Evran kafsiglir Suður-Evrópu

Gengi evrunnar miðast við þarfir Þýskalands og þeirra ríkja sem hafa tamið sér aga í ríkisfjármálum. Suður-Evrópa býr að langri sögu þar sem ríkisfjármálin eru í óreiðu. Enginn mannlegur máttur mun koma skikki á ríkisfjármál Grikkja, Ítala og Portúgala á fáeinum misserum eða árum.

Evru-samstarfið stendur frammi fyrir tveim kostum. Annars vegar að ríku Norður-Evrópuþjóðirnar niðurgreiði lífskjör sunnar í álfunni og hins vegar að leysa upp samstarfið.

Íslendingar eiga að senda menginlandsbúum góðar óskir en ekki láta sér til hugar koma að ganga í samstarfið - það er efnahagsleg sjálfspíning eins og frændur okkar Írar vita ósköp vel. 


mbl.is Greiðsluþrot yfirvofandi á Spáni og Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

þetta er maðurinn sem var að enda við að segja okkur að taka upp Evru í Hörpu um daginn. Hann sagði okkur í hitteðfyrra að binda gengið við dönsku krónuna sem er bundin við Evru. Ég vil fá þvagprufu frá Willelm Buiter.

Gunnar Waage, 17.11.2011 kl. 12:16

2 identicon

Evran, ESB og Evrópueinangrunarsinnar eru búnir að gera svo illilega upp á bak að það er ekki lengur fyndið.  Að lemja á greyjunum er álíka og hópur fullfrískra gangi í skrokk á fjölfötluðum í hjólastól.  Spaugilegast er að blogglúðrar Baugsfylkingarinnar þora ekki að láta á sér kræla eins og í Icesave umræðunni þar sem þeir voru heldur betur búnir að gera í brók en sumir þráast ennþá daginn í dag að viðurkenna kátbroslegan ósigur og hvað þá að beint samband er á milli ESB og Icesave, þó svo að allir helstu áhrifamenn ESB hafi sagt svo vera.  Í dag hafa þeir þó vit á að halda sig úti, sem segir allt um hversu ástandið hjá ESB og einangrunarsinnunum er orðið vonlaust.  Batnandi mönnum er best að lifa.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 16:13

3 identicon

Meðalgreindarvísitala ESB sinna og samfylkingarkjósenda getur ekki verið ofan 30% neðri vikmarka Gauss kúrfu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 16:53

4 Smámynd: Alfreð K

Smáglósur handa ólæknandi áhugamönnum um Evruna hér.

Alfreð K, 17.11.2011 kl. 17:22

5 Smámynd: Alfreð K

Alfreð K, 17.11.2011 kl. 17:35

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég hef oft farið til Spánar. Þegar þeir voru með sinn eigin mynt þá var mikið keypt en eftir að þeir tóku upp evruna þá hækkaði verðlag svo mikið að það var ekki samkeppnishæft og ég hætti að versla. Þetta geta margir sagt.

Ómar Gíslason, 17.11.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband