Fréttafölsun Stöðvar 2

Stöð 2 falsaði innihald bréfs pólsku formennskunnar í Evrópusambandinu um kröfur sambandsins um aðlögun Íslendinga að regluverki ESB. Í frétt Stöðvar 2 sagði að Evrópusambandið færi fram á áætlun um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Það er rangt. Meðfylgjandi er sá texti bréfsins sem útskýrir afstöðu ESB

Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively  in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into account the specific circumstances for agriculture in Iceland.

Þarna segir að að áætlun skuli liggja fyrir um aðgerðir sem jafnt og þétt skal hrint í framkvæmd til að tryggja fulla samræmingu löggjafar Íslands við lög og regluverk Evrópusambandsins þegar að inngöngu kemur.

Hér er ekki verið að tala um áætlun af hálfu íslenskra stjórnvalda sem skal hrint í framkvæmd eftir þjóðaratkvæði um inngöngu heldur aðgerðir sem skal framkvæma samhliða viðræðum. Þetta er aðlögun að Evrópusambandinu og það er eina leiðin inn í sambandið, þótt Össur og Samfylkingin láti annað í veðri vaka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. það er farið fram á að Ísland setji upp plan um hvernig þeir ætla að framkvæma eða afgreiða EU styrkjakerfið til landbúnaðar og ekki síður dreifbýlisstyrki. því eins og EU bendir skarplega á, þá hefur Ísland enga heildstæða dreifbýlissefnue (sem öll alvöru ríki hafa).

Ástæðan er ma. að ef aðild verður samþykkt að þá á Ísland rétt á umtalsverðum landbúnaðar og dreifbýlisstykjum. þar verður allt að vera undir þar til gerðu eftirliti svo eigi verði misfarið með þá fjármuni.

Allt eins skiljanlegt og sjálfsagt og hugsast getur. Jón Bjarna og vinir hans Andsinnar eru bara nota þetta til að skaða landið og veikja trúverðurgleika þess eins og þeirra mesta yndi er og ánægja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2011 kl. 22:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Nei, Jóhönnustjórn er mesti skaðvaldur Íslands,umsókn í Esb,ið,var aldrei samþykkt með þessum skilyrðum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2011 kl. 00:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ómar, það er hvergi minnst styrkjakerfið eða vöntun á dreifbýlisstefnu í bréfinu sem undirritað er af Jan Tombinski.

Eingöngu er fjallað um að ekki verði unnt að opna 11. kafla aðildarviðræðnanna fyrr en fyrir liggi áætlun um hvernig jafnt og þétt skuli staðið að aðlögun regluverksins hér á landi við það sem gildir innan ESB og að sú áætlun miði að því að þeirri aðlögun verði lokið áður en samningur tekur gildi.

Gunnar Heiðarsson, 6.9.2011 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband