Vinstrimenn, vonda yfirvaldið og yfirstéttin á Íslandi

Meðal vinstrimanna stendur yfir þrotlaus leit að vondum yfirvöldum. Núna, þegar örstutt er síðan að fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins, stjórn Jóhönnu Sig. 2009-2013, lagði upp laupana er snúið fyrir vinstrimenn að finna finna vond yfirvöld í samtíma.

Vinstrimenn láta samt ekki deigan síga heldur finna þeir vondu yfirvöldin langt aftur í tíma, fyrir daga lýðveldisins. Egill Helgason reið á vaðið með nývinstrisagnfræði um ástæður vesturfaranna; vond íslensk yfirvöld. Ómar Ragnarsson útskýrði harðbýli hérlendis með vondum yfirvöldum - íslenskum nóta bene, ekki dönskum.

Tilefni umræðunnar var stéttaumræða, hvort Ísland hefði verið stéttskipt samfélag. Egill og Ómar þynntu út stéttahugtakið til að næði yfir þær aðstæður á Íslandi að sumir voru fátækir en aðrir ríkir. Yfirstéttin, þeir ríku, sat yfir hlut fátæklinga og svo er enn, eru pólitísk skilaboð þeirra félaga. Virkir vinstrimenn í athugasemdakerfum tóku kröftuglega undir með tvíeykinu.

Ómar undirstrikar samhengið milli vonda yfirvaldsins fyrr á tíð og yfirvaldsins í nútíð, sem ekki vill leyfa frjálsar handfæraveiðar. Aftur er það yfirstéttin á Íslandi sem meinar fólki bjargræðis.

Þá er það stóra spurningin: hver er yfirstéttin á Íslandi í dag? Samkvæmt skilgreiningu þeirra Egils og Ómars er það ríka fólkið. Og ríka fólkið á Íslandi í dag er m.a. Svavar Gestsson fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, Álfheiður Ingadóttir ráðherra VG, Atli Gíslason þingmaður VG, Eiður Guðnason fyrrum þingmaður Alþýðuflokksins, Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar, Hjörleifur Guttormsson ráðaherra Alþýðubandalagsins á síðustu öld og Ágúst Einarsson sem stofnaði Þjóðvaka með Jóhönnu Sig.

Allt þetta fólk á yfir 100 milljónir króna i hreinni eign ásamt mökum sínum, segir í Viðskiptablaðinu. Auðlegð stjórnmálamanna á vinstri kanti stjórnmálanna virðist almennari en meðal þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Egill og Ómar hljóta að fræða okkur um yfirstétt vinstrimanna á Íslandi og hlutskipti alþýðunnar undir þessum kringumstæðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistil, sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.8.2013 kl. 15:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.8.2013 kl. 15:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vill ekki einhver ykkar útskýra hvers vegna handfæraveiðar eru ekki frjálsar?

Ég tek fram að spurningin snertir ekki hægri / vinstri trúarbrögð á neinn hátt, enda hafa ekki vinstri fjárhóparnir verið skárri ef frá er talið framtak Jóns Bj. með strandveiðarnar sem voru fálmkennt skref. Undarlegt að setja upp ólympískt kapphlaup um örfáa titti þar sem áttu jafnan aðgang prestar, ráðherrabílstjórar, seðlabankastjórar og trillukarlar að því tilskyldu að þeir væru "með punginn".

M.a.o. Skiljið þið hugtakið; "jafnstöðuafli"? Þekkir einhver sögulega skírskotun í hugtakið?

Árni Gunnarsson, 4.8.2013 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband