Samningsmarkmið Íslands eru sveipuð leynd

Utanríkisráðuneytið hefur ekki birt samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í rýniskýrslu Evrópusambandsins um landbúnaðarmál er með diplómatísku orðalagi vakin athygli á að Ísland hefur ekki enn lagt fram samningsmarkmið, ,,Iceland will include proposals in this regard in its negotiation position," segir á einum stað.

Í stað þess að leggja fram samningsmarkmið Íslands, bæði í landbúnaðarmálum og öðrum málaflokkum, pukrast stjórnvöld með þessa brýnu hagsmuni þjóðarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist hafa rætt samningsmarkmið Íslands á fundi með Merkel kanslara Þýskalands í sumar en almenningur á Íslandi fær ekkert að vita um þær viðræður.

Leyndin sem samningsmarkmið Íslands eru sveipuð sýna ótvírætt að ríkisstjórnarparturinn sem er undir forræði Samfylkingar treystir sér ekki til að koma hreint fram gagnvart þjóðinn í málefnum aðildarumsóknar.

Leggjum umsóknina til hliðar, styðjum framlag skynsemi.is


mbl.is Geta ekki lengur vikið sér undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að skrifa undir, setja skynsemina á fésbók og senda vinum í netpósti.

Takk fyrir að starta skynsemi.is 

anna (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:40

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Þú ert alltaf jafnfyndinn. Samningsmarkmið?! Þetta lið hefur þau samningsmarkmið ein að komast á stærri jötu.

Andrés Magnússon, 6.9.2011 kl. 22:36

3 Smámynd: Landfari

Þið hljótið að vera að misskilja eitthvað. Munið þið ekki að Steingrímur var m.a. kosinn út að að hann krafðist þess að allt væri uppi á borðinu.

Hann hefur að vísu markvisst unnið að því að koma öllum viðskiptum undir borðið sem á annað borð geta verið þar en það er annað mál.

Landfari, 7.9.2011 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband