pálsson, gallharður sjálfstæðismaður, segir um orð Halldórs í athugasemdum á þessu bloggi

Framsókn fékk án efa þó nokkur atkvæði kjarna- Sjálfstæðisfólks á kjördegi þegar Halldór oddviti lýsti því yfir að bardaginn yrði um að halda Áslaugu inni, en hún væri einmitt úr „frjálslynda“ arminum. Hví ætti þá hinn almenni Sjálfstæðismaður að kjósa? Hvers vegna tók Halldór sérstaklega fram að Áslaug væri „frjálslynd“, sem er orð sem ESB- deildin hefur eignað sér

,,Frjálslynda"-Áslaug staðfestir að hún tilheyrir samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins með því að vera aðalpersónan í hannaðri frétt Stöðvar 2 um að slíta ætti ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess að framboð flokksins í Reykjavík vill afturkalla lóðaúthlutin í Sogamýri undir mosku.

Þeir sem kenna sig við ,,frjálslyndi" í Sjálfstæðisflokknum óska sér að vinstristjórnmál verði ráðandi í landinu - með aðild að Evrópusambandinu sem höfuðmarkmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrsta málsgreinin í Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins, sem, ef ég skil Pál rétt, er hinn raunverulegi Besti flokkur, er eftirfarandi:

„Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar."

Samkvæmt skilgreiningu Páls gerir þetta Framsóknarmenn að ESB-sinnum. Það er nú varla það sem þú vilt, Páll.

Wilhelm Emilsson, 3.6.2014 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband