Ísland 0,08% af hagkerfi ESB

Innganga Íslands í Evrópusambandið myndi auka þjóðarframleiðslu sambandsins um 0.08 prósent og mannfjölda um 0,06 prósent. Þessar tölur eru úr skýrslu framkvæmdastjórnarinnar þar sem mælt er með því að Íslandi fái stöðu umsóknarríkis en það er forsenda fyrir innlimum Íslands í sambandið.

Þessar stærðir skipta máli vegna þess að sú fyrri mælir áhrif þjóða í Seðlabanka Evrópu og sú seinni atkvæði í ráðherraráði og þingmannafjölda á Evrópuþinginu.

Ísland hefði núll komma eitthvað áhrif í Evrópusambandinu. Evrópusambandinu munar ekkert um að innlima landið og miðin og hefur allt að vinna. Ísland hefur öllu að tapa.

 


mbl.is Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hefur Ísland öllu að tapa? Eins og verðtryggingunni? Okrinu á vörum og þjónustu? Auðvitað megum við ekki tapa þessum miklu auðlindum okkar.

Theódór Norðkvist, 10.3.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þurfum við að ganga í ESB til að losna við verðtrygginguna??  Er verðlag hér hærra en í evrópusambandslöndum á vöru og þjónustu??  Hmmmm?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2010 kl. 17:14

3 identicon

Á móti kemur að við myndum hafa 0,67% af þingmönnum á Evrópuþinginu og hlutfallslega álíka marga embættismenn.

Það yrði þó sennilega mikill grikkur sem við gerðum Evrópumönnum að senda þangað íslenska stjórnmálamenn. Þeir verða því að kyngja fleiru en gott þykir í aðildasamningum við okkur.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Geta Kratar bara ekki gleymt þessum ESB-draumi sínum.Innganga verður aldrei samþykkt. Andstaðan harðnar frekar.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2010 kl. 17:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef við getum innleitt tilskipanir ESB og gert þær að íslenskum lögum, þá hljótum við líka að geta sett samskonar lög án þess að þurfa sérstakar tilskipanir frá Brüssel. Ef einhverjum finnst regluverk ESB svona frábært þá er ekkert því til fyrirstöðu að hafa það til hliðsjónar við lagasetningu á Alþingi og við þurfum ekki að ganga í ESB til þess. Eini munurinn á þessum tveimur leiðum er sá að ákvarðanir Alþingis eru afturkræfar, en valdaafsal í hendur erlendra stofnana er það ekki.

Verðtryggingin er gott dæmi. Ef Alþingi Íslendinga ákveður að afnema hana þá er það þar með orðið að veruleika. Segjum hinsvegar svo að við gengjum í ESB og þeim dytti einhverntíma í framtíðinni í hug að leggja á verðtryggingu, þá væri akkúrat ekkert sem Íslendingar gætu gert til að stoppa það!

Persónulega vil ég frekar að veigamiklar ákvarðanir séu teknar af fólki sem býr og starfar nógu nálægt mér, þannig að ég geti hugsanlega haft áhrif á það, heldur en af fjarlægum skrifstofumönnum í ósnertanlegum fílabeinsturnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 18:07

6 identicon

Krónan hefur leikið þessa þjóð hrikalega í gegnum árin.

Verðtrygging og ofurvextir eru besta dæmið um það.

Enn verr hafa þó óhæfir stjórnmálamenn leikið þjóðina.

Þurfum að losna við þetta tvennt, krónuna og stjórnmálamennina.

Barnanna okkar vegna.

Eina leiðin til þess er innganga í ESB.

Karl (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Karl: það er ekki krónan sem slík sem hefur leikið okkur grátt, heldur útgefandi hennar, Seðlabankinn. Það er ekki hægt að kenna málmþynnum og pappírsmiðum um okkar mannana verk, peningar taka nefninlega ekki sjálfstæðar ákvarðanir frekar en aðrir dauðir hlutir. Ef hinsvegar einstaklingar sem gefa út gjaldmiðil fara illa að ráði sínu, þá er voðinn vís. værum við með Evru og stjórn evrópska seðlabankans færi illa að ráði sínu, þá væru áhrifin þau sömu. Það er rugl að tala um að gjaldmiðill geti verið annað hvort "góður" eða "slæmur", hann gerir ekkert nema endurspegla undirliggjandi veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 18:59

8 Smámynd: Andrés Magnússon

Hmmm... segir þessi statistík ekki sitt um það hagkerfi, sem sumir vilja ganga til liðs við? Þrátt fyrir að Ísland sé í verulega magnaðri steik gætu Íslendingar sem o,o6% þegna Evrópusambandsins stækkað hagkerfið um 0,08%. Sem þýðir að jafnvel hinn illa laskaði íslenski meðaljón er kvarteli efnaðri/duglegri en hinn staðlaði Evrópuþegn. Hversu lengi skyldi það fá að standa?

Andrés Magnússon, 10.3.2010 kl. 19:08

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fáránlegt og ekki nokkur ástæða til að ræða ESB aðild

Sigurður Haraldsson, 10.3.2010 kl. 19:15

10 identicon

Svo eru áhrifin líka þau að fulltrúar íslenska ríkisins mæta á ýmsa vinnufundi þar sem unnin eru drög að löggjöf á ýmsum sviðum. Þar sitja menn jafnt til borðs, íslenski fulltrúinn yrði einn af 28. Á slíkum fundum er bara hlustað á þá sem hafa eitthvað málefnalegt fram að færa.

Það færi því eftir þvi hvort það yrði Páll Vilhjálmsson eða ég sæti fyrir hönd landsins hver áhrif Íslands yrðu! Prósentureikningur eins og Páll leggur upp með er bara bull og segir ekki neitt.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:34

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Dálítið sammála Ómari og Theódór, en þeir gleyma að við gætum tapað einokunarþjóðfélaginu og hugsanlega orðið réttarríki með inngöngu í EB. Það yrði alveg ömurlegt fyrir íslenska meðaljónin að tapa þessu öllu.

Einar Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 20:12

12 identicon

Ef alþjóðasamfélag ESB yrði að einum ríkjum Bandaríkjanna, yrði það á botnum hvað fátækt varðar.  Segir allt um hversu mikið "stórveldið" er í raun og veru.

The 10 poorest states
The states with the lowest median household income
StateIncome
New Mexico$40,629
Montana$40,627
Tennessee$40,315
Kentucky$39,372
Louisiana$39,337
Alabama$38,783
Oklahoma$38,770
Arkansas$36,599
West Virginia$35,059
Mississippi$34,473
 
Here's where the median household income is highest
StateIncome
Maryland$65,144
New Jersey$64,470
Connecticut$63,422
Hawaii$61,160
Massachusetts$59,963
New Hampshire$59,683
Alaska$59,393
California$56,645
Virginia$56,277
Minnesota$54,023

 http://money.cnn.com/2007/08/28/real_estate/wealthiest_states/index.htm

http://super-economy.blogspot.com/2010/01/dynamic-america-poor-europe.html

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:16

13 identicon

Ómar Harðarson: Skv. 99. gr. EES samningsins eiga EES ríki rétt á aðkomu að reglugerðasmiði sambandsins. Greinin er svohljóðandi:

99. gr.

1. Þegar framkvæmdastjórn EB hefur undirbúning að nýrri löggjöf á sviði sem samningur þessi tekur til skal hún óformlega leita ráða hjá sérfræðingum EFTA-ríkjanna á sama hátt og hún leitar ráða hjá sérfræðingum aðildarríkja EB við mótun tillagnanna.

2. Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal hún senda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna.

Fyrstu skoðanaskipti skulu fara fram í sameiginlegu EES-nefndinni óski einhver samningsaðila þess.

3. Á þeim tíma sem líður fram að töku ákvörðunar í ráði Evrópubandalaganna skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan í sameiginlegu EES-nefndinni að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.

4. Samningsaðilar skulu starfa saman af heilum hug á upplýsinga- og samráðstímabilinu með það fyrir augum að auðvelda ákvarðanatöku í sameiginlegu EES-nefndinni í lok meðferðar málsins.
Það sem við fáum við aðild er 0,06% atkvæðavægi. Ekkert meira.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:33

14 identicon

Alveg hárrétt hjá þér Hans. Aðkoman er þegar að mestu leyti (þó ekki hvað varðar sjávarútveg, landbúnað og byggðastefnuna) þegar tryggð á sérfræðingastiginu í gegnum EES. Þannig hafa lágt settir íslenskir embættismenn heilmikil áhrif, en stjórnmálamennirnir og æðstu embættismenn koma aldrei að neinu, nema embættismennirnir sem áheyrnarfulltrúar.

Eins og ég sagði fyrr, þá er það kannski blessun fyrir ESB að íslenskir stjórnmálamenn séu útilokaðir frá borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Ég er hins vegar ekki alveg eins viss og þú að það sé Íslandi í hag.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:05

15 identicon

Ómar: Ástæða þess að við höfum ekkert að segja um sjávarútveg, landbúnað og byggðastefnu í ESB er sú að við tökum hana ekki upp. Stefna sambandsins í þessum málaflokkum liggur utan EES samningsins og kemur okkur ekkert frekar við en stefna Ástralíu í sömu málaflokkum.

Ef við göngum í ESB undirgöngumst við stefnu sambandsins í þessum málaflokkum og mörgum þýðingarmiklum málaflokkum til viðbótar (s.s orkumálum, skattamálum, ytri tollamálum og varnarmálum) en fáum á móti 0,06% atkvæðavægi og Jóhanna fær að lita úti í horni á meðan að Merkel, Sarkozy og Brown tala saman.

Eru það hagstæð býtti?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:25

16 identicon

Hans: Mælt í beinhörðum peningum yrði það afar hagstætt fyrir Íslendinga að taka upp landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins óbreytta. Með því móti myndum við spara okkur amk. 10 milljarða í ríkisútgjöld. Bændur myndu fá styrki upp á 6 milljarða í staðinn. Þeir sem ekkert erindi eiga í þá starfsgrein myndu fá að flosna upp í friði, hugsanlega mætti nota heimskautasvæðaleyfið til að borga þá út úr greininni til hagsbóta fyrir alla. Íslenskir neytendur myndu fá verulega lækkað matvælaverð og meira úrval af landbúnaðarvörum.

Hvað varðar fiskveiðar, þá eru meiri líkur fyrir að ESB taki upp stefnu Íslendinga en öfugt. Það væri enda fáránlegt að sjálfbær atvinnuvegur á Íslandi þyrfti að keppa við ríkisstyrkt fyrirtæki í Evrópu. Áður en það getur orðið verðum við þó væntanlega að koma í veg fyrir áframhaldandi mannréttindabrot í fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Atkvæðavægið (sem yrði reyndar meira en 0,06%) skiptir hér engu. Innanborðs verða Íslendingar þjóð meðal þjóða en ekki þiggjendur eins og í dag. Höfum við eitthvað skynsamlegt til málanna að leggja er hlustað á það. Mál eru enda sjaldnast afgreidd með afli atkvæða, heldur reynt að ná málamiðlunum.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:07

17 identicon

Ómar: Ef við viljum taka upp landbúnaðarstefnu sambandsins óbreytta þá gerum við það bara - án þess að ganga í sambandið.

Ef við göngum í sambandið erum við ekki bara að taka upp stefnuna eins og hún er heldur allar breytingar sem gerðar verða á henni í framtíðinni hverjar svo sem þær kunna að vera.

Fiskveiðistefna sambandsins er léleg málamiðlun á milli ýmissa sjónamiða milljónaþjóða og þar spila alskyns þætti inn í. Sambandið er ekki að fara að taka upp stefnu Íslendinga. Ef það hefði áhuga á því þá væri það búið fyrir löngu enda er hún ekkert leyndarmál. Þeir sem halda að Ísland við borðið hafi svo mikil áhrif að margar milljónaþjóðir færu að gera breytingar á sinni byggðapólitík til að þóknast okkur eru ekki með fæturna á jörðinni.

Losaðu þig svo við þessa minnimáttarkennd. Við erum þjóð meðal þjóða. Nánar tiltekið erum við ein 186 þjóða sem ekki eru á meðal 27 aðildarþjóða Evrópusambandsins. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:52

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar, mikil er trú þín á Evrópusambandinu. Þessu bákni sem hefur ekki einu sinni getað haldið bókhaldinu sínu nokkurn veginn í lagi undanfarin 14 ár ofan á allt annað. Einhvers staðar var talað um að sælir væru einfaldir...

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.3.2010 kl. 23:52

19 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hans, þú veist vel að öll ríki utan Evrópusambandsins eru ekki "þjóðir á meðal þjóða" heldur einangruð ríki :D

En að öllu gamni slepptu hlýtur að vera erfitt fyrir suma að hafa svona rörsýn á Evrópusambandið og sjá ekkert annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.3.2010 kl. 23:54

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hans þessi leikur með tölru eins og 0,08 er náttúrulega brandari. Minni á að Svíar eru þá kannski með 1,2% áhrif eða eitthvað þvílíkt. ESB er ekki stjórnað skv. þessu. Skárra væri það nú.

Það er af einhverri ástæðu að meirihluti ríkja í Evrópu kjósa að vera í ESB, eru að sækja um að komast í ESB. Minnir að ríki Evrópu séu um 40. Nú þegar eru í ESB um 27 ríki. Nokkur ríki í aðildarviðræðum og nokkur sem hafa látið í ljós vilja til þess.

Sviss kaus að vera utan ESB en kostar víst miklu til að viðhalda 2 hliða samningi við ESB.

Það eru því kannski svoan með okkur í EES kannski 6 eða 7 ríki sem annaðhvort eru svo langt frá að uppfylla skilyrði fyrir aðild eða vilja ekki aðild.  Hvernig halda menn að til lengri tíma litið að áhrif þessar fáu þjóða verði á málefni sem snerta Evrópu og sameiginlega hagsmuni landa þar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2010 kl. 23:58

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Staðreyndin er annars einfaldlega sú að ef við gengjum í Evrópusambandið yrði Íslandi ekki lengur stjórnað af fulltrúum íslenzkra kjósenda eða þeim með beinum hætti heldur erlendum stjórnmálamönnum sem kosnir væru til þess að hugsa um aðra hagsmuni en okkar og embættismönnum sambandsins sem enginn kýs til eins eða neins. Við hefðum í raun ekkert um flest mál okkar og sífellt fleiri lengur að segja, kæmum aðeins að þeim í bezta falli sem einhvers konar ráðgjafar og varla það. Yrðum í bezta falli í hliðstæðri stöðu og þegar Alþingi varð ráðgjafaþing fyrir danska konunginn 1845. Við hefðum þannig vissulega einhverja hjáróma "rödd" við borðið en nákvæmlega enga tryggingu fyrir því að hlustað væri á hana og hvað þá tekið tillit til hennar. Við værum einfaldlega ekki lengur sjálfstætt ríki og réðum okkur ekki sjálf.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 00:03

22 identicon

Magnús: Áhugavert að þú skulir tala um fjölgun aðildarríkja og samráðspólitík innan ESB á sama tíma.

Eitt af því sem nú hefur breyst, með gildistöku Lissabonsáttmálans, er að meirihlutasamþykki hefur verið tekið upp í stað einróma samþykkis í tugum málflokka og samningurinn kveður á um að hægt sé að fella niður skilyrði um einróma samþykki í öllum málaflokkum nema varnarmálum með samþykki ráðherraráðsins án þess að nýr grunnsáttmáli verið gerður og þar af leiðandi án þjóðaratkvæðagreiðslu í aðildarríkjunum.

Að baki þessu liggur þörf (eða meint þörf) til að einfalda ákvarðanatöku þar sem aðildarríkjunum hefur fjölgað mjög.

Eins og þú bendir réttilega á eru allar líkur á að þeim fjölgi enn meira á næstu árum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:08

23 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Ég er með kenningu ásamt öðru innleggi.

Eina ástæðan fyrir því að við viljum ekki í ESB(undiritaður þ.m.t.) er af því að við Íslendingar erum svo ótrúlega hrokafull að það er að gera útaf við okkur. 

Þjóðarrembingur og stolt er það sem er að fara með þessa þjóð til andskotans. 

Menn og konur geta bent á einhverja 10 ríka karla sem allt er að kenna en það er ekki svo auðvelt þegar meginn þorri landans vinnur svart, borgara svart, svíkjandi út barnabætur o.sfrv. 

Þannig að það er þjóðarrembingur og fávitaskapur okkar sem er vandamálið í dag en fólk er svo fjandi hrokafullt á Íslandi og að kafna úr stolti að það lítur ekki í eigin barm og kennir alltaf öðrum um.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 11.3.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband