Frosti fékk RÚV-meðferð

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins var í fremstu víglínu þegar Icesave-II samnignarnir voru til umræðu meðal þjóðarinnar. Hann hélt m.a. úti umræðuþræði um hlutdrægni RÚV undir heitinu ,,Eftirlit með hlutleysi RÚV."

Í umræðuþræðinum var vakin athygli á því hvernig RÚV dró taum þeirra sem vildu samþykkja Icesave. Eftir að þjóðin hafnaði Icesave-II í þjóðaratkvæðagreiðslu var Frosti tekinn fyrir af RÚV. Í DV er frásögn af því hvernig Frosti skynjaði meðferðina.

„Það er bara „public execution“ í gangi,“ sagði Frosti við nemendurna um framferði RÚV [...] RÚV þoldi skrif Frosta svo illa, að sögn Frosta, að hann varð persona non grata í augum fréttastofunnar. „Allt sem ég segi er núna algjörlega tekið úr samhengi; þeir vilja bara setja mig af. Og það er enginn sem getur stoppað þá,“ sagði hann og bætti við að nauðsynlegt væri að hafa eftirlit með slíkum starfsháttum.
 
RÚV hefur fyrir löngu sagt skilið við hlutlæga og málefnalega fréttamennsku. RÚV keyrir áfram sína eigin pólitísku dagskrá, sem er iðulega ættuð úr vinstriflokkunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kíkti á fréttina sem tengt er við í blogginu og hún er frá því í sept 2013. Var Frosti ekki búinn að vera á þingi þá í nokkrar vikur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2016 kl. 09:13

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Og núna er Frosti hættur þingmennsku.

Páll Vilhjálmsson, 26.9.2016 kl. 10:10

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Magnús þú ert góður í dögum eða kannski Dögun.

Valdimar Samúelsson, 29.9.2016 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband