Lamandi áhrif framboðs Sigurðar Inga

Vegna framboðs Sigurðar Inga til formennsku grafa framsóknarmenn djúpar skotgrafir fyrir landsfund. Liður í þeim hernaði er að hvorki formaður né forsætisráðherra tala til þjóðarinnar á eldhúsdegi.

Framboð Sigurðar Inga er vanhugsað og án innihalds - engin málefnaleg rök eru færð fram fyrir framboðinu.

En framboðið stórskemmir möguleika Framsóknarflokksins að tala til þjóðarinnar.


mbl.is Sigmundur og Sigurður tala ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Er þetta ekki bara hugsað til þess að þeir séu ekki að troða sér fram og láta sól sína skína.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.9.2016 kl. 16:35

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og höfundur fær hér að blása, upp daprar loftblöðrur, já og tjá sig, e-ð sem starfólk RÚV fær ekki, höfundi til mikilar gleðii, þá verður hér að hrekja meintan málflutning höfundar á skoðunum hans á framboði SIJ, sem höfundi geðjast lítt að enda búinn að kalla SIJ "leiksopp" og vera "í liði með RÚV"

Hér eru nokkur atriði sem SIJ hefur sjálfur sett fram, kannski vill höfundur ekki meðtaka þau:

    • "Ákvörðunin væri tekin vegna þeirrar ólgu sem ríkti innan Framsóknarflokksins og í kringum forystu hans." Haft eftir SIJ í viðtali hjá RÚV, föstudaginn 23 sept.

    • "Sigmundi Davíð hefði ekki tekist að endurheimta traust flokksmanna". Haft eftir SIJ í þættinum Speglinum þann 24 sept sl.

    • "Þar upplýsti hann (SIJ) um að þingflokkur Framsóknarflokksins hefði verið búinn að ákveða að setja Sigmund Davíð af sem forsætisráðherra á fundi hans 5. apríl síðastliðinn, í kjölfar Wintris-málsins. Ástæðan hafi verið trúnaðarbrestur milli þingflokksins og Sigmundar Davíðs vegna Wintris-málsins og eftirmála" (Kjarninn, 29 sept,2016), haft eftir SIJ í þættinum Á sprengisandi þann 28 sept.

    Hér eru nú talsverð rök sem vert er að líta til. Ekki er höfundur með hausinn alveg á kafi í sandinum. Ekki getur hann verið eins og einn guðfræðingur sem hingað á það til að líta við ?

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.9.2016 kl. 17:18

    3 Smámynd: rhansen

    Sannarlega sammála þer Páll og skelfilegt að upplifa þetta svona oG SVONA I viðhengi  Sigfús ómar Höskuldsson  ...VILLTU EKKI KYNNA ÞER MÁLIN BETUR ??

    rhansen, 26.9.2016 kl. 17:25

    4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Ágæta Ragnhildur (þó svo að þú eigi ekki svo gott skilið, vegna yfirlýsinga þinna um mig, og marga fleiri sem ekki eru þér sammála), þá þarf ég ekki að kynnna mér neitt. Ég hef þá skoðun að SDG sé óhæfur til að leiða þjóð, enda sekur um bæði lögbrot og svo siðferðsbrot gagnvart heilu samfélagi. Þú mátt hafa aðra skoðun.  Ég er hinsvegar að benda hér höfundi á að hann hefði mátt lesa sig betur um það sem SIJ setti fram sem rök fyrir sínu framboði.

    Mér er svo slétt sama um þennan vonda flokk, Framsókn, hann má heyja sitt dauðastríð fyrir mér. Farið hefur fé betra.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.9.2016 kl. 18:01

    5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Páll. Er þetta ekki hluti af stóra "RÚV-samsærinu" eða hvað?

    Þú hefur verið undarlega þögull um það eftir að það opinberaðist að meirihluti þingflokks Framsóknar væru í raun virkustu þáttakendurnir í tilraunum til þess að steypa sitjandi formanni flokksins af stóli.

    Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2016 kl. 18:31

    6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

    Guðmundur, Vigdís Hauks tók umræðuna um uppspunann að þingflokkurinn ætlaði þetta eða hitt. Ég benti reyndar á í framhaldi að Sigurður Ingi hafi farið með rangt mál þar. Sjá færslu hér að neðan.

    Páll Vilhjálmsson, 26.9.2016 kl. 18:54

    7 Smámynd: Haukur Árnason

    Er ekki Sigurður Ingi dálítið vafsamur. Ef hann lofar einhverju fyrir kostningarnar, verður ekki vísað í RUV og Kjarnan, að hann hafi nú svikið loforð og ekki kannski mikið að marka hann.

    Haukur Árnason, 26.9.2016 kl. 22:44

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband