Við hæfi að ríkisstjórnin bæðist afsökunar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gerði allt sem í hennar valdi stóð að bregða myllusteini Icesave-skuldanna um háls þjóðarinnar. Þrátt fyrir að óhemju tíma og fyrirhöfn var varið til að koma vitinu fyrir stjórnarliðið var það einbeitt í þeirri afstöðu kaupa sér frið hjá Evrópusambandinu með skattfé Íslendinga.

Núna þegar dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar liggur fyrir ætti hún að sjá sóma sinni í að biðja þjóðina afsökunar.

Og Áfram-liðið, með Guðmund Steingrímsson í broddi fylkingar, ætti líka að biðjast forláts.


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 17:00

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, að hún segði umsvifalaust af sér væri betur við hæfi. Þessi stjórn hefur gegnum valdatíð sína hótað með ICESAVE málinu og samsinnt ESB í skoðun þess á Icesave málinu. Þessi stjórn er því  landráðastjórn og ber að setja hana fyrir sams konar sýndarréttarhöld og Geir Haarde þurfti að sæta.

FORNLEIFUR, 28.1.2013 kl. 18:06

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Eins gott að þetta gerðist ekki í átjándu aldar Frakklandi. Þar á bæ hefðu menn umsvifalaust reist "guillotine" fyrir framan þinghúsið

Kristján Þorgeir Magnússon, 28.1.2013 kl. 18:19

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og allir þeir sem sögðu "JÁ" við IceSave samningunum hvort þeir voru í stjórn eða stjórnarandstöðu hefðu mist höfuðið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 18:27

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir hvað á ríkisstjórnin að biðjast fyrirgefningar? Fyrir að sitja uppi með Icesave samninginn frá 11.10.2008?

Ljóst var allan tímann að miklar vonir voru að útistandi kröfur þrotabús Landsbankans skiluðu sér. Af þeim ástæðum var reynt að fá betri samninga.

Við hefðum getað losað okkur við Icesave martröðina fyrir 3 árum og þá notið betri viðskiptakjara og lægri vaxta. Auk þess hefði hagvöxtur orðið meiri og erlendar fjárfestingar meiri.

Þetta Icesave mál hefur dregið þann dilk á eftir sér að hag heimilanna var fórnað á altari sýndarmennsku, áróðurs  og lýðskrums. Því miður verður að segja þetta eins og er.

Sannleikanum kann hver að vera sárastur. Við græddum því miður ekkert á að vísa þessu í dómstólameðferð. Akkúrat ekkert.

Kannski við sitjum uppi með dýrustu stjórnarandstöðu fyrr og síðar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband