Menntun, fátækt og mótmælendur á Austurvelli

Langskólagengnir Íslendingar tapa peningum á skólagöngunni, segir Jón Daníelsson hagfræðingur:

Ávöxt­un vegna mennt­un­ar er minnst á Íslandi þegar litið er til Evr­ópu. Það borg­ar sig frek­ar að hætta námi á Íslandi en að halda því áfram. Það skil­ar meiri tekj­um. Þetta á ekki við í neinu öðru Evr­ópu­landi. Jón sagði nem­end­ur sína í London fá svipuð laun við út­skrift og ís­lensk­ir jafn­ingj­ar þeirra. Eft­ir tutt­ugu ár get­ur sá sem er í London hins veg­ar reiknað með að vera með fimm­falt hærri laun en sá sem held­ur sig á Íslandi.

Ástæða mótmæla í samfélaginu er munurinn á milli ríkra og fátækra, segir Styrmir Gunnarsson i viðtali á RÚV.

Hér er eitthvað málum blandið. Þegar við bætist að menntuðu fátæklingarnir, sem Styrmir segir mótmæla, kunna ekki einu sinni að fara rétt með tölur, samanber talnaspuna aðgerðasinna á Austurvelli, virðist Jón hafa nokkuð til síns máls: ,,Íslend­ing­ar leggja of mikla áherslu á magn mennt­un­ar en ekki gæði henn­ar."

Samantekið hjá Jóni: Íslendingar eru ofmenntaðir kjánar. Við værum betur sett með minni menntun á höfðatölu. Við sætum uppi með menntaelítu og menntasnauðan almenning. Styrmir myndi á hinn bóginn ekki fá minni launamun heldur aukinn.

Niðurstaða: það er hvorki menntun né efnamunur sem skýrir mótmælin á Austurvell. Mótmælin voru vegna þess að forsætisráðherra stóð vel til höggsins.

 

 

 


mbl.is Útlitið er ekki alveg svart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spéhræðsla Íslendinga

Öfgar þjóðarsálar okkar sveiflast á milli ,,Ísland best í heimi" og ,,Ísland er ónýtt í samanburði við aðrar þjóðir."

Öfgarnar stafa af landlægri spéhræðslu um hvað útlendingum finnst um land og þjóð. Viðkvæmni fyrir orðspori þjóðarinnar er ekki ný af nálinni. Arngrímur lærði skrifaði á 16. öld varnarrit vegna þess að honum þótti útlendingar bera landið út.

Í dag sjá samlandar okkar um að bera út Ísland. Við því er ekkert að segja, það er málfrelsi og sérhver má þjóna sínu eðli.

Ísland er hvorki verst í heimi né er það ónýtt. Við erum hversdagslegt fólk í landi sem öldum saman var á mörkum hins byggilega heims. Forfeður okkar lifðu af, við njótum hagfelldari tíðar og tækni sem gerir landið giska ágætt ábúðar.

Við ættum að venja okkur af spéhræðslunni. Hún ætti að fá sama sess og íslenski afdalabóndinn; sniðugt fyrirbæri sem tilheyrir fortíðinni.


mbl.is Ímynd Íslands ólöskuð að mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust elur á valdabaráttu, sem eykur vantraust

Vantraust dettur ekki af himnum ofan, það verður til í samskiptum fólks. Alvarlegasta meinsemd íslenskra stjórnmála er vantraustið sem grefur um sig eins og krabbamein.

Pólitísku vantrausti má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi er það á milli almennings og stjórnmálakerfisins, í öðru lagi á milli stjórnmálaflokka og í þriðja lagi innan stjórnmálaflokka.

Það stendur upp á flokksmenn stjórnmálaflokkanna að byggja upp traust sín á milli. Valdabarátta innan flokks eykur ekki traust, heldur þvert á móti.

 


mbl.is Klára ákveðin mál - svo kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir bakhjarlar Samfylkingar

Erlend huldufélög leigja Samfylkingunni húsnæði undir höfuðstöðvar flokksins. Formaðurinn kemur af fjöllum, segist ekkert vita hverjir eiga huldufélögin í útlöndum sem hýsa Samfylkinguna.

Það samrýmist illa að gera kröfu um siðbót í stjórnmálum og samtímis fela bakhjarla sína undir erlendri kennitölu.

Samfylkingin hlýtur að gera hreint fyrir sínum yrum tilkynna alþjóð hverjir eigendurnir eru og útskýra hvers vegna eignarhaldi á höfuðstöðvum flokksins er haldið leyndu.


mbl.is Þekkir ekki eignarhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband