Oflaunaðir bankamenn kunna aðeins 2007-viðskiptamódelið

Bankarnir lána helst ekki nema þeim viðskiptavinum sem bjóða upp á 2007-viðskiptamódelið. En það er eins viðskiptamódelið sem oflaunaðir bankamenn þekkja.

2007-viðskiptamódelið gengur út á stórrekstur með einokunar- eða fákeppnisstöðu. Bankarnir fjármögnuðu kaup Haga (Bónus og Hagkaup) og þeir eru í þann veginn að ganga frá kaupum á Krónunni. Bankarnir eru þarna í slagtogi með lífeyrissjóðum og útvöldum einstaklingum. Bankarnir gerðu einnig viðskipti með Icelandair í félagi með lífeyrissjóðum. Olíufyrirtæki fá einnig fyrirgreiðslu hjá bönkum enda á fákeppnismarkaði.

Þegar kemur að rekstri eins og loðdýrarækt og smáútgerð hætta bankamenn að skilja. Þar er 2007-módelið ekki í boði.


mbl.is „Furðulegur söfnuður í bankakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

2007 viðskiptamódelið gengur út á að vera með ríkisábyrgð á bæði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, sem samsvarar til niðurgreiðslu til atvinnugreinarninar og veitir henni þar að auki hvata til að fara illa með almannafé. Hver leyfir þeim að gera það? Hið opinbera.

Flowell (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðallega hægri-kratar og íhaldsmenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2013 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband