Víetnam, Brussel og Jóhanna

Leppstjórnir Bandaríkjamanna í smáríki í Asíu, þá nefnt Suður-Víetnam, féllu ein af annarri vegna skorts á trúverðugleika. Stórblaðið Wall Street Journal dregur upp mynd af álíka ástandi í Evrópusambandinu: leppstjórnir ESB í Grikklandi og Ítalíu þurfa að víkja til að koma megi á efnahagslegum umbótum sem eiga að bjarga evrunni.

Kínverjar og Brasilíumenn höfnuðu að veita Evrópusambandinu stuðning á leiðtogaráðstefnu stærstu iðnvelda heimsins í Cannes í síðustu viku. Evrópusambandið hefur tapað tiltrú alþjóðasamfélagsins vegna þess að evru-samstarfið er að liðast í sundur. Hótun Þjóðverja og Frakka reka Grikki úr Evrópusambandinu er ígildi játningar um að pólitískur vilji stórþjóðanna til að halda saman sambandinu sé ekki lengur fyrir hendi.

Brusselvaldið á þó huggun harmi gegn. Forsætisráðherra Íslandsætlar að heimsækja höfuðborg Evrópusambandsins og til að játa ESB-trú sína. 

Þegar Jóhanna horfir yfir rústirnar í Brussel verður henni áreiðanlega hugsað til orða bandarísks hermanns sem horfði á niðurbrennt þorp í Suður-Víetnam fyrir hálfri öld og sagði: við urðum að tortíma þorpinu til að bjarga því.

Nei, annars, strikið út síðustu málsgrein. Jóhanna skilur ekki útlensku. Niðurlagið á að vera svona: Endurreisum Ísland með því að leggja það inn í brunarústir Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   ,,Allir haldi að sér höndum og hneigi höfuð,,

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 12:07

2 identicon

Ég mæli með því að þú farir á enskunánskeið.

Hvar í Wall Street Journal greininni er talað um Leppstjórnir?

Hvar er talað um stríð Bandaríkjamanna í Asíu og annars staðar á síðustu öld? 

Stefán (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 12:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er svona afbökun á fréttum ekki ábyrgðarhluti hjá manni sem stýrir samtökum eins og Heimssýn eða er sama hvað menn segja ef það er fyrir málstaðinn. Bendi þér á að í viðkomandi löndum eins og hér er kosið til þings og því eru þetta lýðræðislega kjörninr fulltrúar. Veit ekki betur en að Gríska ríkisstjórnin hafi jú frekar verið óþægilegur ljár í samvinnu við ESB og stjórnarandstaðan hafi verið brjáluð út af því flestir þar vildu ekki trufla björgunarpakka ESB.

Menn verða nú að passa sig í æsingnum annars hætta allir að taka mark á þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2011 kl. 14:25

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held líka að Jóhanna kunni ekki að lesa íslensku en hún er alveg einangruð frá umheiminum. Ég var að setja inn smá upplýsingar sem gæti skýrt afhverju sumir vilja ekki hætta viðræðum við ESB.

Valdimar Samúelsson, 7.11.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband