Steingrímur J. á bakvið tjöldin

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG og allsherjarráðherra skrapp til Brussel fyrir viku og hitti þar mann og annan. Fátt sagði af fundum Steingríms nema að innan tíðar hæfust ,,alvöruviðræður" við Evrópusambandið um aðildarumsóknina.

Að kröfu Samfylkingar bolaði Steingrímur J. Jóni Bjarnasyni úr ráðherrastóli landbúnaðar- og sjávarútvegs. Össuri utanríkis þótti Jón standa of fast á íslenskum hagsmunum í viðræðum við ESB.

Eftir heimkomu frá Brusel var Steingrímur J. spurður hvaða áherslur hann hefði aðrar í Evrópumálum en Jón Bjarnason er fátt um svör.  Á alþingi svarar formaður VG og allsherjarráðherra með skætingi þegar hann er spurður um þessa stærsta álitamál seinni tíma stjórnmálasögu.

Steingrímur J.ætlar að véla með ESB-viðræðurnar á bakvið tjöldin. Síðast reyndi hann þá taktík með Icesave-samninginn. Sporin hræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann er auðvitað eins og sjálfur ,,Guðjón,, bak við tjöldin,funkerar eins og einræðisherra. Alþýðan hefur ekki hátt,en sýndi í Icesave-málinu,að hún lætur ekki segja sér fyrir verkum. Þótt allir stóru fjölmiðlarnir moruðu af áróðri og jafnvel vel matreiddum hótunum,létu Ísendingar ekki segja sér,að borga óréttmætar kröfur ESB.Það hefur ekkert breyst og virðist sem almenningur sé búinn að nissa þolinmæðina með þessari stjórn og heimti hana burtu.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2012 kl. 07:38

2 identicon

Mér kemur mest á óvart að stuðningsmenn VG skuli taka þessu þegjandi.

Aðferðir Steingríms eru öllum þekktar. 

Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 08:25

3 identicon

Virdist ekki mikid hugsandi folk tarna i VG ad lata ekki meira i ser heyra tegar um teirra meira en litid sviksama foringja er ad ræda...

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 09:47

4 Smámynd: Sólbjörg

Við getum lagt eitthvað af mörkum og haft áhrif. Tillaga að við öll sem erum oft upp undir 2000 manns á dag sem lesum bloggið hans Páls skrifum bréf til allra þingmanna.

Í krafti almennings og upplýsingaskyldu förum við fram á að viðkomandi þingmaður knýi á að Steingrímur svari skilmerkilega öllum spurnarliðum frá Sigmundi Davíð.

Þetta er sterkt ef við erum samtaka og framkvæmum þetta innan t.d. 7 daga. Það fer smá tími í að senda bréfið á alla þingmenn og Steingrím líka en 1000 til 2000 mail til allara er ótvíræð krafa frá almenningi. Væri gaman að vita hvað ykkur finnst eða sjá aðrar tillögur. Kær kveðja.

Sólbjörg, 1.2.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband