Ævintýri Samfylkingar um Davíð

Áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar fyrr og síðar er Davíð Oddsson. Frá stofnun Samfylkingar eru hugsuðir flokksins með Davíð á heilanum. Davíð var óvinurinn númer eitt, tvö og þrjú og hélt Samfylkingunni saman sem einum flokki. Núna, sex árum eftir að Davíð hætti sem stjórnmálamaður, svífur þessi fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins enn yfir vötum Samfylkingar.

Guðmundur Andri Thorsson skrifar í tærum samfylkingaranda greiningu í Fréttablaðið í dag um formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Niðurstaða Guðmundar Andra: þau eru bæði davíðistar.

Heróp Guðmundar Andra er til marks um að Samfylkingin hafi glatað tilgangi sínum með brotthvarfi Davíðs úr stjórnmálum. Með því að magna upp davíðsdrauga í eftirmönnum Davíðs í formannsstólnum er grýlusögunni haldið við. Samfylkingin þrífst á ævintýrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegur pistill. Hann segir Jóhönnu elta Steingrím í ESB leiðangrinum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 08:36

2 identicon

Það merkilega er að davíð var með Samfylkinguna á heilanum. Líklega er það ennþá svo. Hvað óttaðist davíð? Jú , að missa völdin í borginni og að glata því hlutverki að vera leiðandi flokkur við stjórnarmyndanir. það sem dabbi óttaðist hefur orðið að veruleika.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 09:31

3 identicon

Þessi spuni um andstöðu Davíðs fer að verða svolítið þreytandi.

http://www.visir.is/gafu-bonkum-meira-frelsi-en-ees-krafdist/article/2010717102160

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 09:56

4 identicon

Sennilega hefur enginn leikið vinstri krata jafngrátt í gegnum tíðina og Davíð Oddsson, bæði í kosningum og í að skilja þá eftir málefnanlega berrassaða í hverju málinu á fætur öðru.

Steingrímur J ber stalínískt hatur til Davíðs og er alltaf til að stinga úr launsátri ef færi gefst.

Minnimáttarkend og niðurlæging eru undirstöðurnar í róginum gegn Davíð Oddsyni og enn og aftur er málefnafátæktin öllum ljós.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 10:06

5 identicon

Ha ha ha .... Davíð með örflokk sovét kommúnista Baugsfylkinguna á heilanum....!!!  Baugshrafninn og spunatrúðar fylkingarinnar eru alltaf við sama heygarðshornið.  Minnar á þann bráðskemmtilega áróðursmeistara Saddam Hussein,- Bagdad Bob þegar þeir verja vonlausu fyrirbærin ESB og Baugsfylkinguna.:

 

http://www.youtube.com/watch?v=CXl1GkWWGmA

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 10:25

6 identicon

Ef 16 ára valdaskeið Sjálfstæðisflokks ´hrundi krónan og allt bankakerfið. Til þess að skilja þessi ósköp verður að rannsaka sögu þessa valdaskeiðs. Davíð og hyski hans hafa leikið íslensku þjóðina afar grátt. Það er nauðsynlegt að gera upp við þetta lið. Bæði pólitískt og í dómssölum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 10:27

7 identicon

Farið inná vef Alþingis og veljið úr ræðum davíðs þar sem hann ræðst af skapíllsku og ofsa á Samfylkinguna. Af nógu er að taka góða skemmtun!(Þess má geta að þingmaðurinn TÞH hefur gefið greinargóða lýsingu á einu skapofsakasti davíðs sem beindist gegn tryggva sjálfum.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 10:31

8 identicon

Hér er gott dæmi þess hvernig Davíð afgreiðir Baugsfylkinguna og ESB í skrifum eða ritsjórn.:

Staksteinar

Papandreou og Schengen-gengið

Mánudagur, 7. nóvember 2011

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands tilkynntu Grikkjum á blaðamannafundi að þeir fengju ekki næsta lánapakka færu þeir að spyrja grískan almenning um mál, sem honum kemur ekki við. Það fjallar eingöngu um framtíð og lífsafkomu Grikkja, og er því einkamál búrókrata í Brussel.

• • • •

Papandreou er enginn Einstein, og það tók hann eina þrjá daga að sjá ljósið, en kenningar Einsteins sneru einmitt um það.

• • • •

Eftir að Papandreou rak augun í ljósið hætti hann sjálfviljugur við áform sín, rétt eins og Michelsen úrsmiður á Laugavegi 15 afhenti sjálfviljugur bræðrum sínum í Schengen-leiðakerfinu Rolex-úrin þegar þeir áttu leið framhjá búðinni.

• • • •

En þá kom næsta krafa frá Brussel til Papa: Þú færð ekki nýja lánapakkann nema þú myndir strax sjálfviljugur samsteypustjórn með stjórnarandstöðunni. Papandreou, sem er orðinn vankaður eftir svefnlausar nætur, þar sem hann hefur legið sjálfviljugur andvaka, veit varla sitt rjúkandi ráð.

• • • •

Hann veit ekki að Brussels þorir ekki að standa við digurbarkalegar hótanir sínar. Því fái Grikkir ekki lánið fara ekki bara þeir á hausinn heldur frönsku, þýsku og hollensku bankarnir. Og evran, biddu fyrir þér.

• • • •

Þeir Schengen-bræður Michelsens úrsmiðs voru miklu líklegri til að standa við sínar hótanir en pappírstígrisdýrin í París, Berlín og Brussel. En að öðru leyti er innrætið líkt.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 10:46

9 identicon

Hver á að rannsaka valdatíð Sjálfstæðisflokksins? Ætla Össur og Árni að stjórna rannsókninni frá Róm? Lögreglan er önnum kafin við að elta hænu á Selfossi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 11:11

10 identicon

Hænan er þá líklegast í Sjálfstæðisflokknum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 12:07

11 identicon

Yndisleg er þessi setning Elínar Sigurðardóttur og segir söguna í stærstu dráttum um allt eggjahræru samtryggðs valdakerfis og stofnana þess eftir HRUN:

"Lögreglan er önnum kafin við að elta hænu á Selfossi."

Og hann Guðmundur minn Andri er týndu í gulu rennibrautinni á Álftanesi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband