Þjóðin veit betur en ESB-þursar á þingi

Þjóðin þarf ekki að ,,kíkja í pakkann" til að hafna aðild að Evrópusambandinu. Almenningur veit nógu mikið um Evrópusambandið og sér í gegnum blekkingar aðildarsinna sem vilja ,,klára málið" - fá aðildarsamning og efna síðan til leifturstríðs í áróðri með peningum frá Brussel til að vinna þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skoðanakönnun sem MMR gerir fyrir Andríki sýnir að meirihluti landsmanna, 50,5 prósent, vill draga aðildarumsóknina tilbaka en 35,3 prósent halda umsókninni til streitu.

Capacent Gallup gerði hliðstæða könnun fyrir Heimssýn í sumar og þar 51 prósent landsmanna fylgjandi því að draga umsóknina tilbaka.

Í báðum þessum könnunum var fylgt heiðarlegum vinnubrögðum og spurt hlutlaust. 

MMR spurði fyrir Andríki svona

Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?“

Capacent Gallup spurði fyrir Heimssýn á þennan veg

 ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

 

 


mbl.is Fleiri vilja hætta við umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um að kíkja í pakkann. Hvað er stóri bróðir í borginni að bardúsa? Átti ekkert að segja þjóðinni frá þessu? Hvers vegna þarf að vista gögn úr mentor? Hve lengi eru þau geymd? Hverjir hafa aðgang að þeim? Af hverju þessi ofboðslega gagnasöfnun um fólk?

http://www.heradsskjalasafn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=196:skjalavistunaraaetlun-fyrir-grunnskola-reykjavikurborgar-tekur-gildi&catid=77:frettir&Itemid=100

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 12:17

2 identicon

Það er óskandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann hreinsi sig af Icesave og ESB einangrunarsinnum, sem og hrungengi sem enn ríður röftum í Valhöll og jafnvel í Alþingi með forsætisráðherra og öðru ógæfufólki Baugsfylkingar.  Með að kjósa Hönnu Birnu sem formann er afar þýðingarmikið skref stigið til þess að endurreisa flokkinn og um leið að standa í vegi fyrir framsal lands og þjóðar til fullkomlega misheppnaðs þýsks Evrópusambands sem verstu glæpamenn veraldarsögunnar bera stærsta ábyrgð á að hanna og smíða.  Í dag er það í einkaeign Þjóðverja eins og alltaf var stefnt að.  Það tókst 60 árum síðar en áætlanir stóðu fyrst til.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband