Samfylkingin víkur stjórnarskránni til hliðar

Stjórnarskrá lýðveldisins var vikið til hliðar þegar umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var send til ráðherraráðs ESB. Tveir ráðherrar skrifa undir umsóknina, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, en undirskrift forseta vantar þótt skýrt sé kveðið á um að svo eigi að vera í 19. grein stjórnarskrárinnar. Forsetinn og alþingi fara saman með löggjafavaldið samkvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin deilir framkvæmdavaldinu með forseta og getur ekki upp á eigin spýtur sent umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í 16. grein stjórnarskrár stendur

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

Í ríkisráði sitja ráðherrar og forsetinn. Þau Jóhanna og Össur ákváðu að kalla ekki saman ríkisráð til að bera upp nauma samþykkt á alþingi um aðildarumsókn vegna þess að ríkisstjórnin stóð ekki heil á bakvið umsóknina. Formaður annars stjórnarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, þvertekur fyrir það að ríkisstjórnin standi að baki umsóknarinnar. Á blaðamannafundi 24. ágúst 2010 segir Steingrímur

Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var fullkomlega meðvituð um að umsókn Íslands var ,,mikilvæg stjórnarráðstöfun" samkvæmt stjórnarskrá og því hefði átt að boða til fundar í ríkisráði. Í yfirlýsingu Jóhönnu frá 16. júlí 2009, og birt er á heimasíðu forsætisráðuneytisins, segir

Alþingi hefur tekið ákvörðun um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er söguleg ákvörðun og atkvæðagreiðslan í dag er líklega ein sú ánægjulegasta sem ég hef tekið þátt í vegna þess að ég er sannfærð um að hún hefur mikla þýðingu fyrir Ísland. Við munum nú leggja inn formlega umsókn hjá formennskuríkinu í ráðherraráði ESB á næstu dögum og hefja skipulegan undirbúning að aðildarviðræðum.

Össur og Jóhanna biðu ekki í nokkra daga heldur sendu frá sér umsókn um aðild samdægurs án þess að fá undirskrift forseta. Ráðherrarnir brutu þar með gegn stjórnarskránni.

Stjórnarskráin er undirstaða stjórnkerfisins. Virðing fyrir stjórnarskránni er frumforsenda fyrir réttarríkinu og þar með samfélagi þar sem lög og réttur ríkir en ekki lausung og ofbeldi. Skylda stjórnvalda er framar öllu að fylgja stjórnarskránni í hvívetna og bregða hvergi útaf.

Ógilda umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður að draga tilbaka. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þakka þetta innlegg en þetta eru orð og mál sem þarf að athuga strax. Þetta ráðherrafólk hefir algjörlega hunsað stjórnarskrá og lög landsins.   

Valdimar Samúelsson, 11.11.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá imprað á þessu fyrir viku og taldi þetta hljóta að vera frétt ársins, en enginn hefur skilið hvaða vigt þetta hefur greinilega.

Þetta er prinsippatriði, sem ógildir gerninginn, hvort sem menn eru á móti eða með honum. Þýðir ekki að fara núna upp á Bessastaði og biðja um undirskrift. Ég held að þetta sé einhverskonar borderline landráðamál.  Allavega samkvæmt skilgreiningu í lögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Málið var presenterað fyrir þingi og þjóð, sem "könnunarviðræður". Hugtk, sem ekki er til í orðabók Evrópusambandsins.  Bara þær blekkingar ættu að varða við lög.

Fólk sem er andstætt aðild féllst á þetta og telur enn að þetta sé bara svona búðarráp til að skoða hvað í boði er, hvað þaðð kostar og hvort einhver hagur er af viðskiptum á vogarskálunum.

 Enn trúir fólk þessu og öllum fullyrðingum um aðlögunarferli og innlimun er neitað.  Það er verið að sjanghæja þjoðina inn í þetta með lymsku og lygi og nú verður að stoppa þetta og fá þessa hluti á hreint.

Stjórnarandstaðan er ekki síður ábyrg að láta þetta viðgangast án inngripa. Hér er verið að fremja grunvallar lögleysu og það vita þeir. Eru bara slíkir heiglar og flokksþrælar að þeir treysta sér ekki í að taka á málum.  Það eru völd eða ekkert. Engin millilending eins og þjóðstjórn eða utanþingstjórn til að forða landinu frá undirgangi.  Djöfuls hræsnarar, maður lifandi!

Er það að furða þótt fólk sé farið að pakka niður í töskur.  

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held að það sé meiri reiði út af þessari ESB umsókn en mörgum grunar en ég er búinn að fá töluvert af hringingum út af grein minni í Mogganum í dag:

 Sjá Blog áðan... Í dag birtist grein eftir mig í Mogganum og vil ég að Ríkissaksóknari taki málið upp aftur varðandi möguleg landráð þeirra Jóhönnu og Össur. Það vita allir á landinu að þau brutu stjórnarskrá Íslands.

http://pappir.mbl.is/index.php?alias=IS-MBL&s=2804&p=64172

Valdimar Samúelsson, 11.11.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég er nú persónulega ekkert svo viss um að við höfum það verra að ganga í ESB og undirgangast þeirra stjórnsýslu heldur en að þurfa að sæta endalausri valdníðslu og og misþyrmingum bæði andlega og fjárhagslega af hálfu sauðheimskra og eða ófyrirleitinna íslenskra stjórnvalda.

Það breytir ekki því að auðvitað á ekki að líða þessum sauðheimsku og/eða ófyrirleitnu íslensku stjórnvöldum að fremja enn ein landráðin með að ganga framhjá stjórnarskrárbundnum skyldum til að fá staðfestingu forseta á gerningi þessum.

 Spurning hvort einhverjir hraustir menn taki sig ekki saman og höfði einhverskonar véfengingarmál á hendur þessum valdníðingum!

Kristján H Theódórsson, 11.11.2010 kl. 16:07

6 identicon

Þessi sóðalegu vinnubrögð Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins er trygging þess að þjóðin á eftir að hafna inngöngu með miklum mun.  Eina sem þarf fyrir ESB andstæðinga er að sýna fram á spunann og svikin sem eru iðkuð í skjóli allra milljarðanna  eða Júdasarsilfursins sem þessir ræflar þiggja til að reyna að kaupa sér fylgis.  Aðeins þarf að sýna fram á hvað er satt og rétt og málið er frágengið.  -  Fólk er ekki fífl.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband