Icesave og göturæsi lögmanna

Átt lögmenn sem líklega ætlast til að almenningur taki mark á þeim gefa Icesave-lögunum samþykki sitt. Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars
 
Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn.  Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru.
 
Einn áttmenningana er Gestur Jónsson aðalverjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar höfuðpaursins í Baugsmálinu og sérfræðings í að ræna banka innan frá. Gestur varði Jón Ásgeir ekki aðeins í réttarsalnum heldur kom hann ítrekað fram í fjölmiðlum til að bera blak af skjólstæðingi sínum.  
 
Kímnigáfu lögmannanna má kenna við göturæsi.
 
 
 

mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Mér finnst þessi gagnrýni á Gest Jónsson ekki alveg sanngjörn. Gestur var skipaður verjandi Jóns Ásgeirs og bar lögum samkvæmt að gæta hagsmuna hans í hvívetna varðandi það sem hann hafði verið borinn sökum um. Það var reyndar engin lagaskylda á herðum Gests að útskýra röksemdir Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum en slíkt er þó alþekkt að lögmenn geri hér á landi og annars staðar. Með því eru lögmenn ekki að samsama sig skjólstæðingi sínum eða verkum hans.

Oddgeir Einarsson, 16.3.2011 kl. 19:01

2 identicon

Já....göturæsi.....það er eitthvað, sem þín skrif hafa einkennst mjög af, er óhætt að segja. Þú ferð gjarnan með himinhvolfum í sóðalegum ásökunum þínum á mönnum og málefnum, sem ekki samræmast þínu þrönga sjónarhorni. Og þér er mjög gjarnt að ásaka menn um að vera leigupennar hinna og þessara auðróna(sem mér skilst að sé snilldaryrði, sem þú fannst upp á) og niðurrifsafla. Það er hins vegar mjög góð spurning hver fjármagnar þín einstrengingslegu og heittrúuðu skrif?! Sem og annarra stórundarlega skoðanabræðra þinna svo sem t.d. Jóns Vals Jenssonar, Gunnars Rögnvaldssonar o. fl., sem virðast hafa ómældan tíma til að skrifa hvern langhundinn á fætur öðrum til að rakka niður menn og málefni. Hver fjármagnar þetta?....eða þurfa menn ekki að stunda vinnu til að framfæra sér?....er áhuginn svo rauðglóandi á málefnunum að menn víla ekki fyrir sér að vaka langt fram á nætur til að reyna að bjarga þjóðinni með einstaklega löngum, leiðinlegum og ruglingslegum skrifum? Spyr sá, sem ekki veit. Og þið eruð alveg ótrúlega leiðinlegir pennar, svo daprir að ætti að varða við lög. Enda taldir með allra leiðinlegustu bloggurum landsins. Leiðinlegheitin væru ekki svo slæm ef McCarthytaktarnir væru ekki svona ofsafengnir. Ég velti því fyrir mér hvern þið munduð taka af lífi fyrst ef þið hefðuð það vald.....nei annars, var ekki snillingurinn og mannvinurinn hann Loftur Altice búinn að svara þessu?!?....þið eruð Ku Klux Klan Íslands....besserwisserarnir, sem standa fast í lappirnar, pottþéttir um andlega yfirburði þeirra, sem vilja segja nei við Icesave III. Daprir, daprari, daprastir.....

Ég segi já við Icesave III, ekki með neinni gleði, en viss um að það sé langtum skynsamlegra en að segja nei.

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér dettur einna helst í hug að spyrja hvað álit þeirra og rökstuðningur hafi kostað??? Skylst að það greiði enginn maður með viti atkvæði með þessum ó-lögum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.3.2011 kl. 19:29

4 identicon

Krafan er alþjóðleg. Almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis.

http://www.youtube.com/watch?v=8HQ4GWidCoU

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Því skyldi Jóni Ásgeiri vera skipaður verjandi? Baugsmenn heldu því fram að málsvörn þeirra hefði kostað 2 milljarða. Sá sem getur greitt 2ma lætur ekki skipa sér verjanda. Hann kaupir hann til verksins.

Ragnhildur Kolka, 16.3.2011 kl. 19:48

6 identicon

Það er hreinlega óhugsandi að samþykkja að þjóðfélagið taki á sig IceSave skuldir Björgólfa og Jóns Ásgeirs í Bretlandi. Menn sem voru á lista Forbes yfir 100 ríkustu menn í heimi fyrir þremur árum og búa praktuglega í dýrustu höfuðborgum heimsins hljóta að hafa meiri reisn en svo að láta einstæðar mæður í Breiðholti og Raufarhöfn borga fyrir sig afborganirnar af Range Roverunum, einkaþotunum og snilldarlegum umbreytingarfjárfestingum sínum. Það er hin napra efnahagslega framtíð sem blasir við okkur og börnum okkar ef við stígum ekki á bremsurnar nú þegar við höfum loks tækifæri til að segja skoðun okkar á vægast sagt stórfurðulegri framgöngu stjórnvalda í þessu máli.

Hvernig stendur á því að lögmennirnir hafa ekki frekar einbeitt sér að endurheimt IceSave peninganna úr vösum sjálftökumannanna? Þess í stað þiggja þeir stórfé fyrir að verja þá á milli þess sem þeir ákæra unglinga fyrir að mótmæla hruni sem varð af völdum framferðis sjálftökumannanna. Ætla þeir bara að endurheimta peninginn þegar búið er að skrifa undir formlegan samning um að skuldin sé á ábyrgð okkar en ekki lengur Björgólfa og Jóns Ásgeirs?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 20:16

7 identicon

Bendi á góða grein á visir .is  i dag !" Island gjaldþrota "ef við greiðum Icesave og bendi lika á hina sjö lögmenn sem lýst hafa sig andvigaþvi  að greiða Icesave og þeirra orð sem vega jafn þungt og þessi núna .......

ransý (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 20:42

8 identicon

Merkilegt hvað þessi „tæra“ vinstri ríkisstjórn er gráðug í að borga skuldir ríkustu manna landsins. Og var gráðug í það frá fyrsta degi. Er það jöfnuðurinn í framkvæmd - að koma þeim skuldum öllum yfir á heimili landsins? Hvernig stendur á því að þessi vinstri ríkisstjórn ber hag ríkustu manna landsins fram yfir hag almennings?

Helgi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 21:14

9 identicon

Ekki bara að greiða skuldir ríkustu Íslendinganna, heldur líka þeirra sem höfðu efni á að leggja inn fé á hæsta vaxtarreikning Í Bretlandi og Hollandi.

Það er jafnarstjórnin á Íslandi.

Að kratar eins og nafni minn Kristjánsson skuli ekki skammast sín í hrúgu.  Það er merkilegt!

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 21:40

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar...

segja þessir lagatæknar.

Hvað er það annað en að leika sér að efnahagslegri framtíð barna okkar, að hengja á þau skuldaklafa sem engin lagastoð er fyrir að þeim (börnunum okkar) ber að taka á sig?

Sumir myndu kalla það fjárglæpastarfsemi og brot gegn mannréttindum barna, nema kannski þeir lögfræðingar sem láta kaupa sig til að koma fjárglæpamönnum undan réttvísinni.

Þá finna þeir upp hljómfagra frasa yfir glæpinn, kalla hann að heiðra skuldbindingar sínar.

Theódór Norðkvist, 16.3.2011 kl. 21:48

11 identicon

Sérkennilegt að Gestur hafi verið skipaður verjandi Jóns Ásgeirs, og þá væntanlega um leið sérstakur fjölmiðlafulltrúi, almannatengill og spunatrúður hans líka, - og þá nánast í sjálfboðaliðavinnu. 

Hann er einfaldlegar dæmdir af verkum sínum vegna sóðaskapsins við vörn sennilega hataðasta manns Íslandsögunnar.

Merkilegur andskoti að þeirra sem mest hafa haft sig frammi hvað varðar að þjóðin borgi reikning sem hún ber enga ábyrgð á og engin lög finnast sem segja að svo gæti verið, að þeir eru langflestir tengdir auðrónunum sem lögðu þjóðfélagið í rúst föstum böndum.  Sem fjölmiðlamenn á þeirra vegum, stjórnmálamenn sem hafa þegið greiðslur eða mútur eins og Mörður nefnir það og er forsætisráðherrann fremsta í flokki, lögmenn, hagfræðingar, endurskoðendur og bankamenn sem stóðu þétt við hlið þessara óþverra þá eins og nú og segja JÁ.

Þeir sem segja NEI úr sömu stéttum hafa aldrei komið nálægt því að þjóna þessum glæpalýð sem eru allir tilheyra þeim 216 manna hóps sem njóta réttarstöðu grunaðra manna í rannsókn sérstaks saksóknara. 

Þar eru vís 216 atkvæði JÁ uppgjafaliðsins. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 21:51

12 identicon

Af gefnu tilefni þá ætla ég að birta skrif Björns Bjarnasonar lögfræðings og fyrrum ráðherra um upphlaup áttmenninganna og rökleysanna sem þeir halda á lofti.:

.............

"Átta lögfræðingar hafa sent frá sér yfirlýsingu um stuðning sinn við Icesave III. Rök þeirra eru meðal annars þessi:

„Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu.“

Ég undrast að lögmenn gerist sekir um svo einfaldan hræðsluáróður. Hvernig í ósköpunum dettur þeim í hug, að Íslandi yrði vísað úr EES, þótt EFTA-dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Icesave-kröfur Breta og Hollendinga féllu innan EES-samningsins? Leiðir lagaþræta nú á tímum til þess að sá sem tapar máli sé gerður útlægur?Hvaða ákvæði EES-samningsins heimila slíkan brottrekstur?

Ályktunin um að brottrekstur úr EES leiddi sjálfkrafa til tollahækkana af hálfu ESB hlýtur að byggjast á því að fríverslunarsamningur EFTA við ESB frá 1971 sé ekki lengur í gildi. Er það svo? Er um tvöfaldan hræðsluáróður lögfræðinganna að ræða til þess að ýta undir þá skoðun að Íslendingum yrði úthýst ef þeir stæðu á rétti sínum gagnvart löglausum kröfum?

Þar sem ég hef nýlokið við að rita bók um Baugsmálið, vekur athygli mína að meðal þeirra sem rita undir þessa furðulegu yfirlýsingu eru verjendur Baugsmanna sem fluttu hverja rangfærsluna eftir aðra til að véfengja rétt minn til að minnast á Baugsmenn og Baugsmiðla á tíma málaferlanna. Þeir eru því vanir að beita hræðsluáróðri, hvort sem hann skilar árangri eða ekki."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 22:27

13 identicon

Einn af þessum lögmönnum er Jakob R. Möller, sem gerði nafn sitt ódauðlegt með minnisblaði 23. júní 2009, þegar hann að beiðni ríkisstjórnarinnar blessaði yfir fyrsta Icesavesamninginn óbreyttan, og síðan var niðurstaða hans lesin með andagt í útvarpið og vitnað til hennar sem hins stóra sannleika. Því blaði má aldrei gleyma: http://www.island.is/media/frettir/alitsgerd_jrm.pdf

Sigurður (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 22:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Garðar Garðarsson og Guðrún Björg Birgisdóttir: nöfn sem ég þekki ekki.

Gestur Jónsson verður ekki talinn marktækur, þjónn JÁJ. Skuldar ekki Jón Ásgeir 200 milljarða hjá Landsbankanum gamla, en er með hlutina á hausnum? – og fær þó að misnota áfram ESB-Fréttablaðið (a.m.k. staðfest dæmi til um það) og hafa þar enn öll völd í gegnum konu sína; og sá bleðill predikar Icesave sýkt og heilagt.

Gunnar Jónsson, hm.!

Jakob R. Möller, varði hann ekki útrásarvíkingana?

Lára V. Júlíusdóttir, var hún ekki fulltrúi Samfylkingar í stjórn eða peningaráði Seðlabankans?

Ragnar H. Hall hefur nýlega svikið jafnvel sjálfan sig í málinu! (sbr. einnig hér: Ragnar Hall vill selja ömmu sína!).

Og Sigurmar K. Albertsson – æ, æ, eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, VG!

Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 23:13

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ekki eru Icesave-sinnar heppnir með þetta lið ...

vildi ég bæta við.

Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 23:15

16 identicon

Er það ekki makalaust að enginn þessara lögvísu manna lyftir litlaputta til bjargar þjóð sinni, frá klóm þjóðníðinganna og bankaræningjanna á þeirri ögur stundu þegar þjóðin þarfnaðist þeirra mest við að klófesta þá og endurheimta þýfið.

Heldur rís nú upp skari þeirra, og vill að þjóðin segi sig frá heiðarlegum réttarhöldum til að fá úr skorið um sök sína. Og ófæddra barna sinna.

Svei þessum lítilmennum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:15

17 identicon

Lögmennirnir átta gefa sér þá forsendu, að ESA muni höfða mál á hendur Íslandi, ef samningurinn um Icesave verði felldur. Hvers vegna? ESA bauð íslenzkum stjórnvöldum að færa fram rök sín. Það hefur því miður ekki enn verið gert. Er tíminn úti, svo að ekki yrði lengur á þau hlustað? Þá hafa stjórnvöld gjörsamlega brugðizt þjóðinni. Og eiga að bera ábyrgð á því.

Enginn ætti að láta sér detta í hug, að ESA hafi unnið 27 dómsmál af 29 með því að hlusta ekki á rök eða andmæli, heldur með því að fara ekki fram með málshöfðun nema yfignæfandi rök séu fyrir, að stofnunin hafi áttað sig á öllum sjónarmiðum.

Lögmennirnir bollaleggja um, að ekki eitt dómsmál heldur tvö muni tapast. Svo veikur sé sá málstaður, að ríkisábyrgð sé ekki á föllnum einkabönkum eða innistæðutryggingasjóðum. Hann virðist nú samt eiga drjúgan hljómgrunn erlendis. Og áfram velta lögmennirnir vöngum yfir skelfilegum afleiðingum, ofurtollum og vandræðum. Þetta er ekki lögfræðilegt skjal, heldur pólitískt. Það er afar veikburða, þegar kemur að lögfræðilegri útlistun, réttarheimildum, fordæmum eða hverju öðru, sem þetta fólk á að hafa sérmenntun í. 

Lögmönnunum hlýtur að vera þetta ljóst sjálfum. Þeir hafa með því að titla sjálfa sig í skjalinu lagt starfsheiti sitt og þar með fræðimennsku við vonda pólitík. Ef hún yrði ofan á og ríkissjóður færi þess vegna í þrot eða þjóðin þyrfti áratugum saman að bera erfiðar og löglausar byrðar, sem er að minnsta kosti jafn líklegt og spár þeirra á hinn veginn, geymast þessi átta nöfn á spjöldum sögunnar. Þótt sjónarmið þeirra yrðu undir, geymast nöfnin samt. Og það verður engu þeirra til sóma.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:16

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnvöld geta ekki kvartað yfir því, að þau hafi ekki fengið hvatningu um að senda ESA rökstudd andmæli gegn hinu illa grundaða áliti ESA. T.d. eru á mínum vef og bloggsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave margar áskoranir í þá átt. En Steingrímur kaus að þegja. Hvers vegna?

En málið mun vinnast með rökum fyrir því – þó ekki, ef bleika stjórnin sendir Kristján H. Hall eða Lárus L. Blöndal í "bardagann" að verja okkur. Það má aldrei verða.

Mæli með þessu: Þjóðin er að ná vopnum sínum á ný.

Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 03:16

19 identicon

Já, þetta eru gleðifréttir að þeim sé að fjölga sem ætla að segja NEI við Icesave og JÁ við RÉTTLÆTIÐ, þeim sem ætla þar með að sýna manndóm og mennsku frekar en skjálfa sem hræddar mýs fyrir óréttlæti glæpamanna. Enn er von í heiminum. Einn helsti frömuður lýðræðisins fyrr og síðar sagði "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir öryggi með frelsi sínu, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði... Siðan hafa þessi fleygu orð oft verið notuð yfir stuðningsmenn nazistanna, Þjóðverjar völdu á sínum tíma Hitler afþví hann höfðaði til þarfar þeirra fyrir meint "öryggi", og það er eins með þá sem setja já við Icesave. Það er nokkurs konar nazismi að segja já við Icesave. Ekki bara ertu með því að styðja óréttlæti til að reyna að tryggja falskt öryggi, eins og kjósendur Hitlers eða þeir sem borga mafíunni "verndartolla" frekar en berjast gegn henni...og þá grasserar hún bara og verður áhrifameiri og áhrifameiri, heldur erum við með þessu að hjálpa málstað nazismans með að traðka á litaða manninum. Þjóðarskuldir hafa drepið fleiri í heiminum en styrjaldir, sjúkdómar og matarskortur samanlagt síðast liðin ár, afþví þær eru algengasta ástæða þessa þrenns. Haíti er gott dæmi. Þar var nánast jafn ömurlegt um að litast fyrir og eftir náttúruhamfarirnar í þessu áður blómlega landi, afþví nær allar tekjur landins fara í að borga Frökkum gamlar skuldir sem þeir vilja meina þeir eigi, þessir fyrrum kúgarar Haitímanna. Margar aðrar gamlar nýlendur halda fátækustu þjóðum heims í samskonar skuldaánauð og nú herja tvær þeirra á okkur. Ef við gefum undan, þá þýðir það að fleiri börn í Afríku halda áfram að deyja og átakið Make Poverty History sem Bono í U2 stírir (makepoverthistory.org) mun mistakast. Þá skulum við aldrei vera hræsnarar meir. Hver sá sem borgar hjálparstofnun kirkjunnar pening fyrir jól, eða þykist ætla að styrkja eitthvað barnaþorp út í heimi, en x-ar já við Icesaver, er hræsnari og nazisti, því afleiðingar gjörða hans eru skelfilegar fyrir þetta fólk og heildarmyndina hér í heiminum. Þetta skilja allir vitibornir og vellesnir menn, en til er gáfað fólk sem engu að síður getur blekkt sjálft sig og fegrað ástæður sínar, og þorir ekki að horfast í augu við eigin heigulshátt, hræsni og siðleysi. Það er sorglegt. Þú gerir mannkyninu, heiminum og þínum minnstu bræðrum meira gagn með að x-a NEI við Icesave heldur en með að gefa milljónir í hjálparstarf, og milljónir gætu aldrei bætt þann skaða sem þú gerir verr settum börnum en þínum eigin, sem þó munu líka bera byrgði synda þinna og borga fyrir þær, ef þú x-ar já...Horfstu í augu við þetta og taktu svo ákvörðun, góða eða vonda, sem ábyrg manneskja, en ekki sem barnalegur maður á flótta undan eigin ábyrgð, vitandi hversu alvarleg ákvörðun þetta er. "Ég er komin með leið á þessu máli" er ekki gild ástæða. Eigum við þá ekki bara að hætta að flytja fréttir af hörmungunum í Japan og fara bara að horfa á Friends. Til er "leti" sem er bara siðleysi, ómennska og viðbjóður í dulargerfi. Ekki gerast sekur um slíka synd í gerfi leti. Sýndu smá vitrænan og mannlegan metnað og vertu almennileg manneskja!

MEGI RÉTTLÆTIÐ SIGRA! MEGI ÞEIR SEM HAFA HLOTIÐ MENNTUN SÍNA TIL ILLS OG NOTA HANA TIL AÐ VINNA TJÓN OG HRÆKJA Í ANDLIT JUSTITIU RÉTTLÆTISGYÐJUNNAR SEM ÞEIR UNNU EIÐ AÐ ÞJÓNA, VERÐA SÉR TIL HÁÐUNGAR!

MEGI RÉTTLÆTIÐ SIGRA! (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband