Herjólfur, kennarar og tvíeggjað verkfallsvopn

Kennarar hafa verið í verkfalli í þrjár vikur tæpar og enginn talar um að setja lög. Undirmenn á Herjólfi stöðva ekki skipið, líkt og kennarar setja stopp á kennslu, heldur fækkar ferðum skipsins vegna verkfallsaðgerða. Engu að síður fær Herjólfsfólk á síg lög. Hvers vegna?

Jú, Herjólfur er lífæð Eyjamanna til lands og ógn við þá lífæð er ekki samþykkt af samfélaginu. Þess vegna voru sett lög. Verkfallsvopn Herjólfsfólksins ógnaði of miklum hagsmunum til að það væri látið líðast.

Allir vita að ef kennaraverkfall leysist á innan við fjórum til fimm vikum verður hægt að bjarga önninni (með því að kenna frídaga/hraðari yfirferð). Verkfall kennara bítur ekki fyrr en eftir mánuð og því engin ástæða að ræða lagasetningu.

Starfsmenn Isavia, sem hóta skæruverkföllum til að lama samgöngur til og frá landinu, fá vitanlega á sig lög enda ógna verkföll þeirra víðtækum samfélagshagsmunum.


mbl.is Verkfalli á Herjólfi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hér sjáum við týpískan Sjálfstæðismann.

Ekki stétt með stétt heldur eiginhagsmunir alveg í gegn.

Flott að sjá að þú viðurkennir að hægt er að stytta hverja önn um rúmlega mánuð sem er samanlagt stytting á framhaldsskólanámi um 1 ár eða svo.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband