Vinstriskrílslæti á alþingi

Stjórnarþingmenn með mótmælaspjöld í fundarsal alþingis er slíkur fávitaháttur að ekki nær nokkru tali. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og saman mynda þeir alþingi. Að standa eins og viðrini með mótmælaspjald inn i sal þingsins er eins og að knattspyrnumaður girti niður um sig í miðjum bikarúrslitaleik og kúkaði á völlinn.

Fábjánaháttur stjórnarþingmannanna hlýtur að hafa þær afleiðingar að þeir segja af sér þingmennsku í snarhasti og þingflokkar viðkomandi þingmanna biðjist afsökunar og lofi þingi og þjóð að afturkreistingar úr þeirra röðum sóði ekki út alþingi meira en orðið er.

Samfylkingin og Vinstri grænir bera ábyrgð á skrílslátum þingmanna sinna.


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skalt þú tala varlega Palli minn. Mótmælaspjöld eru sjálfsögð lýðræðisleg leið einstaklinga til að tjá hug sinn á siðaðan og hófstilltan hátt. Þeir eru réttnefndir fávitar sem með fjölbrotaháttsemi sinni kalla á mótmælaspjöldin.

Saga Illuga DO-uppeldissonar í adraganda Hrunsins er þvílík að það eitt ætti að kalla á að þessi sjálfspillti Vestfjarðagoði sé útilokaður frá þingstörfum um varanlega framtíð.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hilmar, þingmaður með mómælaspjald inn á alþingi er að mótmæla sjálfum sér þar sem hann er hluti af þingheimi. Þingmenn undirgangast siði og venjur alþingis þegar þeir taka þar sæti. Að tala fullur úr ræðustól og bera mótmælaspjöld í þingsal er ekki hluti af siðvenjum þingsins.

Ef þingmennirnir tveir höfðu jafn ríka löngun til að mótmæla með spjöldum, og þú villt vera láta, þá hefðu þeir átt að taka sér stöðu á Austurvell með spjöldin sín.

Páll Vilhjálmsson, 1.12.2012 kl. 09:28

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hilmar Hafsteinsson saga hvers og eins á ekki réttlæta þennan fíflaskap...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.12.2012 kl. 09:28

4 identicon

Bæði þessi idjót eru á útleið í stjórnmálunum.

Heimur batnandi fer.

Karl (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 09:38

5 identicon

Ágæti Páll minn - og Ingibjörg Guðrún líka. Ef þið gefið ykkur tíma til að hugleiða málið hljótið þið óhjákvæmilega að komast að þeirri niðurstöðu að hámark íslenskrar lágkúru er að finna á Alþingi.

Þjóðin er löngu búin að gefast upp á því hyski sem þessi guðsvolaða gervistofnun við Austurvöll hýsir. Þetta er rjómi fjórFLokksins - eins geðugur og hann nú er.

Það er hins vegar laukrétt hjá Páli að "Samfylkingin og Vinstri grænir bera ábyrgð á skrílslátum þingmanna sinna". Að sama skapi ber SjálfstæðisFLokkurinn og Framsókn ábyrgð á skrílslátum sinna pótentáta (hirði ekki um að minnast á Hreyfinguna).

Skrílslæti þingmanna hafa hins vegar birst í meingölluðum lagafrumvörpum, frammíköllum og málþófi. Það hlýtur að vera til bóta að sjálfskipaðir merkisberar fjórFLokksins fari að halda kjafti og hugsa - og bera mótmælaspjöld.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 09:39

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Trúðar eiga að haga sér eins og trúðar á samkundua trúðanna niður á Austurvelli.

Guðmundur Pétursson, 1.12.2012 kl. 09:46

7 identicon

Orsök og afleiðing kannski ?

Hafa sannir FLokksmenn ekki sýnt framm á takmarkalaust virðingaleysi fyrir lýðræði ?

Hefur það ekki verið þannig að meirihlutinn, hversu slæmur sem hann sé, ráði ?

FLokksmenn hafa átt afar erfitt að sætta sig við það. Ef hagsmunaðilar fyrir utan þingið hafa látið hina smæstu málsgrein farið í taugarnar á sér, þá er ecxel-skjalið dregið fram og málþóf hafist, gengdarlaust málþóf. Svo segja þessi sömu þingmenn að umræðan eigi að fara fram í nefndunum. Svo virðist ekki vera.

Þess vegna skil ég "mótmæli" þessara þingmanna, þó betur hefði farið á því að þetta hefði ekki gerst.

En FLokksmenn og framsókarfarþegar hafa gengið of langt í sínum mótmælum með málþófi. Þess vegna kann að vera að afleiðingin séu "mótmæli" þessara þingmanna.

Sigfus (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 09:49

8 identicon

Þar sem að nú hefur verið skapað fordæmi fyrir mótmælaspjöldum í þingsal og án þess að viðkomandi aðilum sé vísað út, þá hlýtur að vera næsta skref fyrir almenning að mæta á áhorfendapalla og halda á spjöldum til að mótmæla hverju sem að þeir vilja, hvort sem það er stjórn eða stjórnarandstaða.... svo lengi sem að það er gert á þögulan máta þá er það greinilega allt í lagi.

Kv. Tóti Sigfriðs

Thordur Sigfridsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 10:05

9 identicon

Föstudagskvöld og öldurhúsin við Austurvöll með lifandi uppákomur.

Grímur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 10:11

10 Smámynd: Elle_

Málþóf, segir Sigfús, en alþingismenn hafa fullt leyfi til að verja mál í lengstu lög og ættu að verja heimskumál ríkisstjórnarflokkanna.  Kallist það málþóf verður það ekki ólýðræðislegri eða verri vörn.

Elle_, 1.12.2012 kl. 11:02

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef ég er í banni á þingpöllum fyrir ekkert hvað á þá að sega um þessa menn sem eru inni í húsinu að stjórna? Eiga ekki öll svín að vera jöfn eða er það eins og hefur verið nú undanfarin ár að sum svín eru miklu miklu jafnari en önnur!

Sigurður Haraldsson, 1.12.2012 kl. 11:22

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjallabjálfar eru með þingið í gíslingu við fögnuð öfgahægrirugludalla og kjánaþjóðrembinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2012 kl. 11:37

13 identicon

Er öll umræða orðin málþóf? Eigum við ekki bara að breyta þingksöpum og leggja af allar umræður ef allar umræður eru umsvifalaust túlkaðar sem málþóf? Á að samþykkja allt sem lagt er fram umræðulaust? Munu vinstri menn þegar þeir verða komnir í stjórnarandstöðu vera tilbúnir að afsala sér réttinum að tala? Er líklegt að vinstrimenn munu samþykkja allt þegjandi og hljóðlaust þegar þeir verða komnir í stjórnarandstöðu? Hlustuðu þeir sem hrópa málþóf á umræðurnar sem voru mjög málefnalegar og farið var í saumanna á ýmsum þáttum í fjárlgafrumvarpinu sem þarfnast útskýringar eða orka tvímælis svo ekki sé meira sagt? Er Illugi þekktur að því að vera ekki málefnalegur? Er ekki dálítið sérstakt að þingmenn meirihlutans nenni ekki að verja sitt eigið fjármálafrumvarp, þeir eiga kannski bágt með það, enda skelfilegt. Stjórnarandstæðunni finnst eflaust meira varið í að ræða niðurgreiðslur til skottulækninga.

Þann tíma sem ég hlustaði á umræðurnar var ekkert í þeim sem gaf tilefni til að hrópa málþóf. Getur verið að þessar upphrópanir séu orðið verkfæri stjórnarmeirihlutans til að dreifa athygglinni frá óþægilegum málum?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 12:15

14 identicon

Páll Vilhjálmsson hefur verið með mestu skrílslæti Íslandssögunnar í bloggheimum. Dónaskapur og svívirðingar eru daglegt brauð á hans síðu.

Svo ekki kasta "gleri úr grjóthúsi" Páll Vilhjálmsson. Taktu heldur til í eigin ranni áður en þú ferð að reyna að siða aðra eða hneykslast á öðrum.

Penni lágkúrunnar eru þau eftirmæli sem eru þér best við hæfi.

Láki (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:07

15 identicon

Merkileg umræða. Rétt eins og á Alþingi. Vinstrimenn tala manna mest um nauðsyn lýðræðis, að maður tali nú ekki um gagnsæi, en um leið og menn fara að ræða málin, eins og t.d. fjárlagafrumvarpið, þá ganga stjórnarliðar með spjöld á lofti: málþóf. Maður á bara ekki orð til að lýsa þessu fyrirbæri. Blessunarlega eru þessi sérstöku eintök með spjöldin á heimleið. En þetta segir okkur ansi mikið um vinstrimennskuna. Lýðræði er gott þegar það hentar okkur, segja þeir, en bæta við glottandi: en verið samt ekkert að þvælast fyrir okkur.

Helgi (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband