Samfylkingin: best að Brussel stjórni fiskveiðilandhelginni

Styrmir Gunnarsson var með Jóni Baldvini Hannibalssyni á fundi hjá Samfylkingunni um Evrópumál. Styrmir vekur athygli á nýrri línu samfylkingarfólks, sem er að virkja óánægju með kvótakerfið í þágu aðildar að Evrópusambandinu.

Svo virðist sem um samstillt átak Samfylkingarinnar sé að ræða. Guðmundur Andri Thorsson hugmyndafræðingur samfóista skrifar í fyrradag í Baugstíðindi

Það hefur verið stjórnmálamönnum rík freisting að draga upp einfalda mynd af andstæðum hagsmunum lítillar þjóðar og svo þjóðanna í kring. Samkvæmt þeirri hugmynd fara hagsmunir allra Íslendinga saman, alltaf; það séu "okkar" hagsmunir að íslenskir útgerðarmenn eigi og selji hver öðrum aflaheimildir (og feli arðinn í aflöndum) fremur en að þjóðin selji þessar heimildir hæstbjóðanda. En útgerðarmenn á Íslandi eru ekkert Íslendingar eða útlendingar. Þeir eru aflendingar.

Útgerðamenn á Íslandi eru sem sagt ekki Íslendingar heldur ,,aflendingar" og þar af leiðandi eru hagsmundir þeirra ekki hluti af íslenskum hagsmunum.

Skilaboð Samfylkingar eru þessi: látum Evrópusambandið um að stjórna fiskveiðilandhelginni og fáum í staðinn perlur, brennivín og Saga Class miða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stundum veltir maður því fyrir sér hvort bloggritari veit ekki betur eða talar gegn betri vitund.. ? Fyrra er læknalegt..hitt er ljóttþ

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

hefur þetta ekki legið fyrir lengi?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.2.2012 kl. 11:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki furða að askattgreiðendur á íslandi séu þrautpíndir til að borga þessi ,,skrif".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2012 kl. 14:29

4 identicon

Það hefur legið fyrir dálítið lengi, að Samfylkingin fær Íslendinga ekki inn í ESB með eðlilegum aðferðum. Því skal hoggið í þann knérunn að við séum svo vitlaus og spillt, að við getum ekki stjórnað okkar málum sjálf.

Flokkurinn metur þetta sennilega sem gott áróðursbragð, og án efa má finna einn eða tvo Íslendinga sem falla fyrir þessu, enda ekki óþekkt að óþverralegur áróður hitti fyrir veikt fólk.

En þetta er ekki bara áróður, því hvað er betra fyrir kerfisfólk en kerfi sem ber enga ábyrgð og er stjórnað af andlitslausu fólki í óþekktri borg í ókunnu landi?

Hilmar (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 14:53

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hér verður þjóðaratkvæði og það mun byggja á staðreyndum og upplýsingagjöf en ekki mönnum sem afvegaleiða og skrökva...

http://europa.eu/policies-activities/index_en.htm

Legg til að hver og einn kynni sér málin en hlusti ekki á einhliða fullyrðingar og rangfærslur....

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2012 kl. 15:53

6 identicon

Samfylkingarmenn koma nú fram hver um annan þveran, og segja EES samninginn brot á stjórnarskrá. Meira að segja þeir sem sjálfir sömdu.

Ekki er reyndar að heyra á þeim, að ætlunin sé að biðja íslenska þjóð afsökunar á stjórnarskrábrotum. Látum það vera, Samfylkingarmenn eða jafnaðarmenn yfirleitt, eru hvort eða er lítt hrifnir af því að taka ábyrgð á gjörðum sínum, en þess í stað skal bent á, að þessir stjórnarskrárbrotsmenn leyfðu þjóðinni EKKI að kjósa þegar þeir véluðum um brotin.

Sporin hræða.

Og af þessu tilefni er rétt að benda á kröfu þeirra sterku í ESB, að taka völdin af grískri þjóð, og stjórna Grikklandi alfarið frá Brussel og Berlín.

Ætli grískur almenningur fái að kjósa um yfirtökuna á landi þeirra?

Hilmar (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 16:15

7 Smámynd: Elle_

Hilmar lýsti vinnubrögðum óþverrafylkingar Jóns Inga sem talar nú um þjóðaratkvæði og vísar í link sem við eigum víst að falla fyrir.  Mikið að Jón Ingi vísaði ekki í link í íhlutunastofuna með Brusselmútuféð, kölluð rangheitinu ´Evrópustofa´ fyrir báknið sem hefur yfirráð yfir 42% af Evrópu.  Hvað varð af lýðræðislega þjóðaratkvæðinu FYRIR lögleysuumsóknina????? 


Elle_, 1.2.2012 kl. 16:31

8 identicon

Aðildarsinnar virðast lítt geta verið stöðugir í sínum málflutningi, bendir til hentistefnu.

Eru menn kanski búnir að gleyma því núna að ESB hefur áður sagst hafa áhuga á að móta nýtt fiskveiðikerfi hjá sér eftir íslenskri fyrirmynd. Aðildarsinnar hér, þ.m.t. Jón Baldvin, notuðu þetta áður sem rök fyrir því hve gott yrði fyrir Ísland að ganga í sambandið, vegna þess að það þyrfti ekki að breyta kerfinu að ráði!!!

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 18:39

9 identicon

Nú, fyrst fiskveiðikerfi koma til umræðu, þá er áhugavert að rifja upp afrek jafnaðarmanna á því sviði. Reyndar eru þau ekki ýkja merkileg, enda kerfisbundnir jafnaðarmenn ekki miklir áhugamenn um erfiðisvinnu, og fæstir gert annað en að naga blýanta um ævina. Það er, þeir jafnaðarmenn sem starfa í jafnaðarmannaflokknum, sem er víst undir nokkrum kennitölum. Og enn fleiri ef kennitöluflakk jafnaðarmanna í gegnum tíðina eru teknir með. Hinir jafnaðarmennirnir lifa náttúrulega enn í þeirri von og trú, að stjórmálajafnaðarmennirnir láti eitthvað gott af sér leiða. Eru víst búnir að bíða lengi eftir því.

En umræðan var nú ekki um kennitöluflakk eða barnatrú, heldur afrek jafnaðarmanna í grundvallaratvinnuvegi Íslands. Afrekin eru reyndar þau ein, að hafa innleitt frjálst framsal á kvóta, sem reiða rauðhærða konan í jafnaðarmannaflokknum kennir að jafnaði Sjálfstæðisflokki og Framsókn um. Sem er náttúrulega að hluta til rétt, en eins og venjulega, þa kannast jafnaðarmenn ekkert við sín fyrri verk.

Nú má deila um það hvort frjálsa framsalið er gott eða slæmt, en lágmarkskrafa að jafnaðarmenn kannist við eigin gerðir, og ef þeir telja framsalið slæmt, að biðjast einfaldlega afskunar á eigin klúðri.

Hvernig verða málin eftir 20 ár, EF jafnaðarmönnum tekst að ljúga Ísland í ESB?

Hverjum ætla þeir að kenna um klúðrið?

Er ekki rétt að fá svör fyrirfram, svo umræðan verði ekki óþarflega flókin þegar andlitslausu kerfiskarlarnir í Brussel (og kannski Berlín) verða "ábyrgir" fyrir stjórnun landsins?

Hilmar (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 19:05

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Víst hafi þeir beytt þessu óþverra bragði,sem betur fer er allt að halla á ,,afmæis-stjórnina,, með óskum um að hún verði ekki eldri. Fólk er að sjá að það var notað og alið á reiði út í Geir Haarde stjórn,eins og hann einn hafi verið með öll ráðuneyti á sínum herðum. Þannig vinna bara allraráðuneytaráðherrar.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2012 kl. 19:12

11 Smámynd: Elle_

Aftur lýsti Hilmar óþverraflokknum vel.  Góður Hilmar.  Nákvæmlega svona vinna Jóhanna og co.  Og Jón Hannibalsson enn að brengla sannleikann eins og ICESAVE: SIGURÐUR LÍNDAL: ÚR ÞRASHEIMI STJÓRNMÁLAMANNS.  Og enn er Jón þessi að vasast í öllum okkar málum eins óþolandi og hann er orðinn.  Minni líka á að hinn svokallaði ´jafnaðarmannaflokkur´ sem er drepfyndið orð yfir þann flokk, var alls ekki í ríkisstjórn við fall bankanna eða þar á undan.  Samkvæmt þeim sjálfum var Geir H. Haarde einn þarna.  Við sáum þau en NEI, þau voru samt ekki þarna.  Það kallast gegnsæi og heiðarleiki. 

Elle_, 1.2.2012 kl. 19:40

12 Smámynd: Elle_

Og Þorgeir Ragnarsson lýsti hentistefnu vinnubrögðum hinna gegnsæu og heiðarlegu ´jafnaðarmanna´ með Jón Hannibalsson fremstan vel. 

Elle_, 1.2.2012 kl. 19:50

13 identicon

óvinavæðing bæði sjávarútvegs og landbúnaðar hefur verið í fullum gangi síðan um kosningar og jafnvel lengur. Það skal enginn segja mér að það sé tilviljun hvernig flokkshollir Samfylkingargæðingar stíga fram hér og hvar og hjóla í þessar greinar með reglulegu millibili, hvað er það nú sem helst strandar á í þessum viðræðum?

Ingi (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband