Danir hafna evru

Danir eru afgerandi á móti upptöku evru, 50 prósent á móti en aðeins 22 prósent fylgjandi. Viðbrögð Dana sýna að þjóðin fylgist með evru-umræðunni og veit að þrír möguleikar eru í boð. Í fyrsta lagi gjaldmiðla-samstarf sem verði í varanlegu uppnámi næstu einn til tvo áratugina. Í öðru lagi að evru-samstarfið brotni upp. Og í þriðja lagi myndun Stór-Evrópu sem yfirtæki fjármálalegt fullveldi evru-þjóða.

Danir fara ekki inn í evru-samstarfið í fyrirsjáanlegir framtíð; ekki heldur Bretland né Svíþjóð.

 Ísland, aftur á móti, er með umsókn í Brussel um að komast í evru-samstarfið. Og það tragikómískt.


mbl.is Evruandstaða eykst í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danska krónan er tengd evrunni.

Gengi dönsku krónunnar fylgir evrunni, upp og niður.

Danir eru ánægðir með það fyrirkomulag.

Enda er það gott. 

Karl (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 13:07

2 identicon

Það væri synd að segja annað en að einvala lið mannvitsbrekkna skipar blogglúðrasveit ESB - EINANGRUNARSINNA.... eins og má sjá á hverju innlegginu frá þeim á þessum bloggvettvangi.... 

Pokapresturinn Baldur, Ómar Gáfaði og  dansk - Frímanninn Jón ofl. sem allir eru á framfæri þjóðarinnar vegna einhverra annmarka td. andlegra sem krefst þess að við hin þurfum að halda þeim á floti. 

Veit ekki ... en er eitthvað betra í boði fyrir kerfisafætur í ESB ..??

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 13:49

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Danska krónan er tengd evrunni en danir vilja ekki sjá evruna sjálfa - vita enda að þessa tengingu má afnema með einu pennastriki ef þörf krefur.

Svissneski frankinn var líka nýlega tengdur við evruna, með öfugum formerkjum að vísu og í hreinni og klárri sjálfsvörn.

Þessi dæmi benda ekki til aðdáunar á evru, þvert á móti, en Karl hefur rétt fyrir sér; viðkomandi þjóðir eru sáttar við sinn eigin gjaldmiðil.

Kolbrún Hilmars, 27.9.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Karl, ætti þá línan hér að vera bein? (euro VS DKK). Þetta  er bara einn mánuður, hér er ár, eins og þú séð ganga þessi gjaldmiðlar ekki einu sinni í tagt.

En sennilega er þekking þín, Karl á ESB komin frá heilaþvottastöð ESB hjá samfylkingunni.

Brynjar Þór Guðmundsson, 28.9.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband