Vanlíðunarvinstrið tekur æðiskast

Forsætisráðherra vísar til erlendrar umræðu um að Ísland og Norðurlönd sjái fram á bættan hag vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Vinstrimenn taka brjálæðiskast og hella óbótaskömmum yfir forsætisráðherra sem leyfir sér að vera bjartsýnn á möguleika lands og þjóðar.

Íslenskir vinstrimenn eru ekki með fulde fem; þeir beinlínis þrífast á eymdar og volæðishugarfari og tryllast ef einhver leyfir sér bjartsýni.

Ætli vanlíðunaráráttan sé genetísk hjá vinstrimönnum eða eftirköst þingkosninganna sl. vor: Samfylking 12,9%, VG 10,9% og Björt framtíð 8,2%?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki akkúrat mottóið hjá Vinstrinu að flestir hafi það skítt, þá hefur það þann háttinn á að telja publikunnu um að það vilji laga þetta misræmi, en sannleikurinn er sá að það gerir það bara alls ekki því þá myndi Vinstrið ekki þrífast, fæstir kippa vísvitandi grundvellinum undan eigin tilveru.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 11:47

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vitræn umræða er ekki bundin við vinstri eða hægri, þó er heldur meiri skortu á henni til hægri eins og lesa má hér.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.4.2014 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband