Árni Páll vill gera hægriflokk úr Samfylkingunni

Þjóðkirkjufólk er almennt hægrisinnað, kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar metur það svo að kjósendur séu á leiðinni til hægri og þangað vill hann með Samfylkinguna.

Mjög þrengist um bakland Samfylkingar á vinstri væng stjórnmálanna eftir stofnun Bjartar framtíðar sem trúlausa kósí fólkið kýs og Pírata sem hirða léttruglaða fylgið.

Árni Páll skrifaði fyrir skemmstu grein i Fréttablaðið til að markaðssetja Samfylkinguna sem hægriflokk handa auðugum ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir það fékk Árni Páll vammir og skammir Stefáns Ólafssonar.

Greining Árna Páls á stöðunni, að kjósendur halla sér meira til hægri en áður, er ábyggilega rétt. Eftir ólgusjó útrásar og hruns annars vegar og hins vegar pólitísk hryðjuverk Jóhönnustjórnarinnar er eftir eftirspurn eftir yfirvegun og festu.

En hvorki Árni Páll né Samfylking geta boðið upp á yfirvegun og festu. Árni Páll er pólitískur hrossabrestur og Samfylkingin þekkt fyrir allt annað en festu.


mbl.is „Blessunarlega ræð ég ekki öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband