Ígildi valdaráns sitji stjórnin áfram

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er heiladauð í innanlandspólitíkinni og markleysa erlendis. Til að hægt sé að ná betri samningu við Breta og Hollendinga verður ríkisstjórnin að segja af þér. Eftir þjóðaratkvæðið verður erlendis litið á áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar sem ígildi valdaráns.

Íslenskur almenningur hefur sagt álit sitt á stjórninni, níu af hverjum tíu hafna aðalmáli stjórnarinnar, en samt ætlar stjórnin að sitja áfram. Í lýðræðisríki eiga hlutirnir ekki að ganga svona fyrir sig.

Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við kaldan veruleikann og segja af sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Páll geturðu bent á hverjir eiga að taka við?Mér finnst að það ætti að setja á Utanþingsstjórn.Flokkakerfið á Íslandi er liðið undir lok.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:51

2 identicon

Líklega rétt hjá Össuri að Bretar og Hollendingar vilji ólmir semja við okkur núna.  Málið er að ríkisstjórnin hjari nógu lengi til að koma afarkostum ofaní kok þjóðarinnar.  Eftir kosningar verður það vonlaust fyrir þá því þá munu samningamenn Íslands hafa skipt um lið og gætu jafnvel flokkast sem andstæðingar í samningagerðinni.  Spurning hvort aftur muni koma til kasta forsetans þegar næsta hörmung verður samþykkt í þinginu.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður er ekki til staðar heilbrigð skynsemi hjá Lady GaGa, hún & SteinFREÐUR munu þjósnast við í nokkrar vikur en svo skilja þau að þetta er búið spil hjá þeim - apaspil - þau valda því miður ekki verkefninu, verkstjórn þeirra hefur frá byrjun verið til háborinnar skammar!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 7.3.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til að prjóna við það sem Elvar skrifaði hér að ofan þá hefur það nú gerst að forsetinn hefur tjáð sig efnislega um icesave samningana og þessvegna getur hann hvorki staðfest né synjað næstu lögum um ríkisábyrgðina! Hefur einhver velt því fyrir sér? Hvernig er þá stjórnskipunin orðin hér á landi þegar forsetinn er orðinn partur af framkvæmdavaldinu?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2010 kl. 11:27

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Níu af hverjum tíu segirðu... en fjórir af hverjum tíu sátu heima.

Eru það ekki skilaboð þeirra til stjórnmálamanna allra flokka að bara KLÁRA þetta mál og að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hafði lítið sem ekkert að segja?

Skeggi Skaftason, 7.3.2010 kl. 12:04

6 identicon

Holl lesning í tilefni dagsins:

http://svavaralfred.blog.is/blog/svavaralfred/

Helgi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 13:35

7 identicon

Málið verður að fara fyrir dóm, þessar æfingar hjá pólitíkusum að leysa glæpamál gengur ekki, pólitíkusar á Íslandi og Bretlandi ofl. eru fyrst og fremst að reyna að bjarga eigin andliti, með þvi að fela klúðrið sem þeir eiga stóra sök á, ná síðan endurkosningum, útá blekkingarnar, etir það er þeim andskotans sama hvernig landslagið er kringum almenning í löndum þeirra.

Robert (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband