Merkel, Cameron, Sarkozy: fjölmenningin er dauð

Leiðtogar Þýskalands, Bretlands og Frakklands hafa á skömmum tíma allir lýst yfir endalokum fjölmenningarsamfélagsins. Í nafni fjölmenningar fóstruðu þessi þjóðríki gettómenningu innflytjenda sem hvattir voru til að viðhalda framandi gildum og siðum.

Þegar önnur og þriðja kynslóð múslímskra Breta tók upp á því að standa fyrir fjöldamorðum á samborgurum sínum var ljóst að fjölmenningin hafði runnið sitt skeið sem stefnumótun gagnvart innflytjendum.

Dauði fjölmenningarinnar er fyrsta skrefið í upprisu þjóðríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það bara ekki of seint fyrir Bretland ? Það er of seint fyrir Þýskaland að amast við Tyrkjunm.

Halldór Jónsson, 11.2.2011 kl. 23:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er því miður út í hött að lýsa yfir dauða þess sem þegar er búið að drepa nokkur þjóðríki. Eftir 40 ár er meirihluti Svía líklega múslímar. Þá munu andlegir erfingjar Ögmundar Jónassonar aldeilis sleikja útum annað munnvikið, ef þeir eru ekki með búrku á hausnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.2.2011 kl. 07:47

3 identicon

Leiðtogarnir lýsa ekki yfir endalokum fjölmenningarsamfélagsins enda væri það algerlega út í hött. Þetta kemur hvergi fram í greininni og er tilbúningur. Leiðtogarnir lýsa því hins vegar yfir, hver með sínum hætti, að aðgerðir stjórnvalda til að aðlaga innflytjenda hópa að ríkjandi menningu hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Þjóðríki í klassískri menningu hefur runnið sitt sögulega skeið á enda. Það er vandasamt að lifa í samfélagi fjölmenningar  og það krefst umburðarlyndis og gagnkvæms skilnings. Allir verða að virða lög og rétt og taka þátt í stjórnmálum með þeim hætti. Bæði Ísland og Noregur eru fjölmenningarsamfélög og munu verða það. Við getum ekki látið klukku sögunnar ganga afturábak.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 10:09

4 identicon

Það er ávísun á þjóðfélagsvandamál ef innflytjendur mynda eigin sellur í stað þess að nýbúar gangi ínn og aðlagist viðtökusamfélaginu.  Skyldur okkar eru þær að taka vel á móti innflytjendum og kenna þeim íslensku og auðvelda þeim aðlögun að okkar samfélagi eins og kostur er.

Enda stendur skrifað:,,Vertu grikki á meðal grikkja og rómverji á meðal rómverja ..."

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband