Sértrúarsöfnuðurinn fær línuna frá Brussel

Í skýrslu Evrópuþingsins um stöðu viðræðna Íslands við Evrópusambandið er sértrúarsöfnuðinum sem fer með utanríkismál á Íslandi lagðar línurnar um framhaldið. Samfylkingunni er ætlað að starfa náið með Evrópustofu að útbreiða boðskapinn um gildi Evrópusambandsins fyrir Íslendinga. Á bls. 215 segir í skýrslunni

welcomes the government’s support for a well-informed and balanced debate about the accession process and the involvement of Icelandic society in the public discussions about EU membership; considers that the opening of the EU Information Centre in Iceland is an opportunity for the EU to provide the citizens of Iceland with all possible information regarding all consequences of EU membership for the country and the EU itself;

Samfylkingarhluti ríkisvaldsins mun ásamt Evrópustofu herða áróðurinn fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Umræðan verður smurð með Brussel-peningum. Þannig vinnur Evrópusambandið.
mbl.is Skortir umræðu um kosti ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil taka það fram, að ég er til sölu.

Ég er reiðubúinn til að mæla ESB bót, fyrir væna fúlgu fjár, og fínt starf í Brussel.

Nú ætla ég að taka fram, að ég geri ekki sömu kröfur og t.d. Össur. Ég er miklu ódýrari, enda alls ekki í sömu stöðu og hann. Á móti bendi ég á, að ég get sett upp eigið bloggsvæði á Blog.is, og verið einarður í málflutningi.

Þar sem mútusjóðir eru digrir, og ekki sæi á fremur en högg á vatni, og úrval af stuðningsmönnum hér af skornum skammti, og þeir sem gefa sig, eru frekar fátæklegir í málflutningi og almennt til athlægis, get ég ekki betur séð, að þetta yrði hin bestu kaup fyrir sambandið.

Þess utan yrðu múturnar mínar greiddar af almannafé, og hvurjum í ESB er ekki sama um þá ráðstöfun?

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 09:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskaplegt væl er þetta. þið verðið einfaldlega barsta að herða ykkur í lygunum og hatursáróðrinum þið í öfga- og oftaækistrúflokknum. þýðir ekkert að grenja og garga. LÍÚ borgar ykkur ekkert fyrir það. þeir borga ykkur fyrir afköst í lygum og óþverra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2012 kl. 10:24

3 Smámynd: Elle_

Heitir íhlutunarstofan LÍÚ?  Hver var að tala um LÍÚ??  Kanntu engin orð nema ´hægri-ofstækis-öfgar´ og ´LÍÚ´??  ´Gargaðu og grenjaðu´ hærra.  Við heyrum ekki. 

Elle_, 15.3.2012 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband