Framsóknarflokkurinn lykill að fullveldisstjórn

Framsóknarflokkurinn verður lykillinn að fullveldisstjórn eftir næstu þingkosningar. Eins og kemur fram í hjá Heimssýn er undirbúningur hafinn að nýrri hrunsstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þegar sem ESB-sinnar yrðu með undirtökin.

Traust kosning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og öflugir listar flokksins í Reykjavík, með Vigdísi Hauksdóttur og Frosta Sigurjónsson sem oddamenn, skapa flokknum sóknarfæri bæði í dreifbýli og á SV-horninu.

Baráttan í vor mun standa um það hvort við fáum yfir okkur ESB-ríkisstjórn eftir kosningar eða stjórn sem gefur sér fullveldið sem forsendu og starfar á þeim grunni.


mbl.is Sigmundur Davíð með 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll; jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Þvílík öfugmæli; af þinni hálfu, síðuhafi góður.

Þessi flokks afmán; sem lagði Samvinnuhreyfinguna í rústir einar, til þess að safna sjóðum íslenzkra Bænda, undir ómerka og fúna bakhluta, nokkurra flokks brodda, verðskuldar ekkert annað, en afmáun eina - sem niðurslag.

Á meðan þjófa packið; Halldór - Finnur - Valgerður, auk all nokkurra ótalinna enn, ráðskazt að tjaldabaki, þarna inannbúðar, er ekki neins góðs að vænta, af þeim slóðum, Páll síðuhafi.

Með beztu kveðjum; öngvu, að síður /

Óskar Helgi Helgason,

fyrrum starfsmaður Kaupfélags Árnesinga (1991 - 1995, og fyrr) sem þessi flokks fjandi kom á kné, auk fjölda annarra fyrirtækja, víðs vegar um land /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:58

2 identicon

Framsóknarflokkurinn er á þessari stundu skásta úrræði þeirra, sem eru andvígir aðild að ESB og setja það mál í forgang. 

Kannski ættir þú, Óskar Helgi, að hugsa þetta mál upp aftur. Ég held ekki, að neinn núverandi þíngmaður Framsóknarflokksins hafi átt þátt í hruni SÍS eða KÁ, og ég þekki ekkert dæmi um, að Halldór, Finnur og Valgerður ráði lengur neinu í Framsóknarflokknum. Eða getur þú nefnt mér dæmi um það, sem nú er að gerast, og sagt: Finnur stjórnaði þessu eða Valgerður þessu? Góð kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 14:52

3 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sigurður !

Þakka þér fyrir; góða kveðjuna.

Sem; fyrrum starfsmaður Samvinnuhreyfingarinnar, kann ég alveg að lesa í línur - og sjá hvað að tjaldabaki býr, fyrir nú utan það, sem landsmönnum öllum er kunnugt, nú þegar, Sigurður minn.

Og; dómskerfið hreyfir sig ekki, gagnvart þessu liði - en er fljótt til, að dæma sjoppu klink þjófana; oft samdægurs.

Sigmundur Davíð; Al Capóne´s ígildið, og þetta yngra lið, sem þú hefir svo mikla tiltrú á, eru eins og hverjar aðrar strengjabrúður, í lúkum Halldórs gengisins, ágæti drengur.

Íhugaðu; aðeins betur það, sem ég sagði hér að ofan, Sigurður minn.

Það er ekki allt; sem sýnist, í ranni þessa andstyggðar packs !

Með; sízt lakari kveðjum - en hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 15:03

4 Smámynd: Elle_

Gunnar Bragi, Sigmundur, Sigurður Ingi, Vigdís Hauksdóttir eru stjórnmálamenn sem ég vil.  Nokkrir góðir í öllum flokkum en mig hryllir við Brusselgengjunum.  Og treysti alls ekki Bjarna Ben og Illuga fyrir að vinna ekki með Guðmundar Steingríms/Össurar-hópunum.

Elle_, 1.12.2012 kl. 19:37

5 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Elle; fornvinkona mæt !

Ljótt er að sjá; heilaþvegna hrifningu þína, á þessu Andskotans spillingarliði, öllu saman.

Ég hugði þig; vita betur, Elle mín - 63menningarnir, í kumbaldanum við Austurvöll syðra, er ÖLL sömu ræksnin, fólk sjálftöku og einka hagsmuna gróða, aldeilis.

Sömu kveðjur; sem fyrri, þrátt fyrir ankannalega afstöðu Elle /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Framsóknarflokkurinn: Sic transit gloria in mundi!

Þessi afglapaflokkur telst brátt til sögunnar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2012 kl. 21:35

7 Smámynd: Elle_

Guðjón, ´afglapaflokkarnir´ eru Guðmundar Steingríms/Össurarflokkarnir.  Og að vísu sagði ég af mistökum að ofan að nokkrir góðir væru í öllum flokkum en það á ekki við um þá flokka. 

Óskar Helgi, heilaþvottur kemur þessu ekki við og ég get ekki rætt við þig á þessum nótum.  Það geta ekki allir alþingismenn eða allir stjórnmálamenn verið vondir.

Elle_, 1.12.2012 kl. 22:01

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle mín !

Minni þig bara; á þróun mála hér, sérstaklega,; frá Vorinu 1991, þegar þeir Davíð og Jón Baldvin hófu niðurrif sitt hérlendis - og síðan.

Getur vart; hafa fram hjá þér farið, ekki hvað sízt, í ljósi atburðanna 2008, og þess, sem á eftir hefir fylgt.

Jú; Elle. Þorri íslenzkra stjórnmála manna, eru afætur á okkur hinum, sem erum að burðast við, að halda þessu þjóðfélags samsulli gangandi, af æ veikara mætti, fornvinkona góð.

Hinar sömu kveðjur; sem seinustu / með von um aukinn skilning Elle, sem innsæji     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 22:50

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er öllum hollt að rifja upp söguna og fáir jafn duglegir við það og þú Óskar minn.

En nú þarf að standa vörð um framtíðina. Ef eina leiðin til þess að forða okkur frá Brussel, fellst í því að kjósa Framsókn, mun ég glaður gera slíkt. Sú ógn sem nú steðjar að landsmönnum öllum kemur frá frá Brussel og leiguþý ESB í Samfylkingunni og þó margt misjafnt megi segja um Framsókanrflokkinn og sögu hans, steðjar lítil ógn af þeirri sögu nú, a.m.k. ekkert í líkingu við þá ógn sem Samfylkingin vill leiða yfir þjóðina. Því verður með öllum ráðum að halda þeim flokki frá stjórnarráðinu.

Ef þú, fornvinur góður, hefur einhverja aðra lausn til að forðast þá ógn sem að landinu steðjar, skal ég glaður hlusta!

Hinar bestu kveðjur til þín af Skipaskaga

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2012 kl. 22:59

10 Smámynd: Elle_

1991 var ég ekki í landinu ef það skiptir máli.  Og svo var ég ekki að lyfta neinum stjórnmálaflokki upp á stall og síst þessa Jóns, eins aumasta stjórnmálamanns og í versta flokknum.  Hinsvegar nefndi ég nokkra stjórnmálamenn og ekki í fyrsta sinn og ætla ekkert að draga í land með það.

Elle_, 1.12.2012 kl. 23:00

11 identicon

Þetta er ósköp einfalt: Hvaða flokkur sveik ekki í Icesave? Hvaða flokkur hefur borið gæfu til að hreinsa sig býsna vel af ESB-óværunni? Ef þessar spurningar eru of þungar, er líka hægt að æfa sig: segja alla næstu viku hátt og snjallt, í hvert sinn sem við hittum einhvern, til dæmis úti á götu eða úti í búð "Ég er framsóknarmaður." Prófaðu það, Óskar Helgi, og þú líka, Guðjón Sigþór, ef þú ert ekki farinn að sofa. Okkur líður kannski betur á eftir. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 23:03

12 identicon

Komið þið sæl; enn sem fyrr !

Gunnar; Skipaskaga vinur minn !

Elle; fornvinkona mín !

Sigurður; (nú seinast, kl. 23:03) !

Ykkur öllum að segja; er ÖNGVUM meðlimum - glæpaflokkanna 4urra (B - D - S og V lista) að treysta, fyrir næsta húshorn; hvað þá ÞARNÆSTA, gott fólk.

Og; í Guðanna bænum - reynið ekki; að skrökva því að ykkur sjálfum, mér eða öðrum, að einhvers konar ''endurnýjun'' hafi átt sér stað, hjá viðrininu og Silfurskeiðar loddaranum Sigmundi Davíð, á nokkurn hátt.

Minnumst; Pótemkín tjaldanna Rússnesku, gott fólk - og hvað raunveru lega, bjó að baki þeim.

Sjálfsblekkingar; laga ekkert stöðuna, eins og sagan sýnir okkur.

Takist ekki; að fá III. valkost að landsstjórninni, Glussa- og Gírolíu lyktandi fólk úr framleiðslu og þjónustugreinunum : eins og Vilhjálm Birgisson - Ólaf Eggetsson á Þorvaldseyri, og aðra slíka, má fela Kanadamönnum og Rússum, að skipta landi og miðum og fólki og fénaði, hnífjafnt, á milli sín - og taka við pakkanum.

Gæti ekki orðið; verra hlutskipti, en það, sem við nú búum við !

Fjarri því; lakari kveðjur - en hinar fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 02:17

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Framsókn á eftir að hala inn stig í komandi kosningu. Það verður þeim ekki erfitt,sem geta með engu móti hugsað sér að kjósa nokkurn hinna þriggja flokkanna. Hvenær kvikuðu þau frá sannfæringu sinni í Icesave,? Aldrei! Þau létu aurinn sem Icesave-sinnar létu yfir þau ganga,aldrei letja sig í baráttunni gegn svívirðilegri kúgun Esb.með Steingrím í broddi fylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa við það að hafna aðild að Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2012 kl. 02:23

14 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nafna mín; Kristjánsdóttir !

Annað hvort; hefir þú ekki verið á landinu, Haustið 2008 - eða; þú viljir hreinlega gleyma glæpaverkum þessarra dekur flokka, þinna.

Og; rétt að minna þig á, að þessi ÆXLI;; Bjarni og Jóhanna - Sigmundur og Steingrímur J., hafa haft rúm 4 ár til, að standa við Djöfuls þvaður sitt, um björgun heimila og fyrirtækja, sem verðtrygging stjórnmála- og Banka Mafíunnar, hefir verið að leggja að velli, í stórum stíl - og er enn að.

Svo þykist þú; sem ýmsir annarra, getað hrósað þessum gerpum, sem hafa haft; vel, á 5. ár, til þess að koma hér hlutum, til skikkanlegri hátta.

Nei; 63 manna viðbjóðs gengið, hefir nr. 1,2 og 3, að hlaða undir sig og sína, Helvízk !!!

Með svipuðum kveðjum; sem áður - þyngri þó, til nöfnu minnar, Kristjánsdóttur reyndar, að sinni /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 03:07

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælt veri fólkið! Ef ég nú tæki upp á því að gæta orða minna svo Óskari nafna mínum misbjóði ekki,þá er það þvingandi ástand.Já 2008 var ég nýorðin ekkja, hafði nokkur ár til að kynnast þessum skrítna sjúkdómi Alzheimer,sem hrjáði manninn minn.skömm að því að týna honum nokkru sinni þar til hann fékk viðeigandi vist. Hvað áttu dekurdrengirnir mínir að gera,verandi utan-stjórnar,?Mér heyrðist nú Sigmundur mæla fyrir lausn á skuldavanda heimilanna en dettur þér í hug að tillagan hafi hlotið hljómgrunn. Ég vann hjá SíS.,rétt eins og þú,varð ekki vör við neitt glæpsamlegt,sem unga fólkið á þingi þarf að minnkast sín fyrir. Mér dettur ekki í hug að þú vitir,þó ég hafi áður skrifað það,að ég er ekki ein af þessu fasta fylgi stjórnmálaflokks. Við náðum nokkur okkar hér á blogginu,vel saman um að verjast inngöngu í ESb.Stofnuðum m.a.smá félagsskap um það. Þar er hver einasta manneskja,sem vinnur gegn því mér þóknanleg,þótt þetta hljómi soldið mikilmennskulegt. ,, Who cares ,, Þar af leiðir að ég hampa þeim fyrir staðfestu sína,það gera líka svo ótal margir. Ég finn nú ekkert fyrir þessum þungu kveðjum þínum Ósskar minn,þær slá ekki og ég slepp við glóðarauga. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 2.12.2012 kl. 04:16

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Óskar minn.

Auðvitað vildi ég sjá Villa Bigg., Óla Eggerts og fleiri slíka velvinnandi og hugsandi menn á þingi, en því miður hafa þeir bara ekki gefið kost á sér þangað inn.

ESB ógnin er haldið að þjóðinni af undirlæjum Samfylkingar. Því verður með öllum ráðum að halda þeim flokki frá stjórnarráðinu.

Hvaða leið sér þú til þess, Óskar minn? Þó við vildum þá er ekki í boði að skipta landi og miðum milli Kanada og Rússlands, jafnvel þó það væri skömminni skárra en innlimun í ESB.

Með góðum kveðjum af Skipaskaga

Gunnar Heiðarsson, 2.12.2012 kl. 06:29

17 identicon

Frábær helgi hjá X B

þór (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 11:20

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kæri vin, Óskar Helgi Helgason. 

Veit ekki hvað hrjáir þig geskur, veit bara að það er vont að sjá þig dragnast með það alla daga.  Skil ekki þetta pólitíska uppnám sem skekur hug þinn, þegar flokkspólitík ber á góma. 

Þú virðist lifa í einhverri sýndar-sakleysis-veröld þar sem einhverjir eru svo góðir að hvergi fellur á, á meðan nútímamannskepnan hefur tileinkað sér allt það illa sem í heimi þessum fyrir finnst, - milliliðalaust frá helvíti.

Sérstaklega er merkileg harðsnúin andúð þíná Framsóknarflokkinn, sem hefur þó frá hruni að mestu endurnýjað áhöfn sína og þeir síðustu fara frá borði fyrir næstu kosningar. 

Annað.  Menn velja sér ekki fæðingardag, foreldra, né frændur.  Mér sýnist á skrifum þínum að það sé það eitt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sér til saka unnið.

Ekki veit ég hvers vegna naut tryllast þegar þau sjá rautt.  Ekki veit ég heldur hvers vegna stjórnmálaflokkar umturna allri hugsun þinni.

Ekki það að ég ætli að verja stjórnmálamenn eða flokka sérstaklega, en ég er það gamall að ég veit fullvel, að leitun er að slíkum söfnuði, þó um allan heim sé farið, sem komast í sótthreinsuðu pólitísku kompu þína.

Kveðja af Héraði. 

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 11:29

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Innan Framsóknar hafa verið miklir afreksmenn lýðskrums og ómerkilegheita. Hver man ekki slagorð á liðnum árum sem þessi og færði afglapaflokki þessum þúsunda atkvæða:

„Fíkniefnalaust Ísland 2000“, Aldrei hefur verið eins mikið af eiturlyfjum í umferð og fjöldinn allur ber skaðann.

„110% lán“. Í kjölfar einkavæðingar bankanna voru lagðar snörur fyrir heimilin í landinu. Margir tóku neyslulán sem er auðvitað mikið glapræði, allt í boði lýðskrumsis mikla. Allir gera sér væntanlega grein fyrir því að þarna liggur hundurinn grafinn. Það var kæruleysi og léttúð sem kom allt of mörgum illa þegar lánin urðu mörgum mjög erfið. Að taka lán í „góðæri“ til að reyna að greiða aftur þegar harðnar á dalnum, gengur auðvitað ekki. Allt í boði afglapamannanna í Framsókn og annarra léttlyndra stjórnmálamanna sem kenna núverandi ríkisstjórn um.

Svona gengur lýðskrumið sem því miður allt of fáir sjá gegnum.

Hverju núverandi forystusauðir Framsóknar vilja lofa skal ósagt látið. Kannski ódýrara rafmagni til almenningsveitna þegar vitað er að í bígerð er stórhækkun m.a. vegna aukinnar stóriðju og hugmynda um lagningu sæstrengs til Skotlands, sennilega mjög vanhugsuð framkvæmd.

Góðar stundir en án lýðskrums.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2012 kl. 12:22

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skemmtilega minnislaus. 

Samfylkingin:"Skjaldborg um heimilin"

VG: "Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu"

Guðjón, hvað er lýðskrum?

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 12:45

21 identicon

Komið þið sæl; sem jafnan - og fyrri !

Nafna mín Kristjánsdóttir !

Þess meiri er ástæða þín; að snúa baki við þessu lyga- Marða hyski Sigmundar Davíðs, sem þú ert fyrrverandi samherji minn, innan SÍS - svo og áframhaldandi vopnasystir í Icesave´s og ESB málum, vitaskuld.

Votta þér samúð mína; fyrir það andstreymi, sem þú hefir gengið í gegnum, persónulega; Helga mín.

Gunnar !

Ég átti alls ekki við; að þeir Vilhjálmur og Ólafur settust í þinghúss kumbaldann, heldur og; yrðu meðlimir utanþingsstjórnar, algjörlega.

Við þurfum; að ÚTRÝMA hinu 167 ára hryðjuverkabæli, sem alþingi kallast, Skagamaður góður - og fornvinur.

Benedikt !

O; já já, það kann að vera, að ég sé hrein og klár tímaskekkja, ágæti Austfirðingur -  verandi með annan fótinn á Miðöldum Riddaraskapar og göfugra genginna hugsjóna, og svo hinn fótinn, inni í tækniveröld 30. og 40. alda, jafnvel, Benedikt minn.

Guðjón Sigþór; hefir margt til síns máls, sem oftar, þó ekki séum við neitt hugmyndafræðilega samstígir, alla jafna - þá veit Mosfellingur all oft, mun lengra, sínu nefi.

Ekkert síðri kveðjur; öðrum fyrri - og er nafna mín Kristjánsdóttir þar, ekki undanskilin /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 13:37

22 Smámynd: Elle_

Guðjón hefur svo mikið til síns máls að hann missir alltaf minnið gegn þeim öfgaflokki sem vill hafa af okkur fullveldið og heimtar að við borgum ólöglegu nauðungina ICESAVE fyrir stórveldi Evrópu.

Elle_, 2.12.2012 kl. 14:27

23 identicon

Sæl verið þið; sem fyrr !

Elle !

Rétt; mælir þú, ljóður mikill, á ráði Guðjóns, reyndar.

Hann á; að vita svo miklu betur, blessaður drengurinn.

Sízt síðri kveðjur; þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 14:57

24 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í mörgum bloggurum virðist umburðarlyndi og skilningur vera lítt virt. Mönnum eru gerðar skoðanir og hvernig er unnt að rökræða um tiltölulega einfalda hluti. Einn bloggari virðist ekki í hverju lýðskrum er fólgið en gott að vísa á unnt er að fletta slíkum hugtökum upp.

Varðandi Icesave-ið þá væri það úr sögunni: Nú eru yfir 200 milljarðar komnir inn á reikning þrotabús Landsbankans umfram skuldbindingarnar! Var það ekki lýðskrumið sem menn trúðu á fremur en sannleikann?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2012 kl. 18:30

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðjón.

Ég veit námvæmlega hvað lýðskrum merkir, en þú greinilega leggur sitthvoran skilning í ofðið, hvort stjórn eða stjórnarandstaða á í hlut.

Athyglivert að geta dregið fram 11 ára gamla tillögu framsóknar, studd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur máli þínu til stuðnings, þegar af nægu er að taka hjá núverand valdhöfum landsins, - af einungis nokkurra mánaða fersku og vellyktandi lýðskrumi, beint úr beljunni.

Benedikt V. Warén, 2.12.2012 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband