Össur afneitar aðlögun

Ísland er umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu og það er aðeins ein leið inn í sambandið. Í samantektarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB segir um Ísland, Króatíu, Trykland og lönd á Balkanskaga sem vilja inn

Overall, the 2010 progress reports indicate that the EU's enlargement process is moving forward at a pace which is largely determined by the proven capacity of the aspirant countries to take on the obligations of membership. This requires durable reforms as well as legislative and institutional adaptations which are credible and convincing.

Þarna er talað um skyldur sem fylgja aðild og varanlegar breytingar á stjórnsýslu umsóknarríkja sem Evrópusambandið krefst. Í útgáfu Evrópusambandsins um umsóknarferlið eru tekin af öll tvímæli.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur)

Á meðan utanríkisráðherra Íslands neitar bláköldum staðreyndum um umsóknarferlið verður umræðan í skotgröfum. Samfylkingin stendur ein öðru megin víglínunnar og hefur liðhlaupa úr öðrum flokkum með sér. Andspænis stendur afgerandi meirihluti þjóðarinnar og undirstöðuatvinnuegir okkar.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með það hver niðurstaða skotgrafahernaðarins verður.


mbl.is Viðræðurnar fela ekki í sér aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að setja á legg hlutlausa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að skera út um hvað er eiginlega í gangi hjá þessum minnihlutahóp krata og landsölumanna sem er til þess eins að rústa þeirri samstöðu sem nauðsynleg er fyrir þjóðina.  Það verður að skera út um hvers vegna 4 + milljarðarnir frá ESB í mútur og til áróðurs og útgáfustarfsemi þykja "eðlilegt"  þegar það er augljóst að engin önnur samtök eða þjóðir fengju að hlutast svona til í innanríkismálum þjóðarinnar, sem er jafnframt lögbrot miðað við orðanna hljóðan laganna. 

Einnig til að gera nákvæman athugun og samanburð á hvernig var staðið að í "forvinnu" Evrópusambandsins í öðrum löndum eins og td. Noregi, Finnlandi og Póllandi, sem og hvað er í gangi í Tyrklandi til að fá samanburð hvort áhuginn hjá þeim að uppfræða almenning þar sér þá tug milljarða virði? 

Það sem er hér í gangi þegar Evrópusinnar eru annarsvegar, þá eru þeir annaðhvort lítt menntaðir og kunna ekki ensku, eða þykjast ekki kunna hana.  Það er komið mikið meira meira en nóg af þessari vitleysu.  Einhver vitræn svör og umfjöllun frá hálfu Evrópusinna er löngu kominn tími á, þó fyrr hefði verið eftir áratuga vælið í þeim um ágæti Evrópudýrðarinnar, þar sem meirihluti íbúa ESB landanna segjast óánægðir eftir inngönguna og veruna að hinu verra fyrir land og þjóð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt Össuri stendur hann í kreatífu samningaferli, þ.e. að sannleikurinn er afstæður. Við sáum á fundinum sem Össur sat með stækkunarstjóra ESB hvernig það gerir sig.

Því skyldi Össur vera minna kreatífur á þingi?

Ragnhildur Kolka, 10.11.2010 kl. 17:06

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Páll það er hárrétt en hvers vegna er þá verið að innlima okkur?

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 17:43

4 identicon

Össur Skarphéðinsson LODDARI No 1 Íslensku þjóðarinnar,ritar grein í ESB-tímaritið=Fréttablaðið 11 október síðastliðin.Grein Össurar heitir :

     VIР TRYGGJUM  EKKI EFTIRÁ.

Í niðurlagi í grein þessari ritar Össur svo,:::Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á.Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn.:::::

Já svo ritar þessi vitringur hann Össur.Ef einhver er að vinna þjóð sinni ógagn að þá er það ,ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON.

Númi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:04

5 identicon

Telur þú þig ennþá jafnaðarmann, Páll?

Eða áttu meiri samleið með Jóni Vali, Lofti Altice og Ragnhildi Kolku?

Jóhann (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband