ESB klofnar vegna evrunnar

Evran mun kljúfa Evrópusambandið. Þau 16 ríki af 27 sem hafa evru sem gjaldmiðil verða að framselja fjárhagslegt fullveldi sitt í auknum mæli til Brussel og Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Ríkin 11 sem standa utan evrunnar, s.s. Bretar, Danir, Svíar og fleiri, sjá sér ekki hag í því að leggja opinbera fjármuni í að leiðrétta hagstjórnarmistök í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal.

Þjóðverjar sitja uppi með stærstan hluta reikningsins og á móti munu þeir krefjast ríkari íhlutunarréttar í málefni einstakra ríkja. Þýsk íhlutun yrði klædd í evrópska hanska.

Gangi þetta fram verður til tveggja þrepa Evrópa. Annars vegar kjarnaríkin sem mynda evrusvæðið og hins vegar jaðarríkin sem fyrr heldur en seinna komast í stöðu Noregs og Íslands sem þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu, EES, en leiða hjá sér samrunaferlið.

Kostir evruríkjanna eru óðum að skýrast. Annað tveggja, aukinn samruni samanber hér að ofan, eða að gjaldmiðlasamstarfið líði undir loka.

Hvort heldur sem er mun evran kljúfa Evrópusambandið. Spurningin er aðeins í hve marga hluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband