ESB-þingið fagnar brottrekstri Jóns Bjarnasonar

Í skýrslu Evrópuþingsins um aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið er sérstaklega fagnað að Jón Bjarnason skuli hafa verið rekinn úr ríkisstjórninni um áramót. Brottrekstur Jón þykir tryggja betur aðlögun (accession) Íslands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni segir á bls. 214

Notes the reshuffle of the Icelandic Government on 31 December 2011; expresses confidence that the new Government will continue negotiations with an even stronger and more persistent commitment towards the accession process.

Núna þegar búið er að klappa Steingrími J. á kollinn fyrir að ryðja úr vegi hindrunum að aðlögun Íslands hlýtur ferlið að renna smurt. Eller hur?

 


mbl.is Evrópuþingið styður aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú kannski fullsnemmt að fullyrða um að ferlið gangi smurt fyrir sig. Það fer náttúrulega eftir því hvernig samningaviðræðum miðar áfram. Það hljóta að vera einhver ágreiningsmál sem þarf að leysa úr, áður en viðunandi samningur næst.

Össur er náttúrulega búinn að semja um starf fyrir sig, en við vitum minna um samningaviðræður Steingríms og ESB. Við vitum náttúrulega að hann selur sig dýrar en Össur enda hefur hann meira að svíkja.

Ekki heldur víst að Steingrímur hafi hrakið Jón Bjarna í burtu, af því að samningar hafa tekist, kannski var þetta meira svona "good will gesture" Þó getur verið að ferð Steingríms til Brussel um daginn, hafi verið til að skrifa undir, hver veit?

Á meðan Steingrímur semur, eða samningurinn verður opinber, getum við bara spáð í málin. Hvaða embætti fá Össur og Steingímur? Við getum haft fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu, Jo Borg, til hliðsjónar, en hann seldi landið sitt fyrir embætti sjávarútvegsráðherra ESB.

Er ekki ráð að setja upp getaunaleik?

Hvað kosta Össur og Steingrímur?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 23:01

2 identicon

Þeir geta aldrei verið dýrari en 30 silfurpeningar.(evrur)

Það gefur augaleið er það ekki????

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 23:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki bara ESB þingið sem fagnar því.....  ég held að öll þjóðin gerir líka (fyrir utan örfáa þjóðrembinga)

Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2012 kl. 23:39

4 identicon

Best að spytja litla slaghamarinn að því, hvort orð Ingibjargar Sólrúnar, "þið eruð ekki þjóðin", sé þá orðin opinber skoðun Samfylkingarmanna?

Tilefnið er náttúrulega, að þjóðin á víst að fagna því sem Evrópuþingið fagnar, en það fer svo rosalega illa við þá staðreynd að 2/3 þjóðarinnar er mótfallin inngöngu í ESB.

Eina lógíska skýringin er náttúrulega sú, að Samfylkingin sé þjóðin. Jafnvel þó hún innihaldi nokkra þjóðrembinga, hvað sem það nú er. Hitt er svo dálítið ruglandi, að þessi litli minnihluti, sem aðhyllist ESB, er miklu mun fjölmennari en sjálf Samfylkingin, sem er víst orðið hálfgert brotabrot af flokki.

Er kannski skýringin sú, að þið hafið þá eignað ykkur fólk eins og Þorgerði Katrínu?

Það meikar sens.

Og þá er bara ein spurning eftir, fyrst Samfylkingin er þjóðin, hvað er þá meirihlutinn?

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 00:11

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hilmar

Ég er í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur skýrt fram á bloggsíðunni minni.

Ég hef ekki hugmynd um hvað Samfylkingin hugsar. Þú virðist vita meira um hana en ég.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 00:32

6 identicon

Reyndar sagði hún að hún væri ekki viss um að sá 1-2 þúsund manna hópur sem fyllti Háskólabíó væri þess umkominn að tala fyrir hönd þjóðarinnar, sem er auðvitað kórrétt hjá henni. Það er talsvert annað en að segja "þið eruð ekki þjóðin!"

Páll (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 00:35

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tek undir með Páli. Það var eitthvað þannig sem hún orðaði það.

http://www.youtube.com/watch?v=LVq9nA3DIg0

hér er þetta.

höfum þetta rétt.

þetta myndband sannar að hilmar hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 00:49

8 identicon

Þakka Páli og slaghamrinum fyrir svörin, en betra væri að málefnið sjálft væri til umræðu, en það er fullyrðing hamarsins að íslenska þjóðin fagnaði því sem Evrópuþingið fagnaði, utan örfárra þjóðrembinga.

Þetta gegnur ekki upp í raunveruleikanum, þar sem tveir þriðju þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB. Af einhverjum ástæðum telur hamarinn þennan yfirgnæfandi hlut þjóðarinnar ekki til þjóðarinnar.

Eina lógíska skýringin er sú, að Samfylkingarmaðurinn hamarinn, telji meirihluta þjóðarinnar ekki til þjóðarinnar.

Sem sagt, þið eruð ekki þjóðin eins og Ingibjörg Sólrún sagði.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 01:08

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Næstum öll þjóðin ásamt NEI sinnum voru komin min nóg af Jón Bjarna

Hann klúðraði kvótakerfinu..... eina möguleikann okkar til að fá réttlátt kvótakerfi... XD mun taka við keflinu eftir 13mánuði og festa kvótakerfið í sessi.

Hann hefur hækkað tolla og hækka matvælaverð sem hækka lánin okkar.

hann stiður samkeppnsilagabrot

http://www.youtube.com/watch?v=saQsg3xMG2E

þannig að rök þín að stiðjast við einhverja ESB könnun fellur um sjálft sig. þetta tengist ekki ESB nema að ltilu leyti.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 01:13

10 identicon

Kannski ég endurtaki fyrir Hilmar þar sem hann virðist ekki hafa náð þessari athugasemd við hans eigin málflutning. Vonandi er það nú bara vegna þess að klukkan er orðin margt:

"Reyndar sagði hún að hún væri ekki viss um að sá 1-2 þúsund manna hópur sem fyllti Háskólabíó væri þess umkominn að tala fyrir hönd þjóðarinnar, sem er auðvitað kórrétt hjá henni. Það er talsvert annað en að segja "þið eruð ekki þjóðin!""

Það er ljótt að ljúga tilvitnunum upp á fólk, jafnvel þó manni líki illa við það. Tek fram að ég hef aldrei hrifist af ISG sem stjórnamálamanni.

Páll (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 01:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarnason var um margt vinsæll ráðherra. Sleggjan og hvellurinn eru hins vegar ómerkingar í skrifum sínum og lýsa hér í reynd 2/3 þjóðarinnar, sem hafna Esb., "þjóðrembinga".

Mér sýnist mesta remban vera í þeim tvímenningunum og bezt að vera ekki nálægt þeim þegar hvellurinn ríður af, baka til.

Svo tala Sl+Hv. um hækkanir eins ráðherra á tollum!! Hvað um rúmlega 100 skattahækknanirnar sem Jógrímur og Steinhanna hafa framleitt á færibandi í þrjú ár, ýmist nýja skatta eða nýja teygða upp í hæstu hæðir, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatt, í prósentum talið, og sennilega tvöföldun innheimtra eldsneytisgjalda, í krónum talið – vinsælt, ekki satt?!!! – en ekki Jóni Bjarnasyni að kenna – né honum að "þakka"!

Jón Valur Jensson, 15.3.2012 kl. 01:34

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

... eða GAMLA teygða upp í hæstu hæðir ...

átti að standa þarna.

Jón Valur Jensson, 15.3.2012 kl. 01:36

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er bara enn eitt níðingsverkið sem AGS-EES-ESB-veldið hefur framkvæmt bak við tjöldin og í embættis-spillingunni, og látið framkvæma í gegnum keypta kosningaloforða-svika-stjórnmálamenn.

Jón Bjarnason hefur vaxið í áliti hjá mér, fyrir að selja ekki skoðanir sínar fyrir blekkingar-svikasilfur, og standa við kosningaloforðið um að ganga ekki í ESB.

Þeir sem sitja í ríkisstjórn og hafa svikið kosningaloforðin, eru alveg umboðslausir frá þjóðinni.

Þeim er alveg sama um kosningaloforða-svik í Brussel. Leikreglurnar þar snúast ekki um lýðræði og réttlæti almennings. Það sýnir verklagið þar á bæ augljóslega.

Ingibjörg Sólrún er kvenréttinda-baráttukona, þ.e.a.s. kven-sérréttinda-baráttukona þeirra sem eru háttsettar og hafa valið klíkuna umfram það að berjast fyrir kjörum almúgakvenna, sem strita fyrir lágum launum og borga skatta og laun Ingibjargar. Hún er svona gerð og getur líklega ekkert að því gert, frekar en við hinir gallagripirnir, hverju nafni sem við nefnumst.

Mig langar að vita hver er munurinn á þjóð-rembingi og ESB-rembingi?

Svo langar mig líka að vita hver ætlar að koma frá Brussel, til að stjórna landinu og gjaldmiðlanotkuninni á Íslandi?

Ekki trúir fólk því í alvöru, að við sleppum við að breyta spilltri stjórnsýslunni?

Spurning hver kemur með töfrasprotann frá Brussel, og breytir hér öllu úr spillingu í eðlilega stýrt samfélag?

Ég kaupi einstöku sinnum lottó, en reikna aldrei með að vinna, og gleymi oft að gá hvort ég hafi unnið eitthvað, því í raunveruleikanum þarf fólk að vinna og framleiða eitthvað, til að peningar geti orðið til. Mattadorpeningar eru bara spilapeningar, eins og broskrónurnar sem Frosti lýsir svo vel. Það þarf raunveruleg verðmæti á bak við gjaldmiðil, og þeim verðmætum verður að stjórna af heiðarleika og réttlæti fyrir alla.

Það er siðferðisbrenglunin, að þiggja peninga fyrir að svíkja náungann og hugsa einungis um sinn eigin hag, sem er vandamálið. Það er því siðferðið sem við þurfum að breyta fyrst, áður en við förum að hugsa um að breyta gjaldmiðlinum.

Siðferði verður ekki keypt fyrir peninga. Það kemur með samfélagsmeðvitund og þátttöku í að segja frá spilltum og samfélagslega skaðlegum vinnubrögðum. Notum orkuna frekar til að hjálpa hvort öðru, heldur en að níða hvort annað niður. Það er engin spurning hvort ber meiri árangur til góðs.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2012 kl. 07:26

14 identicon

Áríðandi !!! Viljum við þetta???

http://www.youtube.com/watch?v=ez-88_hIrLY&feature=related

anna (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband