Fölsunarárátta 365-miðla

Umræðan um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu líður fyrir blekkingar aðildarsinna. Tvær helstu miðstöðvar þeirrar iðju eru Samfylkingin á vettvangi sjórnmálanna og 365-miðlar Jóns Ásgeirs í heimi fjölmiðla.

Í bréfi frá pólsku formennskunni í Evrópusambandinu var Íslendingum gert að aðlaga landbúnaðarkerfið að reglum og lögum ESB. Fréttastofa Stöðvar 2 kallar það áætlun en ekki aðlögun. Í leiðara Fréttablaðsins í dag bætir aðildarsinninn Ólafur Stephensen um betur og býr til orðskrípið ,,aðlögunaráætlun."

Í bréfi pólsku formennskunnar segir 

Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland.

Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar. 

Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.

Aðildarsinnar á vettvangi stjórnmála og fjölmiðla hafa alltof lengi komist upp með að blekkja almenning með því að segja að Ísland sé aðeins í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það góða í þessum tilraunum ESB - inngöngu og einangrunarsinnum að ljúga því til að um saklausar inngönguviðræður í stað aðlögunarferli er að ræða er dæmt til að springa svo alvarlega framan í þá.

Núna ættu allar þær upplýsingar að liggja fyrir að þokkalega gefið fólk ætti að vera búið að sjá í gegnum Össur og félaga og lygavefinn sem ESB - inngöngu og einangrunarsinnar hafa spunnið.  Sjálfsagt eru einhverjir einfeldningar sem ekki ganga erinda þessara afla og trúa lygunum í góðri trú en ekki með illum huga til að reyna að blekkja almenning.  Meir að segja hefur ESB framámenn ítrekað varað ESB inngöngu og einangrunarsinna við að halda þeim lygum að almenningi að um inngönguviðræður með pakkakíki er að ræða.  Sem betur fer halda ESB - inngöngu og einangrunarsinnar þeim ljóta leik áfram og með því eru þeir búnir að skjóta sig í báðar fætur og ESB í kaf og um leið bólusetja þjóðina til langframa fyrir Brusselspillingunn.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband