ESB-umsóknin er ógild

Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhanna Sig. og Össur Skarphéðinsson, skrifuðu undir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er dagsett 16. júlí 2009, sama dag og naumur meirihluti alþingis samþykkti þingsályktun Össurar um að Ísland skyldi sækja um aðild. Sumir þingmanna sem sögðu já lýstu sig í atkvæðaskýringu mótfallna umsókninni.

Í 19. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir

Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Forseti Íslands skrifaði ekki undir umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er því ógild.

Valdimar Samúelsson eftirlaunaþegi ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann vekur athygli á málinu og hafi hann þakkir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stjórnarskrá hvað? 
1.gr. Ísland er bananalýðveldi
2.gr Vilji forsætisráðherra er æðri öllu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.11.2010 kl. 08:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá eru sennilega nær allir samningar sem Íslensk stjórnvöld hafa gert fyrr og síðar, innlend og milli ríkja ólögleg. M.a. allir samningar sem við höfum undirritað við Sameinuðu Þjóðirnar. Svona leikir eru náttúrulega ekki boðlegir. Þetta var meirihluti Alþingis sem samþykkti þessa aðildaarviðræður. Og forseti hefur ekki og á ekki að koma að þeim nema þegar að lagabreytingum kemur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.11.2010 kl. 10:51

3 identicon

Þetta er svo rangt að það er vandræðalegt. 

Gunnar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:22

4 identicon

Magnús.  Svo skal böl bæta.....  Og þess vegna er í góðu lagi að brjóta enn einu sinni á almenningi vegna þessar feigðarflans ESB landsölumanna...???  Vegna þess að allir hinir stoppa ekki við stöðvunarskyldu þá leyfist þér að gera það....  (O: 

Þú leggst enn lægra í vörninni, sem satt að segja ég hélt að væri ekki hægt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband