Ríkisstjórn í afneitun

Þjóðin hafnaði lögum ríkisstjórnarinnar um Icesave og forsenda til að fá betri samninga er að ný ríkisstjórn taki við völdum. Jóhanna Sig. og Steingrímur J. láta eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið markleysa. Skötuhjúin telja sig hafi yfir vilja þjóðarinnar.

Helsta röksemd leiðtoga stjórnarinnar fyrir áframhaldansi setu er að ekkert betra sé í boði. Drambið sem kemur fram í röksemdinni er lýsandi fyrir stjórnunarstíl  Jóhönnu og Steingríms J. Þau þykjast vita betur en allir aðrir. Icesave-málið sannar hið gagnstæða.

Við þessar aðstæður á að boða til kosninga. Þjóðin þarf að velja á ný þingmenn sem hún treystir til að fara með sín mál. 

Ríkisstjórn með afgerandi vantraust þjóðarinnar á bakinu getur ekki setið eins og ekkert hafi í skorist.


mbl.is Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart !

Auðvitað vill hann að glæpamennirnir komist aftur að !

Það er alveg á hreinu, það er engin sem setið hefur á alþingi síðustu 20 árin og engin embættismaður, sem ætti að koma nálægt neinu valdi til að ákveða neitt fyrir þessa þjóð í dag ! 

Við þurfum heiðarlegt fólk , sem nennir að vinna sína vinnu !

Menntahroki úr kennslubókum, sem löngu útbrunnar, er ekkert sem við þurfum !

JR (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 19:23

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Svarassamningarnir eru loksins dauðir ! Húrra, húrra, húrra ! 

  1. Nei við Icesave - þetta var niðurstaða sem leyfir okkur smá hlé og tiltekt í eigin ranni og kannski ekki vanþörf á nú þegar loks er búið að klippa á afleiðingar Svavars-Harakiri-samningins
  2. Kveðjum AGS (skila peningunum) - Horfum til reynslu Argentínu, sem jú skuldaði mikið...en eftir meðferð AGS og spillingar í eigin landi jukust skuldirnar út fyrir geðveikismörkin.
  3. Sleppum ESB viðræðunum (það sparar okkur einhverjar milljarða að sleppa þessu bjölluati) - Auk þess, að ef það er eitthvað sem íslenskur iðnaður þarf ekki á að halda, þá er það Evran, sem myndi jú tryggja stöðuleika, en það er líka stöðugleiki að hvíla undir 6 fetum að mold. Við hverfum sem þjóð með Evrunni...
  4. Semjum við lánadrottna sem væntingar hafa um greiðslur 20111 og 2012 (þeir hafa lítið um að velja...að eignum ganga þeir ekki. Semja því frekar um skilmálabreytingu. Og nei við erum ekki upp við vegginn með vaxtabyrði...þeir eru upp við vegginn)
  5. Leiðréttum lögbrotið sem gengistryggðu lánin eru
  6. Leiðréttum verðtrygginguna
  7. Færum kvótann til fólkins í formi árlegra ávísana upp á 1/300.000 hluta kvótans til hvers íslendings, sem skráður er á Íslandi (ekki á 20 árum heldur 6 mánuðum) - Ef það er eitthvað sem markaðurinn kann, þá er það hlutverkið að finna rétt verð.
  8. Leyfum útgerð trillu og smæstu báta frjálst innan 4 mílna (plássum út á landi líður betur með 100 trillur en stakan frystitogara)
  9. Allur ALLUR fiskur á markað
  10. Og síðan vinna, vinna, vinna....þannig og aðeins þannig tryggjum við bata hér á landi. (AGS er ekki mætt hingað í mannúðarskyni)
  11. Við verðum, sjálfviljug, áður en varir farinn að styðja við hjálparstofnanir í Evrópu, enda kominn sjálf á lappir um það leiti sem Evrópa fær sultardropann

Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 19:49

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og já nú skulum við drífa í næstu þjóðarkosningum..
-kvótakerfið
-ESB
-breytingar í anda Sviss...4xári verði þjóðarkosningar um uppsöfnuð mál...

Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband