Framsókn að verða staðfestuflokkur

Pólitísk lausung og lygi einkennir stjórnarfarið á Íslandi. Stjórnmálaflokkur sem sýnir ábyrgð og staðfestu annars vegar og hins vegar hugrekki að takast á við aðsteðjandi vanda á sóknarfæri.

Sjálfstæðisflokkurinn er lemstraður og laskaður eftir gönuhlaup Bjarna Ben. í Icesave-málinu og þingmannslíkin í hrunkistlinum munu hræða kjósendur frá móðurflokknum.

Framsóknarflokkurinn tók ábyrga afstöðu á nýliðnu flokksþingi gegn helför Samfylkingarinnar til Brussel og nýtur þess í hækkandi fylgi. Forysta flokksins og þingmenn eru einarðir talsmenn endurreisnar á innlendum forsendum.

Framsóknarflokkurinn hefur unnið til þess að fá byr í seglin.

 

 


mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Framsókn heldur sig við álvöru anti ESB stefnu og með Sigmund í forystu þá yrði eg ekki hissa ef Framsókn yrði næst stærsti stjórnmálaflokkurinn.

Palli (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:42

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er svo!

Kristinn Snævar Jónsson, 3.5.2011 kl. 23:47

3 identicon

Framsóknarflokkurinn á þessa fylgisaukningu örugglega skilið fyrir að hafa staðið í lappirnar fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar og haldið haus einn fjórflokkanna í öllum lygavaðli borgunarsinna og auglýsingaherferðar þeirra væntalega kostaðar af stjórnvöldum og ESB.  Merkilegt þó að Bjarna og Tryggva hafi ekki tekist að skaða flokkinn enn meira en könnunin bendir til. Sennilega eru ansi margir Sjálfstæðismenn komnir í startholurnar í að fara annað ef formaður og hrunþingmenn verða ekki afmunstraðir.

Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Baugsfylkingar - Eyjunnar varðandi könnunina.   Ekkert bólar á fréttinni þar.  Eitthvað nýtt. 

..

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er nú ekki góð auglýsing firir Sjálfstæðisflokkinn að Tryggvi þór Herbertsson er orðinn einn aðal Baugspennin á Fréttablaðinu. 

Vilhjálmur Stefánsson, 3.5.2011 kl. 23:52

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er í eins konar tortímingarherferð gegn sjálfum sér með núverandi formann og Tryggva Þór sem sína helstu talsmenn, auk alls hruns-, styrkja- og kúlulánaliðsins sem er í þingflokknum. Það þarf að skipta svo til öllum þingflokknum út og öllum þingmönnum sem voru á alþingi í aðdraga hrunsins. Gerist það þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn átt von á að vinna viðlíka sigur og Íhaldsmenn í Kanada. Gerist það ekki þá bið ég Guð að blessa Sjálfstæðisflokkinn og kýs sjálfur eitthvað annað. 

Sjálfstæðismaður (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 00:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað með Guðmund Steingrímsson Palli?  Hann er Samfylkingarmaður en samt þingmaður Framsóknar. Hann stendur ekki með flokknum í einu einasta máli.

Er ekki kominn tími til að flokkarnir fari að skiptast á mannskap og koma þessum undanvillingum til síns heima?  Það væri hægt að útbúa svona Checkpoint Charlie á kópavogsbrúnni og skiptast á Quislingum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2011 kl. 01:01

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo vomir alltaf í skugganum spurningin: "Hvar eru Finnur, Alfreð, Halldór og stákarnir? Allar beinagrindurnar í skápnum og líkin í lestinni?  Ég mun aldrei treysta Framsókn á meðan það grillir í þeirra ljótu hausa og það er enginn búinn gleyma þeim. Þú mátt taka orð mín fyrir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2011 kl. 01:06

8 identicon

Samþykkti ekki Landsþing að halda áfram aðildarviðræðum við ESB? 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 03:26

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nei Stefán, tillaga um að halda skyldi áfram viðræðum var felld með yfir hundrað atkvæða mun.

Hins vegar var einnig feld, með fimm atkvæðum, tillaga um að draga skyldi umsóknina til baka.

Það sem stóð uppúr eftir þennan fund var þó sú tillaga sem samþykkt var með stórum meirihluta, að Íslandi væri betur borgið utan ESB en innan. Þessu tillaga, sem nú er orðin hluti af stefnu Framsóknarflokksins, er í samræmi við vilja flestra kjósenda flokksins.

Þessi stefna gerir Framsóknarflokkinn að einlægum andstæðing ESB og er það vel.

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband