Pawel, plastið og fáviskan

ESB-sinnar auglýsa fávisku sína á mbl.is þar sem dag eftir dag má lesa skilaboð um að þeir viti ekki hvað felist í aðild að Evrópusambandinu og þess vegna verði þeir að  sjá ,samninginn." Samhliða auglýsingaherferðinni skrifa ESB-sinnar pistla sem undirstrika þá valkvæðu heimsku sem málflutningur þeirra byggir á.

Pawel Bartozek skrifar í Fréttablaðið um krónuna og segir hana inneignarnótu innanlands og ómerkilega eftir því. Pawel veit ekki að Íslendingar sem ferðast erlendis hafa í áratugi notað greiðslukort og hvorki hrun né gjaldeyrishöft hafa nokkru breytt um það.

Pawel gæti hugsað sér að kaupa húsnæði á Spáni eftir þrjátíu ár og finnst það frelsisskerðing að geta ekki lagt drög að þeirri bígerð í evrum. Pawel treystir því að lesendur sínir séu bjánar sem vita ekki að fasteignaverð á Spáni hefur hrunið um 30 til 50 prósent á síðustu fjórum árum. Og hér erum við að tala um verðfall í evrum.

Spánverjar eru með evru en ónýtt efnahagskerfi. Atvinnuleysi er mælt í tugum prósenta og heilli kynslóð ungmenna er sagt að mæla göturnar. Samfélagið hefur ekki þörf fyrir starfskrafta þeirra. Evran er hlutfallslega stöðug en skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Íslandi yrði alltaf jaðarríki í ESB.

Pawel á rétt á sinni valkvæðu heimsku. Og sá réttur er jafn og samur í krónum og evrum. Hann er gulls ígildi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitt dæmi; Þess vegna neyðast tveir ( eiginkona og dóttir) af 3ja manna íslenskri fjölskyldu, sem ég þekki vel til og er búsett á Spáni,að sækja vinnu hér heima,á hverju ári, þau seldu allt sitt fyrir hrun og keyptu íbúð á Spáni. Nú hefur maðurinn loksins fengið vinnu i Noregi,hafði áður unnið þar tímabundið.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2013 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband