Fjölmenning er liðin tíð

Undir formerkjum fjölmenningar ólu vestrænar þjóðir upp hjá sér gettófólk sem fann sig hvorki í menningu þjóðar sinnar né gestaþjóðarinnar. Afleiðingin hjá sumum var brengluð vitund sem öfgatrú átti greiðan aðgang að. Þjóðarleiðtogar Frakka, Breta og Þjóðverja hafa á síðustu misserum hafnað fjölmenningu sem stefnumótun stjórnvalda gagnvart innflytjendum.

Hér á Íslandi ætti opinber stefna að vera sú að auðvelda innflytjendum sem að aðlagast íslensku samfélagi hratt og vel. Kennsla í tungu, siðum og háttum Íslendinga á að vera forgangsmál.

Innflytjendur sem áhuga hafa á að rækta með sér siði upprunalandsins gera það á eigin forsendum, líkt og Íslendingar gera erlendis með sínum félögum og þorrablótum. Það á ekki að vera stefna íslenskra stjórnvalda að búa til menningarkima á Íslandi. Það er andstætt ráðandi hefð hérlendis. 


mbl.is Koma þarf á miðstöð upplýsinga fyrir innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir Hollendingum og Dönum sem voru frjálslyndustu þjóðir Evrópu þar til fyrir skömmu og þær sem opnastar voru fyrir tali um ágæti "fjölmenningar".

Nú hefur þetta algjörlega snúist við í þessum tveimur löndum líka auk Bretalands, Frakklands og Þýskalands.

Ástæðan er augljós.

Sama mun gerast hér hafi það ekki þegar gerst.

Karl (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 08:19

2 identicon

Nýlenduherrar og einræðisherrar eru liðin tíð.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/16/segir_ad_libia_hafi_fjarmagnad_kosningabarattu_sark/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:35

3 identicon

Útlendingar eru að sjálfsögðu velkomnir til landsins, eins og við væntum þess að geta farið til annara landa.

En skilyrðið er þetta:  ,,Vertu grikki á l grikkja og rómverji á meðal rómverja, en taktu ekki þátt í þeirra vondu verkum" eins og skrifað stendur. ,,Fjölmenning" er ávísun á árekstra og ógæfu, því miður.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 11:36

4 identicon

Vertu grikki á meðal grikkja - vildi ég skrifað hafa ...

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband