Fréttamaður RÚV stefnir bloggara

Anna Kristín Pálsdóttir fréttamaður á RÚV stefnir undirrituðum vegna bloggfærslu frá í sumar þar sem gagnrýnd var frétt í RÚV um ESB-ferlið. Lögmaður Önnu Kristínar, Kristján Þorbergsson,  krefst refsingar og ómerkingar eftirfarandi ummæla í bloggfærslunni:

,,Fréttamaður RÚV í Brussel falsar ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins"
,,Fréttamaður RÚV er viljandi og af yfirlögðu ráði að fela þá staðreynd" og
,,Fréttafölsunin er í þágu þeirrar blekkingar"

Anna Kristín krefst 500 þúsund kr. í miskabætur og greiðslu málskostnaðar.

Lögmaður Önnu Kristínar sendi bréf í síðasta mánuði um fyrirætlun fréttamannsins. Svar við því bréfi birtist í eftirfarandi bloggfærslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ættu bloggarar ekki að endurtaka þau sönnu ummæli sem Páll skrifar í Bloggfærslu sinni,sem endurskrifuð er hér? Verða þá hópstefnur, ,,nóg að gera,,

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2013 kl. 21:39

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég tel mér skilt að taka undir þessi orð:

,,Fréttamaður RÚV í Brussel falsar ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins"

,,Fréttamaður RÚV er viljandi og af yfirlögðu ráði að fela þá staðreynd" og

,,Fréttafölsunin er í þágu þeirrar blekkingar"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2013 kl. 22:06

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Accession negotiations

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.
 
For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Negotiations are conducted individually with each candidate, and the pace depends on each country’s progress in meeting the requirements. Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. 

Some of these reforms (rústun. GR.) require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures

It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. Support from civil society is essential in this process.

Accession negotiations take place between the EU Member States and candidate countries. Negotiating sessions are held at the level of ministers or deputies, i.e. Permanent Representatives for the Member States, and Ambassadors or Chief Negotiators for the candidate countries.

To facilitate the negotiations, the whole body of EU law is divided into “chapters”, each corresponding to a policy area. The first step in negotiations is called “screening”; its purpose is to identify areas in need of alignment in the legislation, institutions or practices of a candidate country.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2013 kl. 22:17

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lögmenn í harki? Farið í grynnka í buddunum þeirra?

Siðferði, sannleikur og raunveruleiki ekki áhugamál sumra lögmanna í harkinu, og því síður ríkisfjölmiðilsins. Enda eru dómstólar fráteknir og til þess gerðir, að þjóna fjárglæfrafyrirtækjum, en ekki heiðarlegum almenningi.

Spillingareyjan Ísland.is

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2013 kl. 23:34

6 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Þetta mál getur varla verið dómtækt, því fréttamaðurinn hefur full tök á að verja sig á sínum starfsvettvangi. Hafi fréttamenn ekki bein í nefinu til að verjast "röngum" ályktunum vegna fréttaflutning þeirra þá finnst mér að þeir eigi að fá sér eitthvað annað að gera.

Kjartan Eggertsson, 19.9.2013 kl. 08:58

7 Smámynd: rhansen

Það er ekki við góða heilsu þetta RÚV og menn þeirra ,sannarlega ekki allra landsmanna ....mál að fara gera breytingu þar á ,áður en maður borgar þeim meira fyrir endurtekið efni og slúður vinsti manna ???????????

rhansen, 19.9.2013 kl. 11:05

8 Smámynd: Þarfagreinir

Það að athugasemdaritarar hér lýsi sig viljuga til að taka athugasemdalaust undir þessi ærumeiðandi ummæli sýnir vel hversu skaðleg áhrif þau hafa haft á æru stefnanda. Kæran á því fullan rétt á sér.

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 11:51

9 Smámynd: Elle_

Ekki gæti ég fullyrt að hinn kolrangi fréttaflutningur hafi verið af yfirlögðu ráði og viljandi.  Kolrangur samt og hættulegur komandi frá ráðandi fréttamiðli sem fer inn í nánast öll hús landsins og í hættu er sjálft fullveldi landsins.  Vísa í comment Gunnars Rögnvaldssonar (22:17) að ofan.

Slíkur fréttamaður á að víkja og fréttamiðillinn alvarlega að hugsa sinn gang, svo það nú endurtakist einu sinni enn, eða vera lagður niður.  Fari maður yfir á rauðu ljósi, fer maður yfir á rauðu ljósi, og skiptir engu máli af hverju ef maður skaðar fólk í leiðinni eða enn verra.

Elle_, 19.9.2013 kl. 14:39

10 Smámynd: Þarfagreinir

'Ekki gæti ég fullyrt að hinn kolrangi fréttaflutningur hafi verið af yfirlögðu ráði og viljandi.'

Sem er hins vegar nákvæmlega það sem Páll mun þurfa að sanna fyrir rétti til að hrekja þá staðhæfingu þess sem stefnir honum að hann fari með tilhæfulausan og ærumeiðandi atvinnuróg. Ég óska honum bara góðs gengis í því enda þarf hann svo sannarlega á slíkum óskum að halda, mun frekar en athugasemdum sem gera ekkert annað en að sanna að málflutningur hans kyndir undir illvilja lesenda þessa bloggs í garð Önnu Kristínar.

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 14:59

11 Smámynd: Elle_

Getum við ekki hugsað sjálfstætt, eins og þú telur þig geta?  Við þurfum ekki Pál til að segja okkur af hlutdrægni nokkurra fréttamanna RUV.  Fréttamaðurinn ætti að draga sinn ranga fréttaflutning til baka eða víkja.  Það er skrifað frá mínum bæjardyrum séð, ekki Páls eða neinna úti í bæ.

Elle_, 19.9.2013 kl. 15:37

12 Smámynd: Þarfagreinir

Fréttaflutningurinn var leiðréttur en Páll heldur samt ásökunum sínum til streitu; telur leiðréttinguna bara sönnun þess að hann hafi verið vísvitandi rangur. Með svona gagnrýnendur er óvinnandi vegur að bregðast við gagnrýni svo gagnrýnendurnir séu sáttir.

Og fyrst þú hugsar svona sjálfstætt - telur þú líklegt að þetta mál væri eitthvað mál fyrir þér ef ekki væri fyrir Pál?

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 17:06

13 Smámynd: Þarfagreinir

En varðandi þessa meintu kolröngu og blekkjandi þýðingu þá má varpa fram þeirri spurningu hvort allir sem tala um þetta ferli sem aðildarviðræður (þar með taldir núverandi stjórnarflokkar í öllum sínum skjölum, þar með töldum stjórnmálaályktunum) séu þá ekki vísvitandi að blekkja líka. Af hverju fær þessi tiltekna fréttakona þessa meðferð, að vera ásökuð um óvönduð vinnubrögð og falsanir, en ekki aðrir?

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 17:09

14 Smámynd: Þarfagreinir

Dæmi: "Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram." (http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/)

Í fréttinni sem um ræðir var talað um hvort Ísland yrði fyrir utan eða innan 'the accession process' og það þýtt sem aðildarviðræður. Það má vera að aðildarviðræður sé ekki nákvæmasta þýðingin á því hugtaki en það er samt orðið sem er almennt notað yfir ferlið og þetta skilja því allir rétt - og það hvers eðlis það er hlýtur að vera algjört aukaatriði í samhenginu nema í huga þráhyggjusjúklinga sem rýna í fréttir RÚV til að finna þar hlutdrægni. Að halda því fram að með þessari þýðingu sé verið að blekkja áhorfendur vísvitandi er mjög gróf ásökun sem vegur að starfsheiðri þess sem vinnur fréttina.

Þegar viðkomandi fréttamaður hefur tekið til sín alvarlega ásökun um að í fréttinni felist fréttafölsun og bloggari sem og fylgjendur hans halda þeirri fullyrðingu til streitu er það algjörlega í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins að hún leiti réttar síns fyrir dómi til að verja æru sína og starfsheiður, sem greinilega hafa beðið hnekki.

Er eitthvað flókið við ofangreint?

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 17:21

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er munur á ærumeiðingum og gagnrýni. Það er alvarlegur hlutir að ásaka fréttamann um að falsa frétt og sá sem segir slíkt verður að vera tilbúinn til að færa sönnur á slíkt eða þola dóm fyrir meiðyrði ef hann getur það ekki.

Það var nákvæmlega ekkert rangt í frétt Önnu heldur var Páll að fara með staðlausa stafi í þessari bloggærslu sinni. Við erum í aðildrviðræðum við ESB en ekki aðlögunarferli vegna ESB umsóknarinnar. Þessi bloggfærsla Páls var því ekker annað en ærumeiðingar og ómerikilegt skítkast. Það hefur allavega ekki fundist nein orðabók sem tekur undir þýðingu Páls. Það er því ljóst að hún er bull.

Það er einnig fjarstæða að halda því fram að fréttaflutningur RÚV um ESB sé hlutdrægur. Það að RÚV skuli ekki taka undir rangrærslur, mýtur og innistæðulausan hræðsluároður ESB andstæðinga gerir hana ekki hlutdræga. Það er eins og sumir líti á allar fréttir sem ekki eru neikvæðar í garð ESB sem hlutdrægar hvað þá fréttir sem eru jákvæðar í garð ESB.

Vilji menn finna hlutdræga umfjöllun um ESB þá er nóg af slíku í Morgunblaðinu, Bændablaðinu og á vefjunum Heimssýn og Evrópuvaktinni.

Sigurður M Grétarsson, 19.9.2013 kl. 22:30

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður Már,við vitum bæði að tveir andstæðir hópar fjalla um ESB.aðild í málgögnum sínum. Er til of mikils mælst að RÚV sem er fjármagnað af ríkinu,flytji fréttir nákvæmlega eins og þessi ummæli forseta leiðtogaráðsins eru. Við andstæðingar innlimunar í ES-sambandið höfum þurft að þola mismunun frá því þvinguð umsókn í Esb flaug með Össuri til Brussel....

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2013 kl. 04:13

17 Smámynd: Elle_

Sigurður, það er ekki fjarstæða að halda fram að fréttaflutningur RUV um Brusselveldið sé hlutdrægur, þar sem fréttaflutningur nokkurra fréttamanna RUV er akkúrat það.  Viljirðu heiðarlegan fréttaflutning af þessu bákni, lestu endilega Evrópuvaktina, Morgunblaðið, Heimsýn og Vinstrivaktina.

Elle_, 20.9.2013 kl. 17:37

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga. Fréttin sem Páll var að saka fréttamannin um fréttafölsun vegna var akkúrat eins og ummæli Forseta leiðtogaráðsins voru. Vissulega er hægt að þýða sum orð á mismunandi vegu og var þýðingunni breytt en bæði fyrri og síðari þýðingin voru réttar. Eina þýðingin sem var röng var sú þýðing sem Páll vildi hafa á ummælunum enda styður engin orðabók hans þýðingu. Þar að auki var hann ranglega að halda því fram að um væri að ræða aðlörunarferli en ekki viðræðuferli.

Elle. Segðu mér endilega hinn brandarann sem þú kannt. Heiðarlegur málflutingur hjá Morgunblaðinu, Heimssýi og Vistrivektinni. Þvílíkt kjafæði. Allir þessir miðlar eru hlutdrægir og sérstaklega Heimssýn og Vinstrivaktin fara reglulega með rangrfærslur og þar vaða uppi alls konar mýtur og innistæðulaus hræðsluáróður.

Sigurður M Grétarsson, 21.9.2013 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband