ESB gerir kröfu um aðlögun Íslands

Evrópusambandið krefst þess að íslensk stjórnvöld taki upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins á sviði landbúnaðarmála áður en viðræður hefjast um málaflokkinn. Bréf á heimasíðu utanríkisráðuneytisins útskýrir afstöðu Evrópusambandsins. Þar er talað um að Ísland taki ,,jafnt og þétt" upp regluverk ESB á meðan að viðræður standa yfir.

Alþingi veitti hvorki utanríkisráðherra né ríkisstjórninni heimild til aðlögunarferlis að Evrópusambandinu. Umboð alþingis til ríkisstjórnarinnar tekur aðeins til viðræðna við Evrópusambandið.

Kröfu Evrópusambandsins á að mæta með afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

 


mbl.is Vilja nánari skýringar frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Varðandi fullyrðingu ESB um skort á aðildarhæfni íslenskra í þessum málaflokki, er þá ekki lágmarkskrafa að viðkomandi ráðuneyti viti til hvers er ætlast?

Ekki væri svo verra að við almúginn fengjum líka að fylgjast með.

Kolbrún Hilmars, 5.9.2011 kl. 18:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já Kolbrún hermum gamla loforðið,,opið og gegnsætt,, upp á þessa ríkisstjórn,,.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, þá fyrst verður það opið og gagnsætt þegar íslenskar bújarðir hafa verið seldar kínverjum og íslenskur landbúnaður í núverandi mynd hefur verið lagður niður.

Hver mun svo selja okkur maðkaða einokunarmjölið sem forfeður okkar þurftu að sætta sig við?

Kolbrún Hilmars, 5.9.2011 kl. 18:43

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alltaf gaman þegar öfga hægri og öfga vinstri taka höndum saman.

XD og VG eiga að sameinast.

Jón Bjarna er óskabarn Styrmis, Björn Bjarna og Davíð O... hver hefði trúið því :)

Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband