Íslenskir huldubankar vekja ekki traust

Eigendur Íslandsbanka og Arion banka eru með málað yfir nafn og númer. Á meðan upplýsingar um eigendur íslensku bankanna liggja ekki fyrir verður að búast við hinu versta, að rússneska mafían, Suður-Amerískir eiturlyfjabarónar, kínverski kommúnistaflokkurinn, eða guð hjálpi okkur; íslenskir útrásarauðmenn eigi ráðandi hlut.

Það stendur upp á ríkisstjórnina að leggja fram lagafrumvarp sem tryggir gagnsæi á eignarhaldi bankanna.

Leyndin sem ríkir um eigendur bankanna er óskiljanleg.


mbl.is Íslenskir bankar á botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, svo sannarlega óskiljanleg.

Leynd vekur ævinlega tortryggni og grun um óhreint mjöl í pokanum. 

Árni Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 11:09

2 identicon

Baugsfylkingin og útibúið VG sjá um sína..

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 13:52

3 identicon

Þarflegt umræðuefni. Stjórnarandstaðan getur einnig samið slíkt frumvarp, hvort sem það yrði samþykkt nú eða eftir næstu kosningar.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 17:37

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Við hverju búast menn öðru með þetta lið við stjórn?

Halldór Jónsson, 28.9.2011 kl. 00:27

5 identicon

Það er eins og ég hef sagt margoft áður að Basel 2 regluverkið og áhættugrunnar þess hafa ekki fengið umræðu sem skildi, stóru bankarnir myndu ekki lifa af 4 klst inni á hlutabréfamarkaði.

Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:42

6 identicon

Páll, það er ekki leynd yfir hverjir eiga íslensku bankanna, það eru bara fjölmiðlar sem eru algjörlega með lokuð augun sem angra mann meira. Íslenska ríkið tók yfir stóru gömlu bankanna á sínum tíma, nýju bankarnir eru dótturfélög þeirra, stóru gömlu bankarnir hafa ekki ennþá farið í gegnum nauðasamninga svo að kröfuhafar eiga þá ekki ennþá, stóru bankarnir voru í tveggja ára greislustöðvun sem nú er að ljúka, sem sagt eins og staðan er í dag þá á ríkið bankanna en er ennþá að reyna að ná í 800 milljarða króna víkjandi lán sem reyndust ólögleg þar sem að stóru bankarnir voru og eru ennþá fjárfestingarbankar.

Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 06:21

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er mafía sem er varin af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu vegna þess að  gamla flokkræðiskerfið sér um sýna til að viðhalda spillingunni og einkavina stefnunni!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 07:05

8 identicon

Ég er bara undrandi að það sé ekki búið að láta Gunnar Andersen fjúka þessi grein sagði allt sem segja þarf um þessa ræfla hjá FME.

Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband