Nató stundar stríðsæsingar - og býr til ónýt ríki

Írak er ónýtt ríki eftir innrás Bandaríkjanna 2003, Sýrland og Líbýa eru sömuleiðis vígvöllur eftir inngrip Bandaríkjanna. Úkraína er ónýtt ríki eftir afskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Nató nýtti ekki sigurinn í kalda stríðinu til að stuðla að friði og öryggi heldur til að efna til óvinafagnaðar í Austur-Evrópu og skipta um ríkisstjórnir í miðausturlöndum.

Í grein í Le Monde er fjallað um afleiðingar herskárrar stefnu Bandaríkjanna og ESB, með Nató sem verkfæri. Fyrirsögnin, Svefnganga til stríðs, vísar í bók sagfræðingsins Christopher Clark um hvernig Evrópa álpaðist út í fyrra heimsstríð 1914.

Lýðræðisríki í Vestur-Evrópu eru meira og minna fylgihnettir Bandaríkjanna í Nató-samstarfinu, Ísland meðtalið. Uppdráttarsýki herjar á Evrópusambandið, sem ræður ekki við að stjórna eigin landamærum.

Mótsagnakennt eins og það hljómar eru meiri líkur á friði í heiminum ef Trump sigrar í forsetakosningunum í haust. Frú Clinton er fangi herskáu valdaelítunnar sem mótaði utanríkisstefnu Bandaríkjanna eftir kalda stríðið. Sú stefna færir okkur æ nær þriðja heimsstríði.


mbl.is Flug Rússanna ekki ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel og skirmerkileg grein hjá þér ... og synd að ekki skuli fleir átta sig á þessu en raun ber vitni.

En ég vil benda á, að það er einmitt þess vegna ... sem Clinton mun sigra ... en það verður ekkert stríð, því ég spái því að Bandaríkin líði undir lok í kjölfarið.  Þau eru þegar "að falla innávið", eftir Obama ... og áframhaldandi stefna, sem Clinton men keira ... mun valda "implosion".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband