Jón Ásgeir eignaðist fjölmiðla til valdabaráttu

Jón Ásgeir Jóhannesson keypti sér fjölmiðla til að standa betur að vígi í valdabaráttu. Hann keypti sér fjölmiðla með sama hugarfari og hann fékk nytsama sakleysingja úr Sjálfstæðisflokknum s.s. Hrein Loftsson, Þorgeir Baldursson og Guðfinnu Bjarnadóttur til að setjast í stjórn fyrirtækja sinna.

Fólk eins og Guðfinna og Þorgeir forðaði sér þegar það rann upp fyrir þeim hverskyns var en þeir sem máttu vamm sitt vita og fengu vel greitt fyrir sátu kjurt.

Blaðamenn sem vinna hjá Jóni Ásgeiri geta þóst vinna í þágu almennings rétt eins og þjófur getur þóst vinna góðverk með því að hirða eigur annarra. 

Á ferilsskrá Jóns Ásgeirs vottar ekki fyrir þeirri hugmynd að þjónusta við almenning sé nokkurs virði. Jón Ásgeir er kaupsýslumaður og lítur á fjölmiðlaeign sem aðferð til að efla sína eigin stöðu.


mbl.is Jón Ásgeir reynir að þrýsta á blaðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband